Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 523. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1343  —  523. mál.




Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 81/2003, um fjarskipti, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



    Málinu var vísað til nefndarinnar að lokinni 2. umræðu og fékk nefndin á sinn fund Karl Alvarsson, Ólaf Pál Vignisson og Maríu Rún Bjarnadóttur frá samgönguráðuneytinu vegna umfjöllunar um NMT- og GSM-kerfi landsins við 2. umræðu um málið. Leyfi til reksturs NMT-kerfisins mun falla niður nk. áramót m.a. vegna úrelts tæknibúnaðar en á fundi nefndarinnar kom fram að ráðuneytið telur að uppbygging langdrægs GSM-kerfis muni ná sambærilegri útbreiðslu og NMT-kerfið innan skamms. Með tilliti til þeirra upplýsinga telur nefndin ekki forsendur til að leggja til breytingar á frumvarpinu í þá veru að framlengja leyfi til reksturs NMT-kerfisins en telur nauðsynlegt að fylgjast mjög náið með framkvæmd og uppbyggingu GSM-kerfisins. Nefndin leggur áherslu á að brugðist verði við komi fram vankantar við niðurlagningu kerfisins, sérstaklega varðandi öryggisþáttinn.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Alþingi, 10. sept. 2008.



Steinunn Valdís Óskarsdóttir,


form., frsm.


Ólöf Nordal.


Árni Þór Sigurðsson.



Jón Gunnarsson.


Björk Guðjónsdóttir.


Guðjón A. Kristjánsson.