Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 578. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Prentað upp.

Þskj. 1060  —  578. mál.
Skjalsnúmer.




Nefndarálit


um frv. til l. um breyt. á l. um ættleiðingar, nr. 130/1999, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.

    
    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bryndísi Helgadóttur, Hauk Guðmundsson og Rósu Dögg Flosadóttur frá dómsmálaráðuneyti.
    Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. laga um ættleiðingar skal leita umsagnar barnaverndarnefndar um umsókn um forsamþykki til að ættleiða erlent barn. Með frumvarpinu er lagt til að ekki þurfi að leita umsagnar barnaverndarnefndar hafi umsækjendur fengið forsamþykki á síðustu fjórum árum og umsókn þeirra sé til umfjöllunar hjá erlendu ættleiðingaryfirvaldi nema sýslumaður telji að hagir umsækjenda hafi breyst verulega. Þá er lagt til að gildistími forsamþykkis til ættleiðingar barns, sbr. 3. mgr. 32. gr. laganna, verði lengdur úr tveimur árum í þrjú. Áfram verður unnt að framlengja gildistímann um allt að 12 mánuði þegar sérstaklega stendur á.
    Frumvarpinu er ætlað að bregðast við þeirra þróun að biðtími þeirra sem sækja um ættleiðingu á erlendu barni hefur lengst.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Ellert B. Schram og Ólöf Nordal voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 19. maí 2008.


Birgir Ármannsson,

form., frsm.

Ágúst Ólafur Ágústsson.

Atli Gíslason.


Sigurður Kári Kristjánsson.

Siv Friðleifsdóttir.

Karl V. Matthíasson.


Jón Magnússon.