Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 515. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1229  —  515. mál.
Framhaldsnefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/2003, um tekjuskatt, lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, og lögum nr. 86/2007, um skattlagningu kaupskipaútgerðar, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og skattanefnd.    Málinu var vísað til nefndarinnar að lokinni 2. umræðu og hefur hún fjallað um málið á ný og fengið á sinn fund Maríönnu Jónasdóttur og Ingibjörgu Helgu Helgadóttur, Jónu Björk Guðnadóttur, Braga Gunnarsson og Stefán H. Stefánsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja.
    Nefndin fjallaði um tvö atriði frumvarpsins eins og það er eftir 2. umræðu, annað varðar skattalega meðferð gengishagnaðar og gengistaps en hitt varðar skattalega meðferð gengishagnaðar af hlutdeildarskírteinum sem skráð eru í erlendum gjaldmiðli.
    Eftir vandaða skoðun telur nefndin að um afturvirkni skattalaga kunni að vera að ræða og að eðlilegt sé að þær greinar frumvarpsins sem varða skattalega meðferð gengisbreytinga, sbr. a-lið 1. gr. og 3. gr., taki gildi 1. janúar 2009 og komi til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2010. Með hliðsjón af hagsmunum atvinnulífsins sem gerð er grein fyrir í fyrra áliti nefndarinnar leggur hún jafnframt til að við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sambærilegt við það sem sett var með lögum nr. 48/2006. Í ákvæðinu felst að heimilt verður að dreifa gengishagnaði rekstraráranna 2007 og 2008 jafnt á þrjú rekstrarár að greindum skilyrðum. Heimildin tekur ekki til fjármálafyrirtækja.
    Í tilefni af ítarlegum athugasemdum Samtaka fjármálafyrirtækja tók nefndin á ný til vandaðrar skoðunar þá breytingu sem hún lagði til við 2. umræðu málsins og varðar skattalega meðferð gengishagnaðar af hlutdeildarskírteinum.
    Við þá skoðun kom í ljós að skattframkvæmdin, eins og yfirskattanefnd hafði úrskurðað um í apríl sl., nær betur því markmiði að tryggja jafnræði milli sparnaðarforma á gjaldeyrisreikningum og hlutdeildarskírteinum í erlendri mynt þegar kemur að staðgreiðslu skatta. Því leggur nefndin til að fyrri breyting verði felld úr gildi.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 29. maí 2008.Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Ellert B. Schram.


Bjarni Benediktsson.Gunnar Svavarsson.


Magnús Stefánsson.


Ragnheiður E. Árnadóttir.Lúðvík Bergvinsson.


Paul Nikolov.


Jón Bjarnason.