Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 662. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1326  —  662. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 97/2008, um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum.

Frá heilbrigðisnefnd.1. gr.

    Við 13. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skal ákvæði 10. gr., hvað varðar smásöluaðila, taka gildi 1. janúar 2009.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Með frumvarpinu er lagt til að frestað verði að hluta gildistöku 10. gr laga nr. 97/2008, um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum, til 1. janúar 2009 og þá eingöngu hvað varðar smásölu lyfja. Þær breytingar er snúa að afslætti af lyfjum í smásölu haldist þannig í hendur við nýtt greiðsluþátttökukerfi lyfja sem fyrirhugað er að komi til framkvæmda á sama tíma.