Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 499. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Nr. 13/135.

Þskj. 1175  —  499. mál.


Þingsályktun

um fullgildingu þriggja Haag-samninga á sviði réttarfars.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um einkamálaréttarfar frá 1. mars 1954, samning um birtingu erlendis á réttarskjölum og utanréttarskjölum í einkamálum og verslunarmálum frá 15. nóvember 1965 og samning um öflun sönnunargagna erlendis í einkamálum og verslunarmálum frá 18. mars 1970. Samningar þessir voru allir gerðir í Haag.

Samþykkt á Alþingi 28. maí 2008.