Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 526. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1050  —  526. mál.




Breytingartillögur


við frv. til l. um endurskoðendur.

Frá efnahags- og skattanefnd.


     1.      Við 16. gr. 2. málsl. 2. mgr. orðist svo: Mál skal lagt fyrir endurskoðendaráð með skriflegu erindi svo fljótt sem verða má en eigi síðar en fjórum árum eftir að brot var framið.
     2.      Við 20. gr. Í stað „fyrirtæki“ og „fyrirtækisins“ í 4. mgr. komi: einingu, og: einingarinnar.
     3.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Þeir sem fyrir gildistöku þessara laga uppfylla skilyrði laga til að öðlast löggildingu til endurskoðunarstarfa eða hafa í gildi réttindi til að starfa sem slíkir skulu teljast uppfylla ákvæði 4. tölul. 1. mgr. 2. gr.