Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 541. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1000  —  541. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 146/1996, um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.

(Eftir 2. umr., 15. maí.)



1. gr.

    Í stað orðanna „löggildingu rafverktaka“ í 10. tölul. 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: tímabundna löggildingu rafverktaka.

2. gr.

    Á eftir 13. gr. laganna koma fimm nýjar greinar sem orðast svo:

    a. (13. gr. a.)
    Sá sem vill öðlast A-löggildingu, sem er löggilding til rafvirkjunarstarfa við háspennuvirki, verður að:
     1.      hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds verkfræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja; eða
     2.      hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds tæknifræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja; eða
     3.      hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssviði) frá Háskólanum í Reykjavík eða öðrum viðurkenndum skóla og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja; eða
     4.      hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í meistaranámi í rafvirkjun (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla eða hafa jafngilda menntun að mati menntamálaráðuneytis og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja.

    b. (13. gr. b.)
    Sá sem vill öðlast B-löggildingu, sem er löggilding til rafvirkjunarstarfa við lágspennuvirki, verður að:
     1.      hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds verkfræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja; eða
     2.      hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds tæknifræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja; eða
     3.      hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssviði) frá Háskólanum í Reykjavík eða öðrum viðurkenndum skóla og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja; eða
     4.      hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í meistaranámi í rafvirkjun (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla eða hafa jafngilda menntun að mati menntamálaráðuneytis og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja.

    c. (13. gr. c.)
    Sá sem vill öðlast CA-löggildingu, sem er takmörkuð löggilding til rafvirkjunarstarfa við háspennuvirki, verður að:
     1.      hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds verkfræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja; eða
     2.      hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds tæknifræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja; eða
     3.      hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssviði) frá Háskólanum í Reykjavík eða öðrum viðurkenndum skóla og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja; eða
     4.      hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í meistaranámi í rafvirkjun (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla eða hafa jafngilda menntun að mati menntamálaráðuneytis og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja.
    Sá sem öðlast hefur CA-löggildingu má einungis starfa við þau raforkuvirki sem heyra undir fyrirtækið sem hann starfar hjá. Fyrirtækið sér honum fyrir búnaði og aðstöðu.

    d. (13. gr. d.)
    Sá sem vill öðlast CB-löggildingu, sem er takmörkuð löggilding til rafvirkjunarstarfa við lágspennuvirki, verður að:
     1.      hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds verkfræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja; eða
     2.      hafa lokið fullnaðarprófi frá rafmagnsdeild viðurkennds tæknifræðiháskóla (sterkstraumssviði) og hafa að auki tveggja ára reynslu við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja; eða
     3.      hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssviði) frá Háskólanum í Reykjavík eða öðrum viðurkenndum skóla og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja; eða
     4.      hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í meistaranámi í rafvirkjun (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla eða hafa jafngilda menntun að mati menntamálaráðuneytis og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja.
    Sá sem öðlast hefur CB-löggildingu má einungis starfa við þau raforkuvirki sem heyra undir fyrirtækið sem hann starfar hjá. Fyrirtækið sér honum fyrir búnaði og aðstöðu.

    e.    (13. gr. e.)
    Þeir einir sem hlotið hafa löggildingu Neytendastofu til rafvirkjunarstarfa skv. 13. gr. a – 13. gr. d mega bera ábyrgð á setningu, breytingu og viðgerðum virkja.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.