Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 285. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Prentað upp.

Þskj. 1008  —  285. mál.
Viðbót.
Breytingartillögurvið frv. til l. um grunnskóla.

Frá menntamálanefnd.     1.      Við 2. gr.
                  a.      2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.
                  b.      Á eftir orðinu „efla“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: færni þeirra í íslensku máli.
     2.      Við 3. gr. Í stað orðsins „Foreldri“ í síðari málslið síðari málsgreinar komi: Foreldrar.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sveitarstjórn skal koma á samstarfi leikskóla og grunnskóla annars vegar og grunnskóla og framhaldsskóla hins vegar.
                  b.      3. mgr. orðist svo:
                      Sveitarfélögum er skylt að sjá til þess að skólaskyld börn skv. 3. gr., sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, og börnum sem hefur verið ráðstafað í fóstur til fósturforeldra, sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, njóti skólavistar eftir því sem nánar segir í lögum þessum.
     4.      Við 6. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „börn“ í a-lið 2. mgr. komi: sem rétt eiga á skólavist.
                  b.      Við b-lið 2. mgr. bætist: og skólanámskrá einstakra skóla.
                  c.      Í stað orðanna „að jafnan“ í e-lið 2. mgr. komi: að sjá til þess að jafnan.
     5.      Við 7. gr. Í stað lokamálsliðar 1. mgr. komi þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Skólastjóri boðar til kennarafunda svo oft sem þurfa þykir á starfstíma grunnskóla. Kennarafundi skulu sækja kennarar og aðrir sérfræðingar skólans. Skólastjóri boðar til starfsmannafunda svo oft sem þurfa þykir.
     6.      Við 8. gr.
                  a.      Í stað orðsins „sjö“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: níu.
                  b.      Á eftir orðunum „viðkomandi skóla“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: tveimur fulltrúum nemenda.
                  c.      3. málsl. 2. mgr. falli brott.
                  d.      Í stað orðanna „er heimilt að setja reglugerð“ í 3. mgr. komi: setur reglugerð.
     7.      Við 10. gr.
                  a.      2. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „fulltrúa þess til þátttöku í umræðum skólaráðs“ í 3. mgr., sem verði 2. mgr., komi: fulltrúa í skólaráð.
     8.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðsins „starfsliðs“ í 1. mgr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi, í viðeigandi beygingarfalli: starfsfólks.
                  b.      Orðið „stjórnandi“ í 2. mgr. falli brott.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Ráðning.
     9.      Við 12. gr.
                  a.      Við bætist tvær nýjar málsgreinar er verði 1. og 2. mgr., svohljóðandi:
                      Starfsfólk grunnskóla skal rækja starf sitt af fagmennsku, alúð og samviskusemi. Það skal gæta kurteisi, nærgætni og lipurðar í framkomu sinni gagnvart börnum, foreldrum þeirra og samstarfsfólki.
                      Starfsfólk grunnskóla skal gæta fyllstu þagmælsku um hagi barna og foreldra þeirra, sem það fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanna og eðli máls. Þagnarskylda helst þótt viðkomandi láti af störfum. Þagnarskylda starfsfólks grunnskóla nær ekki til atvika sem ber að tilkynna um lögum samkvæmt. Skal skólastjóri brýna skyldur þessar fyrir starfsfólki og sérstaklega tilkynningarskyldu samkvæmt barnaverndarlögum.
                  b.      Orðin „kennara og annars“ í 1. mgr., er verði 3. mgr., falli brott.
                  c.      3. mgr. falli brott.
                  d.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Starfsfólk.
     10.      Fyrirsögn III. kafla verði: Starfsfólk grunnskóla.
     11.      Við 13. gr.
                  a.      Í stað lokamálsliðar 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Nemendur eiga rétt á því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun, fyrirkomulag skólastarfs og aðrar ákvarðanir sem snerta þá. Taka skal tillit til sjónarmiða þeirra eins og unnt er.
                  b.      3. mgr. verði svohljóðandi:
                     Nemendur eiga rétt á að njóta náms- og starfsráðgjafar í grunnskóla af til þess bærum sérfræðingum.
     12.      Við 14. gr. Við 1. mgr. bætist: og þroska.
     13.      Við 16. gr.
                  a.      Við bætist ný málsgrein er verði 1. mgr., svohljóðandi:
                      Kennsla í grunnskólum skal fara fram á íslensku. Heimilt er að nám fari fram á öðrum tungumálum en íslensku þegar það leiðir af eðli máls eða aðalnámskrá.
                  b.      Í stað orðanna „möguleikum á“ í síðari málslið 1. mgr., er verði 2. mgr., komi: rétti þeirra til.
     14.      Við 17. gr. 5. mgr. orðist svo:
                 Verði ágreiningur um fyrirkomulag skólavistar barns skal við úrlausn hans gæta ákvæða stjórnsýslulaga. Skal ákvörðun tekin með hliðsjón af áliti sérfræðinga og með heildarhagsmuni barnsins að leiðarljósi. Ákvörðun er kæranleg samkvæmt fyrirmælum 47. gr.
     15.      Við 18. gr.
                  a.      1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Foreldrum er skylt að veita grunnskóla upplýsingar um barn sitt sem nauðsynlegar eru fyrir skólastarfið og velferð barnsins.
                  b.      Á eftir orðinu „meðferð“ í lokamálslið 2. mgr. komi: eyðingu og miðlun.
     16.      Við 19. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er verði 1. málsl., svohljóðandi: Foreldrar bera ábyrgð á námi barna sinna og ber þeim að fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við þau og kennara þeirra.
     17.      Við 20. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Gert skal sérstaklega ráð fyrir rými fyrir sérfræðiþjónustu við börn með sérþarfir og vinnuaðstöðu starfsfólks.
                  b.      Á eftir orðinu „nemenda“ í síðari málslið 2. mgr. komi: og starfsfólks.
                  c.      Orðin „við hönnun grunnskólahúsnæðis“ í 3. mgr. falli brott.
     18.      Við 25. gr. Á eftir orðinu „samfélagsgreinum“ í síðari málsgrein komi: jafnréttismálum, trúarbragðafræði.
     19.      Við 26. gr. Í stað orðanna „eiga nemendur“ í 2. mgr. komi: skulu nemendur eiga.
     20.      Við 27. gr. 1. málsl. 3. mgr. orðist svo: Nemendur og foreldrar þeirra eiga rétt á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og matstæki, þar með talið að skoða metin verkefni og prófúrlausnir.
     21.      Við 28. gr. Í stað orðanna „1. mgr.“ í lokamálsgrein komi: 2. mgr.
     22.      Við 29. gr.
                  a.      Í stað 1. málsl. 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Í hverjum grunnskóla skal gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð þeirra og skal semja þær í samráði við kennara.
                  b.      Orðin „nemendafélag til umsagnar og fyrir“ í síðari málslið 2. mgr. falli brott.
     23.      Við 31. gr. Í stað orðsins „Gjaldskrárákvarðanir“ í lokamálsgrein komi: Ákvarðanir um gjaldtöku.
     24.      Við 37. gr.
                  a.      Orðið „árlega“ í fyrri málsgrein falli brott.
                  b.      Á eftir orðunum „innra mat skóla“ í fyrri málsgrein komi: ytra mat sveitarfélaga.
                  c.      Orðin „leitast við að“ í síðari málsgrein falli brott.
     25.      Við 40. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „félagsþjónustu sveitarfélags“ í síðari málslið 4. mgr. komi: og barnaverndaryfirvöld.
                  b.      Á eftir orðinu “félagsþjónustu” í 1. málslið 5. mgr. komi: barnaverndaryfirvalda.
     26.      Við 45. gr. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður er verði 3. málsl., svohljóðandi: Sveitarstjórn getur ákveðið að skólaráð, sbr. 8. gr., og foreldraráð, sbr. 11. gr. laga um leikskóla, starfi sameiginlega í einu ráði.
     27.      Við 47. gr. Í stað tilvísunarinnar „4. mgr. 17. gr.“ í fyrri málsgrein komi: 5. mgr. 17. gr.
     28.      Við ákvæði til bráðabirgða II.
                  a.      Við bætist ný málsgrein er verði 1. mgr., svohljóðandi:
                      Sveitarfélög skulu greiða upphæð er svarar til 1,3% af dagvinnulaunum kennara og skólastjóra í sveitarfélaginu í sérstakan sjóð er Samband íslenskra sveitarfélaga annast rekstur á og varðveitir. Úr sjóði þessum skulu greidd laun kennara og skólastjóra við grunnskóla vegna námsleyfa allt að einu ári. Sjóðurinn ráðstafar einnig þeim fjármunum sem ríkið veitir til símenntunar kennara og skólastjóra. Samband íslenskra sveitarfélaga skipar fimm menn í stjórn sjóðsins, tvo tilnefnda af Kennarasambandi Íslands og þrjá af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Stjórn sjóðsins setur sér starfsreglur og birtir þær.
                  b.      Í stað orðanna „3. mgr. 12. gr.“ í fyrri málsgrein, er verði 2. mgr., komi: 1. mgr.
                  c.      Í stað orðanna „1. mgr.“ í síðari málsgrein, er verði 3. mgr., komi: 2. mgr.
                  d.      Í stað orðanna „3. mgr. 12. gr. laga þessara“ í síðari málsgrein, er verði 3. mgr., komi 1. mgr.
     29.      Við bætist tvö ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  a.      (IV.)
                      Skólanefndir sem kosnar hafa verið samkvæmt lögum nr. 66/1995, um grunnskóla halda umboði sínu.
                  b.      (V.)
                      Samræmd könnunarpróf skv. 39. gr. skulu í fyrsta sinn fara fram vorið 2009.