Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 327. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1156  —  327. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum.

Frá umhverfisnefnd.     1.      Við 2. gr.
                  a.      1. mgr. a-liðar orðist svo:
                     Söfnunarstöðvar sveitarfélaga skulu hafa aðstöðu fyrir móttöku á raf- og rafeindatækjaúrgangi frá heimilum eins og nánar er kveðið á um í reglugerð. Ber þeim að taka við slíkum úrgangi frá heimilum gjaldfrjálst. Sveitarfélögum er heimilt að innheimta gjald fyrir afnot skilakerfa af slíkri aðstöðu í samræmi við gjaldskrá sem ráðherra setur að fenginni tillögu stýrinefndar og umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
                  b.      Orðin „og geymslu þar“ í 2. málsl. 1. mgr. b-liðar falli brott.
                  c.      Á eftir orðunum „innflytjenda á“ í 4. málsl. 1. mgr. b-liðar, komi: geymslu og.
                  d.      Við 1. mgr. e-liðar bætist nýr stafliður, er verði a-liður, svohljóðandi: kosta geymslu raf- og rafeindatækjaúrgangs frá heimilum á söfnunarstöðvum sveitarfélaga.
                  e.      Á eftir orðunum „Skilakerfi skal“ í 3. mgr. e-liðar komi: kosta geymslu.
                  f.      4. mgr. e-liðar falli brott.
                  g.      Í stað „2. málsl. 5. mgr.“ í 6. mgr. e-liðar, er verði 5. mgr., komi: 2. málsl. 4. mgr.
                  h.      2. og 3. málsl. 1. mgr. f-liðar falli brott.
                  i.      Við f-lið bætist tvær nýjar málsgreinar er verði 2. og 3. mgr., svohljóðandi:
                     Umhverfisráðherra skipar fimm manna stýrinefnd raf- og rafeindatækjaúrgangs. Skulu fjórir skipaðir samkvæmt tilnefningum frá Félagi íslenskra stórkaupmanna, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Samtökum verslunar og þjónustu og einn án tilnefningar sem er formaður nefndarinnar og skal hafa sérþekkingu á samkeppnismálum.
                     Stýrinefnd getur leitað hagkvæmra leiða til þess að söfnun, móttaka og meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs frá heimilum fari fram með landfræðilega skynsömum hætti. Ber henni að leita eftir áliti Samkeppniseftirlits.
                  j.      G-liður 2. mgr. f-liðar, er verði 4. mgr., orðist svo: móta stefnu um starfsemi sína, svo sem helstu áherslur, verkefni og starfshætti, og leggja fyrir ráðherra til staðfestingar.
                  k.      4. mgr. f-liðar, er verði 6. mgr., orðist svo:
                     Stýrinefnd skal innheimta gjald af skilakerfum til að standa undir kostnaði við uppbyggingu og rekstur stýrinefndar sem hlýst af ákvæðum laga þessara, svo sem stofnkostnaði, rekstri skráningarkerfis, sbr. 20. gr., og kostnaði við störf stýrinefndar. Skal gjaldið vera í samræmi við markaðshlutdeild þeirra innflytjenda og framleiðenda sem aðild eiga að viðkomandi skilakerfi. Skilakerfi geta óskað eftir upplýsingum frá stýrinefnd um samsetningu gjalda. Gjöld mega ekki vera hærri en sem nemur rökstuddum kostnaði við veitta þjónustu.
                  l.      5. mgr. f-liðar falli brott.
                  m.      Við g-lið bætist ný málsgrein er verði 2. mgr., svohljóðandi:
                     Stýrinefnd getur falið öðrum aðila að annast hlutverk stýrinefndar skv. a–d-lið 4. mgr. 19. gr. með samningi. Skulu ákvæði laganna um heimildir og skyldur stýrinefndarinnar einnig gilda um samningsaðilann, svo sem um þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 21. gr.
                  n.      A-liður 1. mgr. i-liðar orðist svo: fjölda gámastæða sem til staðar skulu vera fyrir skilakerfi á söfnunarstöðvum sveitarfélaga, sbr. 14. gr.
     2.      Við 6. gr.
                  a.      Í stað orðanna „1. júní 2008“ komi: 1. október 2008.
                  b.      Í stað orðanna „1. nóvember 2008“ komi: 1. janúar 2009.
     3.      Við 7. gr. Greinin orðist svo:
                  Við 15. gr. laga nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, bætist ný málsgrein er verði 5. mgr., svohljóðandi:
                  Úrvinnslusjóði er heimilt að gera samninga um að taka að sér verkefni sem falla undir lög um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Slíkir samningar skulu samþykktir af ráðherra.