Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 107. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Nr. 20/135.

Þskj. 1294  —  107. mál.


Þingsályktun

um að fordæma mannréttindabrot og hvetja bandarísk yfirvöld til að loka fangabúðunum í Guantanamo.


    Alþingi fordæmir ómannúðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu, hvetur til þess að búðunum verði lokað og felur ríkisstjórninni að koma þeirri afstöðu á framfæri við bandarísk stjórnvöld.

Samþykkt á Alþingi 30. maí 2008.