Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 613. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1331  —  613. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um sjúkratryggingar.

Frá 1. minni hluta heilbrigðisnefndar (ÞBack, ÁI).



     1.      Við 7. gr. Á eftir orðunum „á háskólastigi“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: á sviði heilbrigðisvísinda.
     2.      Við 20. gr. Í stað orðanna „Sjúkratryggingar taka til nauðsynlegra tannlækninga aldraðra, öryrkja og barna yngri en 18 ára“ í fyrri málslið 1. mgr. komi: Sjúkratryggingar taka til tannlækninga aldraðra, öryrkja og barna og ungmenna yngri en 20 ára.
     3.      Við 22. gr. Á eftir orðinu „fæðingar“ í 1. mgr. komi: og sængurlegu.
     4.      Við 28. gr. Á eftir 2. málsl. 2. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Ef um barn yngra en 18 ára er að ræða taka sjúkratryggingar þátt í kostnaði við fargjald beggja foreldra.
     5.      Við 29. gr.
                  a.      Á eftir 2. málsl. 2. tölul. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Ekki er þó heimilt að taka gjald fyrir rannsóknir o.fl. sem er nauðsynlegur undanfari innlagnar vegna aðgerðar, sbr. 1. mgr. 18. gr.
                  b.      Á eftir orðunum „við fæðingu“ í 2. málsl. 3. tölul. 1. mgr. komi: og sængurlegu.
                  c.      Á eftir 2. málsl. 3. tölul. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Ekki er heldur heimilt að taka gjald fyrir almennar tannlækningar barna og ungmenna 20 ára og yngri né heldur fyrir almennar tannlækningar elli- og örorkulífeyrisþega sem njóta tekjutryggingar.
                  d.      Við 3. tölul. 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ekki er heimilt að taka gjald fyrir þjónustu túlka sem veitt er í tengslum við heilbrigðisþjónustu.
     6.      Við 31. gr.
                  a.      Í stað orðanna „annars foreldris“ í fyrri málslið komi: beggja foreldra.
                  b.      Síðari málsliður orðist svo: Aldurstakmark skv. 1. málsl. gildir ekki ef um er að ræða barn sem haldið er verulegri fötlun.
     7.      Við 39. gr. Á eftir orðinu „sjálfseignarstofnanir“ í 2. mgr. komi: fag- og stéttarfélög.
     8.      Við 42. gr. Greinin falli brott.
     9.      Við 45. gr. Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
             Sjúkratryggingastofnunin skal koma á fót virkum samráðsvettvangi þar sem fram fer samráð milli sjúkratryggingastofnunarinnar og þeirra aðila sem annast heilbrigðisþjónustu á grundvelli samninga samkvæmt þessum kafla. Slíkur samráðsvettvangur skal vera á ábyrgð beggja samningsaðila og skal þar ræða um viðkomandi samning, breytingar á samningi eða framkvæmd hans.