Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 515. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1192  —  515. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, og lögum nr. 86/2007, um skattlagningu kaupskipaútgerðar, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 28. maí.)



I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.
1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
     a.      Við 2. mgr. 5. tölul. 1. mgr. bætist: með jafnri fjárhæð á þrjú ár frá og með því reikningsári þegar gengishagnaður fellur til.
     b.      4. tölul. 2. mgr. orðast svo: Áfallinn gengishagnað á hverja úttekt af reikningi í innlánsstofnunum, sbr. 1. tölul., eða afborgun af kröfu í erlendum gjaldmiðli skal færa til tekna. Heimilt skal þó að miða við stöðu innlánsreiknings í upphafi og í lok árs og á innborgunar- eða úttektardegi innan ársins. Nánari reglur hér að lútandi getur fjármálaráðherra sett.

2. gr.

    Við 2. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna bætist: eða eru starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.

3. gr.

    Við 2. mgr. 4. tölul. 1. mgr. 49. gr. laganna bætist: með jafnri fjárhæð á þrjú ár frá og með því reikningsári sem gengistap fellur til.

4. gr.

    Orðin „eða vangefið“ í 2. tölul. 1. mgr. 65. gr. laganna falla brott.

5. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „ 10/ 38“ í 4. málsl. 2. mgr. A-liðar 67. gr. laganna kemur:  10/ 36.

6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 68. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðanna „2.415.492“ og „1.207.746“ í 4. mgr. A-liðar kemur: 3.600.000; og: 1.800.000.
     b.      Í stað hlutfallstalnanna „6%“ og „8%“ í 4. mgr. A-liðar kemur: 5%; og: 7%.
     c.      Í stað fjárhæðanna „5.273.425“ og „8.437.481“ í 4. mgr. B-liðar kemur: 7.119.124; og: 11.390.599.

7. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 70. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „2., 3. og 7. tölul. 3. gr.“ í 1. málsl. 2. tölul. kemur: 2. og 3. tölul. 3. gr.
     b.      Við 2. tölul. 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Tekjuskattur aðila sem um ræðir í 7. tölul. 3. gr. skal nema 10% af tekjuskattsstofni þeirra.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 71. gr. laganna:
     a.      Í stað hlutfallstölunnar „18%“ í 1. mgr. kemur: 15%.
     b.      Í stað hlutfallstölunnar „26%“ í 2. mgr. kemur: 23,5%.

9. gr.

    Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:

    a. (I.)
    Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. A-liðar 67. gr. laganna skulu breytingar á persónuafslætti manna, sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., ákvarðaðar með eftirfarandi hætti:
     1.      Persónuafsláttur manna sem tekur gildi í upphafi ársins 2009 skal ákvarðaður þannig að við fjárhæð persónuafsláttar sem fundinn er samkvæmt ákvæðum 2. málsl. 1. mgr. A-liðar 67. gr. skal bætt 24.000 kr.
     2.      Persónuafsláttur manna sem tekur gildi í upphafi ársins 2010 skal ákvarðaður þannig að við fjárhæð persónuafsláttar sem fundinn er samkvæmt ákvæðum 2. málsl. 1. mgr. A-liðar 67. gr. skal bætt 24.000 kr.
     3.      Persónuafsláttur manna sem tekur gildi í upphafi ársins 2011 skal ákvarðaður þannig að við fjárhæð persónuafsláttar sem fundinn er samkvæmt ákvæðum 2. málsl. 1. mgr. A-liðar 67. gr. skal bætt 36.000 kr.

    b. (II.)
    Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna skulu viðmiðunarfjárhæðir sem þar eru tilgreindar sem skerðingarmörk barnabóta vera 2.880.000 kr. og 1.440.000 kr. við álagningu barnabóta á árinu 2008 vegna tekna á árinu 2007.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur,
með síðari breytingum.

10. gr.

    1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Ekki skal telja gengishagnað að frádregnu gengistapi af reikningi í innlánsstofnunum til stofns til staðgreiðslu.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 86/2007, um skattlagningu kaupskipaútgerðar.
11. gr.

    Í stað hlutfallstölunnar „18%“ í 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: 15%.

12. gr.

    Ákvæði a-liðar 1. gr. og 3. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2008 vegna tekna á árinu 2007.
    Ákvæði 2. og 4. gr. öðlast þegar gildi.
    Ákvæði a-liðar 6. gr. öðlast gildi 1. janúar 2009 og kemur til framkvæmda við álagningu og greiðslu barnabóta á árinu 2009 vegna tekna á árinu 2008.
    Ákvæði b- og c-liðar 6. gr. öðlast gildi 1. janúar 2008 og koma til framkvæmda við álagningu barnabóta og vaxtabóta á árinu 2008 vegna tekna og eigna á árinu 2007.
    Ákvæði b-liðar 1. gr., 5., 7. og 10. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2009 vegna tekna á árinu 2008.
    Ákvæði 8. og 11. gr. öðlast gildi 1. janúar 2008 og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2009 hjá þeim lögaðilum sem hafa almanaksárið sem reikningsár og hjá þeim sem hafa upphaf reikningsárs 1. febrúar 2008 eða síðar á því ári.
    Ákvæði til bráðabirgða í 9. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda eins og þar greinir.