Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 287. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1071  —  287. mál.
Breytingartillögur


við frv. til l. um leikskóla.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.


     1.      Við 2. gr. Á eftir orðunum „að stuðla að“ í c-lið 2. mgr. komi: virðingu fyrir mannréttindum, auka.
     2.      Við 6. gr.
                  a.      1. málsl. 2. mgr. orðist svo:
                      Leikskólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólakennari skulu hafa menntun leikskólakennara, sbr. lög um menntun og ráðningu kennara, skólastjórnenda og náms- og starfsráðgjafa við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
                  b.      Við bætist ný málsgrein er verði 3. mgr., svohljóðandi:
                      Náms- og starfsráðgjafi skal hafa menntun náms- og starfsráðgjafa, sbr. lög um menntun og ráðningu kennara, skólastjórnenda og náms- og starfsráðgjafa við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.
     3.      Við bætist nýr kafli, IV. kafli Nemendur, með tveimur nýjum greinum, 9. og 10. gr., svohljóðandi:
                      a. (9. gr.)

Réttur nemenda.

                  Allir nemendur leikskóla eiga rétt á verkefnum sem taka mið af aldri þeirra, andlegri og líkamlegri getu í hvetjandi námsumhverfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og vellíðan barnahópsins. Nemendur leikskóla eiga rétt á því að njóta bernsku sinnar, hæfileika og finna til öryggis í öllu starfi á vegum leikskólans. Leita skal sjónarmiða nemenda leikskóla varðandi námsumhverfi þeirra og starfs innan leikskólans.
                 b. (10. gr.)

Nemendur með sérþarfir.

                  Nemendur eiga rétt á því að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum leikskólum án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis.
                  Heyrnarlausum nemendum skal tryggt málumhverfi svo þeir fái notið þeirrar menntunar og leikskilyrða sem leikskólinn hefur upp á að bjóða.
                  Leikskólar geri móttökuáætlun vegna barna sem hafa annað móðurmál en íslensku eða nota táknmál. Tryggja skal að þessir nemendur og foreldrar þeirra fái aðgang að upplýsingum um leikskólastarfið og framvindu þess.
     4.      Við 9. gr., er verði 11. gr. Orðin „leitast við að“ í 2. mgr. falli brott.
     5.      Við 24. gr., er verði 26. gr. Við greinina bætist tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Stofnun og rekstur leikskóla skal vera á kostnað og í umsjón sveitarstjórna og sjá þær um framkvæmd þessara laga hver í sínu sveitarfélagi. Ekki skal innheimt gjald fyrir leikskólavist barna, þó er sveitarfélögum heimilt að gera samkomulag um greiðslu kostnaðar við leikskólavist einstakra barna sem njóta leikskólavistar í öðru sveitarfélagi en lögheimilissveitarfélagi, slíkt gjald skal endurspegla raunkostnað viðtökusveitarfélags.
     6.      Á eftir 24. gr., er verði 26. gr., komi tvær nýjar greinar, er verði 27. og 28. gr., svohljóðandi.
                      a. (27. gr.)

Skólaakstur.

                  Sveitarfélög bera ábyrgð á skipulagi skólaaksturs þar sem hann á við og standa straum af kostnaðinum. Ráðherra setur nánari reglur um tilhögun skólaaksturs í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skólaakstur skal vera nemendum að kostnaðarlausu.
                  b. (28. gr.)

Skólamálsverðir.

                  Leikskólar skulu sjá nemendum fyrir málsverði á skólatíma í samræmi við opinber manneldismarkmið. Málsverður samkvæmt þessari grein skal vera nemendum að kostnaðarlausu.
     7.      Við 25. gr., er verði 29. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist tveir nýir málsliðir er verði 2. og 3. málsl. og orðist svo: Tryggt verði að félag það er stendur að rekstri skóla samkvæmt þessari grein sé ekki rekið í hagnaðarskyni. Leikskólar sem fá leyfi til að starfa samkvæmt þessari grein heyra undir skólanefndir sveitarfélaganna, sbr. 4. gr.
                  b.      4. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  c.      5. málsl. 1. mgr., er verði 6. málsl., orðist svo: Leikskólar sem reknir eru samkvæmt þessari grein skulu fjármagnaðir af sveitarfélögunum, sbr. 26. gr., og er óheimilt að innheimta gjöld fyrir leikskólavist.
                  d.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Leyfi annarra en sveitarfélaga til reksturs leikskóla.
     8.      27. gr. falli brott.
     9.      Við 28. gr., er verði 31. gr. 2. og 3. málsl. 3. mgr. orðist svo: Skal stjórnandi slíkrar stofnunar hafa leyfisbréf til kennslu á leik- og grunnskólastigi. Heimilt er að sækja um undanþágu frá ákvæði þessu til menntamálaráðherra fáist ekki stjórnandi sem uppfyllir framangreind skilyrði.
     10.      Fyrirsögn IX. kafla, er verði X. kafli, verði: Ábyrgð sveitarfélaga og tilkynningar.
     11.      Við 30. gr., er verði 33. gr. Orðin „og um gjaldtöku fyrir vist í leikskóla, sbr. 27. gr.“ í 1. mgr. falli brott.