Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 613. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1328  —  613. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um sjúkratryggingar.

Frá meiri hluta heilbrigðisnefndar (ÁMöl, ÁÓÁ, PHB, ÁPÁ, RR, EBS).



     1.      Við 5. gr. Á eftir 4. tölul. 3. mgr. komi nýr töluliður, svohljóðandi: Að hafa eftirlit með gæðum og árangri starfsemi þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu samkvæmt samningum, sbr. IV. kafla.
     2.      Við 56. gr. Í stað orðanna „1. september 2008“ í 1. mgr. komi: 1. október 2008.
     3.      Við 57. gr.
                  a.      Á eftir 1. tölul. komi fjórir nýir töluliðir sem verði 2.–5. tölul., svohljóðandi:
                  2.     Við 2. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sjúkratryggingastofnunin, sbr. lög um sjúkratryggingar, annast framkvæmd slysatrygginga samkvæmt lögum þessum.
                  3.     Á eftir orðunum „Tryggingastofnun ríkisins“ í 2. mgr. 8. gr., 3. mgr. 9. gr. og 1. málsl. 3. mgr. 12. gr. laganna kemur: eða eftir atvikum sjúkratryggingastofnunin.
                 4.     Á eftir orðunum „Tryggingastofnun ríkisins“ í 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: eða eftir atvikum sjúkratryggingastofnuninni.
                  5.     Á eftir orðunum „Tryggingastofnun ríkisins“ í 1. málsl. 1. mgr., 1. málsl. 2. mgr. og 3. mgr. 14. gr. laganna kemur: eða eftir atvikum sjúkratryggingastofnuninni.
                  b.      Á eftir 2. tölul., sem verði 6. tölul., komi nýr töluliður, 7. tölul., svohljóðandi: Í stað orðsins „Tryggingastofnunin“ í 1. málsl. og lokamálslið 1. mgr. 28. gr. laganna og orðsins „Tryggingastofnunarinnar“ í 1. og 2. málsl. sömu málsgreinar kemur: sjúkratryggingastofnunin; og: sjúkratryggingastofnunarinnar.
                  c.      Á eftir 3. tölul., sem verði 8. tölul., komi þrír nýir töluliðir sem verði 9.–11. tölul., svohljóðandi:
                  9.     Í stað orðanna „Tryggingastofnun ríkisins“ í 2. mgr. 33. gr. laganna kemur: Sjúkratryggingastofnuninni.
             10.     Í stað orðsins „Tryggingastofnuninni“ í 1. málsl. 5. mgr. 34. gr. laganna kemur: sjúkratryggingastofnuninni.
             11.     Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
                       a.     Í stað orðanna „Tryggingastofnun ríkisins“ í 2. mgr. kemur: Sjúkratryggingastofnunin.
                       b.     Í stað orðsins „Tryggingastofnunar“ í 2. málsl. 3. mgr. og orðanna „Tryggingastofnunar ríkisins“ í lokamálslið sömu málsgreinar kemur: sjúkratryggingastofnunarinnar.
                  d.      4. og 5. tölul. verði 12. og 13. tölul.
                  e.      6. tölul., sem verði 14. tölul., orðist svo: Eftirfarandi breytingar verða á 52. gr. laganna:
                  a.     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr.:
                       1.     Á eftir orðunum „Tryggingastofnun ríkisins“ í 1. málsl. kemur: og sjúkratryggingastofnuninni.
                       2.     2. málsl. fellur brott.
                       3.     Á eftir orðunum „Tryggingastofnunar ríkisins“ í lokamálslið kemur: eða eftir atvikum sjúkratryggingastofnunarinnar.
                       4.     Í stað orðanna „heimasíðu stofnunarinnar“ í lokamálslið kemur: heimasíðum stofnananna.
                  b.     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr.:
                       1.     Á eftir orðinu „Tryggingastofnun“ í 1., 3., 4. og 7. málsl. kemur: eða eftir atvikum sjúkratryggingastofnuninni.
                       2.     Á eftir 3. málsl. kemur nýr málsliður sem orðast svo: Enn fremur er Tryggingastofnun og sjúkratryggingastofnuninni heimilt að skiptast á upplýsingum um mat á örorku og öðrum nauðsynlegum upplýsingum.
                  c.     Á eftir orðinu „Tryggingastofnun“ í 1. og 2. málsl. 3. mgr. kemur: eða eftir atvikum sjúkratryggingastofnuninni; og: eða eftir atvikum sjúkratryggingastofnunin.
                  d.     Á eftir orðunum „umboðsmenn hennar“ í 1. málsl. 4. mgr. og orðunum „umboða hennar“ í 2. málsl. sömu málsgreinar kemur: eða eftir atvikum starfsfólk sjúkratryggingastofnunarinnar; og: eða eftir atvikum starfsfólki sjúkratryggingastofnunarinnar.
                  e.     Eftirfarandi breytingar verða á 5. mgr.:
                       1.     Í stað orðsins „tannlæknum“ í 1. málsl. kemur: hlutaðeigandi heilbrigðisstarfsmönnum.
                       2.     Á eftir orðunum „Tryggingastofnunar ríkisins“ í 1. málsl. kemur: eða eftir atvikum sjúkratryggingastofnunarinnar.
                       3.     Á eftir orðinu „Tryggingastofnunar“ í 2. málsl. kemur: eða eftir atvikum sjúkratryggingastofnunarinnar.
                       4.     Í stað orðsins „tannlæknum“ í 2. málsl. kemur: hlutaðeigandi heilbrigðisstarfsmönnum.
                  f.      7. og 8. tölul. verði 15. og 16. tölul.
                  g.      Á eftir 8. tölul., sem verði 16. tölul., komi nýr töluliður, 17. tölul., svohljóðandi: Eftirfarandi breytingar verða á 55. gr. laganna:
                  a.     Á eftir orðunum „umboð hennar“ í 1. málsl. 1. mgr. og orðinu „Tryggingastofnun“ í 2. málsl. sömu málsgreinar kemur: eða eftir atvikum sjúkratryggingastofnunin.
                  b.     Á eftir orðunum „Tryggingastofnun ríkisins“ í 1. og 3. málsl. 4. mgr. kemur: eða eftir atvikum sjúkratryggingastofnunin; og: eða eftir atvikum sjúkratryggingastofnuninni.
                  h.      9. tölul. verði 18. tölul. og orðist svo: Eftirfarandi breytingar verða á 56. gr. laganna:
                  a.     3. málsl. 1. mgr. fellur brott.
                  b.     Á eftir orðinu „Tryggingastofnunin“ í 2. mgr. kemur: eða eftir atvikum sjúkratryggingastofnunin.
                  i.      Á eftir 10. tölul., sem verði 19. tölul., komi nýr töluliður, 20. tölul., svohljóðandi: Í stað orðanna „Tryggingastofnunar ríkisins“ í lokamálslið 2. mgr. 59. gr. laganna kemur: sjúkratryggingastofnunarinnar.
                  j.      11. tölul., sem verði 21. tölul., orðist svo: Eftirfarandi breytingar verða á 67. gr. laganna:
                  a.     Í stað orðanna „Tryggingastofnun ríkisins“ í 1. mgr. kemur: sjúkratryggingastofnuninni.
                  b.     Í stað orðsins „Tryggingastofnun“ í 2. mgr. kemur: Sjúkratryggingastofnunin.
                  c.     Í stað orðsins „Tryggingastofnun“ í 2. málsl. 4. mgr. kemur: sjúkratryggingastofnuninni.
                  d.     Í stað orðsins „Tryggingastofnunar“ í 5. mgr. kemur: sjúkratryggingastofnunarinnar.
                  e.     Orðin „og 43.“ í 6. mgr. falla brott og í stað orðsins „Tryggingastofnunar“ í sömu málsgrein kemur: sjúkratryggingastofnunarinnar.
                  k.      12. tölul. verði 22. tölul. og orðist svo: 9. tölul. ákvæðis til bráðabirgða við lögin fellur brott.
     4.      Við 64. gr. B-liður 2. tölul. falli brott.
     5.      Við ákvæði til bráðabirgða I. Á eftir orðunum „lög þessi“ í 1. málsl. komi: IV. kafla laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.
     6.      Við ákvæði til bráðabirgða II. Í stað orðanna „1. september 2008“ komi: 1. október 2008.
     7.      Við ákvæði til bráðabirgða III. Á eftir orðunum „framkvæmd sjúkratrygginga“ komi: og slysatrygginga.