Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 337. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Prentað upp.

Þskj. 1152  —  337. mál.
Leiðrétting.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um útlendinga, nr. 96 15. maí 2002, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar (BÁ, ÁÓÁ, SKK, BJJ, ÓN, KVM, JM).



     1.      Við 4. gr. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þegar stjórnvald telur sérstaka ástæðu til er heimilt að óska eftir umsögn lögreglu til að afla upplýsinga um sakaferil gestgjafa í því skyni að meta hvort umsóknar skuli synjað á grundvelli þessa ákvæðis.
     2.      Við 6. gr. 2. málsl. 2. mgr. orðist svo: Umsækjandi skal undirrita umsóknina eigin hendi þar sem m.a. komi fram að hann samþykki að gangast undir læknisskoðun innan tveggja vikna frá komu til landsins í samræmi við gildandi lög og fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda.
     3.      Við 7. gr. 4. og 5. málsl. orðist svo: Í því skyni að unnt sé að bera kennsl á rétthafa dvalarleyfis og staðreyna að handhafi þess sé sá sem hann kveðst vera skal tekin stafræn mynd af umsækjanda og prentuð á skírteinið. Í sama tilgangi er dómsmálaráðherra heimilt að ákveða að dvalarleyfisskírteini skuli innihalda örflögu með þeim upplýsingum sem skráðar eru á kortið auk fingrafara handhafa.
     4.      Við 10. gr.
                  a.      Síðari málsliður 3. mgr. f-liðar falli brott.
                  b.      Við 1. mgr. g-liðar bætist: eða vegna sérstakra tengsla hans við landið.
     5.      Við 11. gr.
                  a.      Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Útlendingastofnun er heimilt að afla sakavottorðs aðstandanda í því skyni að meta hvort umsóknar skuli synjað á grundvelli þessa ákvæðis.
                  b.      5. mgr. orðist svo:
                     Dvalarleyfi samkvæmt ákvæði þessu skal í fyrsta skipti eigi veitt til lengri tíma en eins árs. Dvalarleyfi aðstandanda útlendings, sem dvelst hér á landi á grundvelli dvalar- eða búsetuleyfis, getur þó aldrei gilt lengur en leyfi þess síðarnefnda. Heimilt er að endurnýja dvalarleyfi á grundvelli þessa ákvæðis samkvæmt umsókn ef skilyrði þess eru enn uppfyllt. Þá er heimilt að endurnýja dvalarleyfi útlendings sem dvalið hefur hér á landi á grundvelli ákvæðisins fram að 18 ára aldri en missir rétt til dvalar á grundvelli þess við 18 ára aldur, enda séu skilyrði 1. mgr. 11. gr. uppfyllt og hann stundar annaðhvort nám eða störf hér á landi.
                  c.      Við bætist ný málsgrein er verði 6. mgr., svohljóðandi:
                     Ef hjúskap, staðfestri samvist eða sambúð er slitið vegna þess að útlendingur eða barn hans hefur sætt misnotkun eða ofbeldi í sambandinu er, þegar sérstaklega stendur á og ríkar sanngirnisástæður mæla með, jafnframt heimilt að endurnýja dvalarleyfi samkvæmt ákvæði þessu þrátt fyrir breyttar forsendur dvalar hér á landi að uppfylltum skilyrðum 1. mgr. 11. gr. Skal þá m.a. litið til lengdar hjúskapar, staðfestrar samvistar eða sambúðar og tengsla útlendings við landið.
                  d.      7. mgr. orðist svo:
                     Dvalarleyfi sem aðstandandi fær samkvæmt þessu ákvæði getur verið grundvöllur búsetuleyfis nema útlendingurinn sem hann leiðir rétt sinn af hafi dvalarleyfi sem skapar ekki slíkan grundvöll.
     6.      Við 12. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ef sérstaklega stendur á er þó heimilt að víkja frá skilyrði um trygga framfærslu skv. a-lið 1. mgr. 11. gr. hafi framfærsla verið ótrygg um skamma hríð vegna atvinnuleysis, slyss eða veikinda og ríkar sanngirnisástæður mæla með því.
     7.      Við 13. gr. Í stað orðanna „2. mgr. 14. gr.“ í 4. mgr. komi: 2. og 3. mgr. 14. gr.
     8.      Við 18. gr. Greinin orðist svo:
             Ef útlendingur neitar að gefa upp hver hann er, rökstuddur grunur er um að útlendingur gefi rangar upplýsingar um hver hann er eða hann sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að af honum stafi hætta er heimilt að handtaka útlendinginn og úrskurða í gæsluvarðhald samkvæmt reglum laga um meðferð opinberra mála, eftir því sem við á. Einnig getur lögregla lagt fyrir hann að tilkynna sig eða halda sig á ákveðnu afmörkuðu svæði.
     9.      Á eftir 18. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
              Í stað orðanna „5. mgr. 6. gr.“ í 1. mgr. 30. gr. laganna kemur: 8. mgr. 6. gr.
     10.      Við 25. gr. Í stað orðanna „gefur Útlendingastofnun út staðfestingu“ í 4. mgr. komi: skal gefin út staðfesting.
     11.      Á eftir 32. gr. komi ný grein, svohljóðandi:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


             Með lögum þessum er m.a. innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/38/ EB um rétt ríkisborgara ríkja Evrópusambandsins og fjölskyldna þeirra til frjálsrar farar og dvalar eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2007 frá 7. desember 2007 um breytingu á V. viðauka (Frelsi launþega til flutninga) og VIII. viðauka (Staðfesturéttur) við EES-samninginn frá 2. maí 1992. Jafnframt er ríkisstjórninni heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd áðurgreinda ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.
     12.      Við 33. gr. Í stað orðanna „1. júní 2008“ komi: 1. ágúst 2008.