Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 527. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1051  —  527. mál.




Nefndarálit


um frv. til l. um breyt. á l. nr. 3/2006, um ársreikninga, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og skattanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þórð Reynisson og Hörpu Theodórsdóttur frá fjármálaráðuneyti, Margréti G. Flóvenz frá Félagi löggiltra endurskoðenda, Lárus Ögmundsson og Albert Ólafsson frá Ríkisendurskoðun, Sæmund Valdimarsson og Hrafn Magnússon frá Landssamtökum lífeyrissjóða, Jónu Björk Guðnadóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Harald I. Birgisson frá Viðskiptaráði. Þá hafa nefndinni borist umsagnir frá tollstjóranum í Reykjavík, Félagi íslenskra stórkaupmanna, Samtökum fjárfesta, ríkisskattstjóra, Seðlabanka Íslands, Kauphöll Íslands, Viðskiptaráði Íslands, Félagi löggiltra endurskoðenda, ríkislögreglustjóra, Samtökum fjármálafyrirtækja, Ríkisendurskoðun, Deloitte og Fjármálaeftirlitinu.
    Frumvarp þetta er lagt fram samhliða frumvarpi til nýrra laga um endurskoðendur, sbr. mál nr. 526, og vísar nefndin til umfjöllunar sinnar um það mál. Nefndin fellst á sjónarmið um þörfina á að lífeyrissjóðir falli undir hugtakið eining tengd almannahagsmunum. Nefndin leggur til að fengnum athugasemdum að stjórn einingar beri ábyrgð á skipun endurskoðunarnefndar í stað stjórnar og framkvæmdastjóra.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    1. málsl. 2. mgr. a-liðar 2. gr. orðist svo: Stjórn einingar ber ábyrgð á skipun endurskoðunarnefndar.

    Bjarni Benediktsson, Ragnheiður E. Árnadóttir og Ögmundur Jónasson gera fyrirvara við álitið. Fyrirvarar Bjarna og Ragnheiðar varða málsmeðferð við innleiðingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar. Ragnheiður gerir einnig fyrirvara við að fella lífeyrissjóði undir hugtakið eining tengd almannahagsmunum.
    Gunnar Svavarsson og Paul Nikolov voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. maí 2008.


Pétur H. Blöndal,

form., frsm.

Ellert B. Schram.

Ögmundur Jónasson,

með fyrirvara.


Bjarni Benediktsson,

með fyrirvara.

Magnús Stefánsson.

Ragnheiður E. Árnadóttir,

með fyrirvara.