Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 338. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1136  —  338. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 97/2002, um atvinnuréttindi útlendinga og lögum nr. 47/1993, um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum.

Frá félags- og tryggingamálanefnd.



     1.      Við 7. gr.
                  a.      Við a-lið. 5. mgr. verði svohljóðandi:
                     Óheimilt er að veita útlendingi sem haft hefur tímabundið atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu leyfi samkvæmt ákvæðinu að nýju fyrr en að lokinni tveggja ára samfelldri dvöl erlendis frá lokum gildistíma leyfisins. Þetta ákvæði á þó ekki við þegar útlendingur starfar hér á landi skemur en sex mánuði á hverjum tólf mánuðum eða þegar útlendingur skiptir um atvinnurekanda skv.16. gr.
                  b.      Við b-lið.
                      1.      Í stað orðanna „eitt ár“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: tvö ár.
                      2.      3 mgr. falli brott.
                  c.      Við d-lið.
                      1.      Við bætist ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
                             Heimilt er að veita tímabundið atvinnuleyfi vegna starfa útlendings sem náð hefur 18 ára aldri hafi hann dvalið hér á landi á grundvelli dvalarleyfis fyrir aðstandendur eða búsetuleyfis samkvæmt lögum um útlendinga fyrir 18 ára aldur, að uppfylltum skilyrðum 1. mgr. 7. gr. Við veitingu atvinnuleyfis samkvæmt ákvæði þessu er þó heimilt að víkja frá skilyrðum a-, b- og e-liða 1. mgr. 7. gr. Skilyrði er að áður hafi verið veitt dvalarleyfi samkvæmt ákvæðum laga um útlendinga um dvalarleyfi fyrir aðstandendur.
                      2.      Við bætist ný málsgrein, 4. mgr., svohljóðandi:
                               Ef hjúskap, staðfestri samvist eða sambúð er slitið vegna þess að útlendingur eða barn hans hefur sætt misnotkun eða ofbeldi í sambandinu er heimilt að framlengja atvinnuleyfi samkvæmt ákvæði þessu. Skilyrði er að áður hafi verið endurnýjað dvalarleyfi skv. 6. mgr. 13. gr. laga um útlendinga, nr. 96/2002.
                  d.      Við e-lið.
                      1.      1. mgr. hljóði svo:
                             Heimilt er að veita tímabundið atvinnuleyfi vegna starfa útlendings sem stundar nám hér á landi. Skilyrði fyrir veitingu atvinnuleyfis samkvæmt ákvæði þessu eru m.a. eftirfarandi:
                        a.     skilyrði c- og d-liða 1. mgr. 7. gr. séu uppfyllt og
                        b.    útlendingi hafi verið veitt dvalarleyfi vegna náms samkvæmt lögum um útlendinga.
                      2.      Orðin „ráðningartíma samkvæmt námssamningi eða“ í 2. mgr. falli brott.
     2.      Í stað orðanna „Lög þessi öðlast þegar gildi“ í 24. gr. komi: Lög þessi öðlast gildi 1. ágúst 2008.