Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 232. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Prentað upp.

Þskj. 1067  —  232. mál.
Leiðréttur texti.




Nefndarálit


um frv. til l. um breyt. á l. um meðferð einkamála, nr. 91 31. desember 1991 (Haagsamningar á sviði réttarfars).

Frá allsherjarnefnd.

    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Rögnu Árnadóttur frá dómsmálaráðuneyti og Benedikt Bogason fyrir hönd réttarfarsnefndar.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um meðferð einkamála í því skyni að fullgilda þrjá alþjóðasamninga á sviði einkamálaréttarfars.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:

    Við 4. gr.
     a.      A-liður orðist svo: Í stað orðanna „eða aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu“ í a-lið 1. mgr., sbr. 3. gr. laga nr. 72/2003, kemur: aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða aðildarríkis Haagsamnings um einkamálaréttarfar frá 1. mars 1954.
     b.      Á eftir orðinu „undanþeginn“ í efnismálsgrein b-liðar komi: því.

    Sigurður Kári Kristjánsson og Karl V. Matthíasson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 20. maí 2008.


Birgir Ármannsson,

form., frsm.

Ágúst Ólafur Ágústsson.

Atli Gíslason.


Ellert B. Schram.

Siv Friðleifsdóttir.

Ólöf Nordal.


Jón Magnússon.