Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 535. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Nr. 18/135.

Þskj. 1226  —  535. mál.


Þingsályktun

um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda.


    Alþingi ályktar að við framkvæmdir í málefnum innflytjenda verði fylgt eftirfarandi áætlun sem hefur það að markmiði að betur verði tekið á móti erlendu fólki sem flyst til landsins og því auðveldað að verða virkir þátttakendur í íslensku samfélagi og rækta menningu sína.

Verkefni stjórnvalda.

    Eftirfarandi eru verkefni sem unnið skal að til að tryggja réttindi íbúa af erlendum uppruna, aðgang þeirra að opinberri þjónustu og aðlögun:

1. Löggjöf um aðlögun innflytjenda.
1.1    Samning frumvarps um aðlögun innflytjenda.

2. Upplýsingar um innflytjendamál.
2.1    Gagnagrunnur um innflytjendamál.
2.2    Gagnabanki rannsókna um innflytjendamál.
2.3    Viðhorfskannanir meðal innflytjenda.
2.4    Könnun á viðhorfum til innflytjenda.
2.5    Launajafnrétti fyrir alla.

3. Upplýsingamiðlun til innflytjenda.
3.1    Endurskoðun upplýsingamiðlunar til innflytjenda.
3.2    Upplýsingavefurinn mcc.is.
3.3    Hlekkur við Island.is.
3.4    Bæklingurinn Fyrstu skrefin.
3.5    Aðgengilegar upplýsingar um réttindi á nokkrum tungumálum.
3.6    Öryggi á heimilum.
3.7    Þýðing á leiðakerfi neytenda.
3.8    Þýðing á upplýsingum um íslenskan landbúnað.
3.9    Þýðing á upplýsingum um starfsfræðslunámskeið fiskvinnslunnar.
3.10    Upplýsingamiðlun um fasteignaviðskipti.
3.11    Upplýsingar fyrir alla.
3.12    Netaðgangur innflytjenda.

4. Dvalar- og atvinnuleyfi.
4.1    Einföldun skráningar ríkisborgara ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins.
4.2    Samræming laga um útlendinga, nr. 96/2002, og laga um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002.
4.3    Aukið eftirlit með dvalar- og atvinnuleyfum borgara utan Evrópska efnahagssvæðisins.
4.4    Endurskoðun löggjafar.

5. Túlkaþjónusta.
5.1    Verklagsreglur menntamálaráðuneytis um túlkaþjónustu.
5.2    Verklagsreglur Vinnueftirlits ríkisins um túlkaþjónustu.
5.3    Verklagsreglur um túlkaþjónustu í heilbrigðisþjónustu.
5.4    Túlkaþjónusta fyrir þá sem búa við fötlun og þurfa á sértækri þjónustu að halda.
5.5    Verklagsreglur um túlka- og þýðingaþjónustu við greiningu fatlaðra barna.
5.6    Fræðsla fyrir túlka.
5.7    Námskeið fyrir túlka.
5.8    Verklagsreglur Barnaverndarstofu um túlkaþjónustu.

6. Móttaka við búsetuflutning.
6.1    Fyrirmynd að móttökuáætlun sveitarfélaga.
6.2    Símiðlun upplýsinga um aðflutta útlendinga til sveitarfélaga.

7. Ríki og sveitarfélög sem atvinnurekendur.
7.1    Viðurkenning á erlendri starfsmenntun og námi á vegum menntamálaráðuneytis.
7.2    Viðurkenning á erlendri starfsmenntun og námi heilbrigðisstétta.
7.3    Nám og símenntun heilbrigðisstétta.
7.4    Fræðsluátak fyrir starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaga.
7.5    Fjölmenningarfræðsla starfsfólks Orkustofnunar.
7.6    Fjölmenningarfræðsla starfsfólks Íbúðalánasjóðs.
7.7    Fjölgun starfsmanna lögreglu með fjölmenningarbakgrunn.
7.8    Námskeið í Lögregluskóla ríkisins um málefni útlendinga.

8. Atvinnumál og atvinnuþátttaka.
8.1    Bætt eftirlit með vinnustöðum.
8.2    Fræðsla til atvinnurekenda.
8.3    Hert eftirlit með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi í þeim starfsgreinum þar sem fjöldi erlendra starfsmanna er mikill.
8.4    Útgáfa og miðlun upplýsinga.
8.5    Námskeið fyrir erlenda starfsmenn.
8.6    Aðgengi að vinnumarkaðsaðgerðum.
8.7    Áætlun um stuðning við innflytjendur á unglingsaldri.
8.8    Námskeið um stofnun fyrirtækja og framkvæmd viðskiptahugmyndar.

9. Skattamál.
9.1    Samræming á gildistíma skattkorta og dvalar- og atvinnuleyfa.
9.2    Framtalslaus skattskil útlendinga.
9.3    Uppgjör útlendinga á brottflutningsári.
9.4    Sérstök skattkort fyrir útlendinga sem koma til tímabundinna starfa.
9.5    Þýðing upplýsinga og gagna um skattamál.
9.6    Upplýsingavefur um skattamál.

10. Menntamál.
10.1    Áætlun um innritun og móttöku barna af erlendum uppruna í leik-, grunn- og framhaldsskólum.
10.2    Kennsla í íslensku sem öðru tungumáli í grunn- og framhaldsskólum.
10.3    Endurskoðun aðalnámskrár í íslensku sem öðru tungumáli (ÍSA) fyrir framhaldsskóla.
10.4    Þróun og útgáfa námsgagna.
10.5    Útgáfa Lexin orðabókar/myndaorðabókar.
10.6    Úttekt á stöðu innflytjenda í framhaldsskólum.
10.7    Fjárveiting til framhaldsskóla vegna nemenda með annað móðurmál en íslensku.
10.8    Þýðingar á upplýsingum um framhaldsskólastigið.
10.9    Þýðingar á upplýsingum um innritunarferli á framhaldsskólastigi.
10.10    Viðurkenning móðurmáls í grunn- og framhaldsskólum ef annað en íslenska.
10.11    Bækur á móðurmáli.
10.12    Aukin tengsl skóla við heimili barna af erlendum uppruna.
10.13    Skilgreining á kröfum til kennara í íslensku sem annað tungumál.
10.14    Þjálfun í kennslu ÍSA í kennaranámi.

11. Heilbrigðisþjónusta.
11.1    Umburðarbréf til stjórnenda heilbrigðisstofnana.
11.2    Endurskoðun skráninga í heilbrigðiskerfi.
11.3    Áætlun um mæðraskoðun og ungbarnaeftirlit.
11.4    Upplýsingar fyrir alla.
11.5    Útgáfa upplýsingaefnis.
11.6    Upplýsingamiðlun heilbrigðisstofnana.
11.7    Heilbrigðisskoðanir innflytjenda.
11.8    Forvarnir fyrir alla.

12. Félagsþjónusta.
12.1    Félagsþjónusta fyrir alla.
12.2    Endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

13. Málefni fatlaðra.
13.1    Aðgengilegar upplýsingar um réttindi.
13.2    Sérstakt fræðsluefni fyrir hópa og einstaklinga.
13.3    Gagnvirkt vefumhverfi á þremur tungumálum.
13.4    Samstarfsverkefni um tengsl við hagsmunasamtök fatlaðra.
13.5    Upplýsingamiðlun til innflytjenda.
13.6    Áætlun um þýðingar á greiningarskýrslum.
13.7    Fagorðabanki.

14. Barnavernd.
14.1    Leiðarljós fyrir barnaverndarnefndir sveitarfélaga.
14.2    Skráning barnaverndarmála vegna barna af erlendum uppruna.
14.3    Upplýsingar til foreldra barna af erlendum uppruna.
14.4    Tilmæli og leiðbeiningar til meðferðarheimila vegna barna af erlendum uppruna.

15. Íslenskunám fyrir fullorðna.
15.1    Styrkir til íslenskukennslu.
15.2    Styrkir vegna námsefnis til íslenskukennslu sem er ætlað innflytjendum.
15.3    Mat á gæðum íslenskunámskeiða fyrir útlendinga.
15.4    Starfstengt íslenskunámskeið fyrir fiskvinnslufólk.
15.5    Lesfærni og íslenskunám innflytjenda.

16. Gegn fordómum og mismunun.
16.1    Átak gegn fordómum.
16.2    Fræðsla gegn fordómum.
16.3    Samfélagsfræðsla til innflytjenda.
16.4    Fræðsla um jafnréttismál.

Samþykkt á Alþingi 29. maí 2008.