Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 294. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
2. uppprentun.

Þskj. 1048  —  294. mál.
Texti felldur brott.




Breytingartillögur



við frv. til l. um nálgunarbann.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Við 1. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


                      Heimilt er að vísa manni brott af heimili sínu og úr nánasta umhverfi þess og banna honum að koma þangað aftur í tiltekinn tíma ef ástæða er til að ætla að hann beiti náinn aðstandanda ofbeldi, hóti ofbeldi eða sýni framferði sem spilli mjög líkamlegu heilbrigði, andlegu heilbrigði, heilsu eða friði þess manns eða barns sem í hlut á. Skilgreina ber til hvaða svæðis brottvísun af heimili og heimsóknarbann nær.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      2. gr. orðist svo:
                      Lögregla getur ákveðið að maður sæti brottvísun af heimili eða heimsóknarbanni. Ákvörðun lögreglu um brottvísun af heimili eða heimsóknarbann skal bera undir dómara innan sólarhrings frá því að ákvörðun var tekin.
                      Eftir að dómara hefur borist krafa um nálgunarbann eða ákvörðun um brottvísun af heimili eða heimsóknarbann ákveður hann þinghald til að taka kröfuna eða ákvörðunina fyrir og gefur út kvaðningu á hendur þeim sem krafan beinist að. Í kvaðningu skal greina stað og stund þinghalds og skora á viðtakanda að sækja þing.
                  Heimilt er að handtaka þann sem krafan eða ákvörðunin beinist að ef hann sækir ekki þing að forfallalausu. Skal tekið fram í kvaðningu til viðtakanda að lögregla megi færa hann fyrir dóm með valdi ef með þarf.
                  Dómari skal verða við ósk manns um að skipa honum verjanda hafi verið tekin ákvörðun um að hann sæti nálgunarbanni, brottvísun af heimili eða heimsóknarbanni.
     3.      3. gr. orðist svo:
                  Þegar krafa um nálgunarbann eða ákvörðun um brottvísun eða heimsóknarbann er tekin fyrir kynnir dómari hana þeim sem hún beinist að. Skal honum gefinn kostur á að tjá sig um kröfuna. Heimilt er í því skyni að veita frest sem ekki skal vera lengri en tveir sólarhringar. Að svo búnu leggur dómari úrskurð á kröfuna innan tveggja sólarhringa frá því að hún var borin undir hann.
                  Við mat á því hvort fullnægt er skilyrðum fyrir nálgunarbanni eða ákvörðun um brottvísun eða heimsóknarbann skal meðal annars litið til framferðis þess sem krafist er að sæti því á fyrri stigum. Jafnframt skal horft til hagsmuna þess sem njóta ætti verndar af úrræðinu með tilliti til þeirra takmarkana sem bannið legði á athafnafrelsi þess sem krafist er að sæti því.
                      Nálgunarbanni skal markaður ákveðinn tími, þó ekki lengri en eitt ár. Nálgunarbann verður ekki framlengt nema samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra sem skal borin undir dómara, sbr. 2. mgr. 2. gr.
                      Brottvísun af heimili og heimsóknarbanni skulu markaður ákveðinn tími, þó ekki lengri en þrír mánuðir. Brottvísun af heimili og heimsóknarbann verða ekki framlengd nema samkvæmt úrskurði dómara.
                      Dómari ákveður sakarkostnað í úrskurði sínum.
                      Kæra má til æðri dóms úrskurð um ákvörðun um brottvísun af heimili, heimsóknar- eða nálgunarbann. Um þá kæru gilda sömu reglur og um kæru úrskurðar héraðsdómara samkvæmt lögum um meðferð sakamála.
     4.      3. mgr. 4. gr. orðist svo:
                  Lögregla skal tilkynna þeim sem njóta á verndar með nálgunarbanni, brottvísun af heimili eða heimsóknarbanni um lyktir máls og um það hvenær nálgunarbanni, brottvísun af heimili eða heimsóknarbanni lýkur.
     5.      Við bætist ný grein, svohljóðandi:
                      Við gildistöku laga þessara verður eftirfarandi breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum:
                      1. mgr. 232. gr. laganna orðast svo:
                      Ef maður brýtur gegn nálgunarbanni, brottvísun af heimili eða heimsóknarbanni samkvæmt lögum um nálgunarbann, brottvísun af heimili og heimsóknarbann varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Nú er brot ítrekað eða stórfellt og getur refsing þá orðið fangelsi allt að 2 árum.
     6.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um nálgunarbann, brottvísun af heimili og heimsóknarbann.