Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 3. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 3  —  3. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, nr. 121/2008.

Frá utanríkismálanefnd.



1. gr.

    1. málsl. 3. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Alþingi kýs sjö fulltrúa til setu í Þróunarsamvinnunefnd til fjögurra ára í senn og sjö fulltrúa til vara, sbr. 4. gr.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta er lagt fram í því skyni að samræmi verði milli ákvæða um kosningu í Þróunarsamvinnunefnd og skipun í samstarfsráð um þróunarsamvinnu skv. 2. og 4. gr. laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Þannig verði tekinn af allur vafi um að kosning Alþingis á fulltrúum í Þróunarsamvinnunefnd verði til fjögurra ára í senn og að sjö fulltrúar verði einnig kosnir sem varamenn, rétt eins og gert er ráð fyrir að fulltrúar í samstarfsráð um þróunarsamvinnu verði skipaðir til fjögurra ára í senn og einnig að varamenn verði skipaðir fyrir þá. Eðlilegt er að varamenn fulltrúa þingflokkanna í samstarfsráðinu verði einnig kosnir af Alþingi.