Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 24. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 24  —  24. mál.
Tillaga til þingsályktunarum stofnun barnamenningarhúss.

Flm.: Katrín Jakobsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Höskuldur Þórhallsson,
Katrín Júlíusdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Jón Magnússon.


    Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að setja á stofn starfshóp sem undirbúi stofnun barnamenningarhúss, móti því stefnu, finni hentugt húsnæði og geri tillögu um fjárhagsgrundvöll til fimm ára. Barnamenningarhús verði miðstöð fyrir menningarstarf fyrir börn, með börnum og skapað af börnum. Stefnt verði að því að barnamenningarhús geti hafið störf á degi barnsins í maímánuði 2010.

Greinargerð.


    Hugmyndir um barnamenningarhús eða barnamenningarstofnun hér á landi eru ekki nýjar af nálinni. Samtök um barnamenningarstofnun voru stofnuð 16. nóvember 2002, á degi íslenskrar tungu, og voru stofnfélagar um 50 manns. Samtökin létu vinna skýrslu um forsendur fyrir slíkri stofnun, hugsanlegar útfærslur og kostnað við ólíkar gerðir stofnana. Talsvert af því sem fram kemur hér á eftir er tekið úr þessari skýrslu en hún var unnin af Sigurði Valgeirssyni og kom út árið 2004.
    Barnamenning er oft skilgreind sem þríþætt fyrirbæri: Menning sköpuð af börnum, menning fyrir börn og menning með börnum. Ólíkum gerðum barnamenningar er víða sinnt vel hérlendis. Hér verður ekki farið út í að tíunda það góða starf sem unnið er í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum; íþróttafélögum og alls kyns listnámsskólum, tónlistarskólum, myndlistarskólum, dansskólum og svo mætti lengi telja. Ekki verður heldur talið upp allt það barnamenningarstarf sem er sinnt á bókasöfnum, listasöfnum og minjasöfnum, í leikhúsum og öðrum menningarstofnunum. Hins vegar hefur aldrei verið ráðist í að koma á fót sérstakri stofnun sem einbeitir sér að barnamenningu, tengir saman krafta ólíkra listgreina og stofnana og sinnir því hlutverki að hvetja börn til listsköpunar jafnframt því að miðla menningu fyrir börn.
    Á Norðurlöndunum hefur verið lögð mikil áhersla á barnamenningu enda er norræn barnamenning í fremstu röð í heiminum. Íslendingar eru aðilar að norrænu samstarfi um barna- og unglingamenningu á vettvangi Norðurlandaráðs og norrænu ráðherranefndarinnar og kallast það NORDBUK (http://www.norden.org/kultur/barn/is/index.asp?lang). Þá tekur Ísland einnig þátt í evrópsku samstarfi, Evrópa unga fólksins (http://www.euf.is/euf/). Eigi að síður er hér engin sérstök barnamenningarstofnun starfandi eins og víðast hvar annars staðar á Norðurlöndum. Á fjórum Norðurlandanna eru nú reknar barnabókastofnanir. Sænska barnabókastofnunin, Svenska barnboksinstitutet (SBI), var stofnuð 1965, finnska stofnunin, Suomen Nuorisokirjallisuuden Instituutti (SNI), var stofnsett 1978, sú norska, Norsk barnebokinstitutt (NBI) var opnuð ári síðar. Í Kaupmannahöfn var svo stofnuð miðstöð fyrir barnabækur, Center for Børnelitteratur, árið 1998. Allar stofnanirnar hafa það hlutverk að halda úti sérsafni á sviði barnabóka, auk þess að styðja á margvíslegan hátt rannsóknir á barna- og unglingabókum og fræða fólk um þær. Þetta eru mismunandi stofnanir sem eru skipulagðar á ólíkan hátt en byggjast allar fyrst og fremst á framlagi frá hinu opinbera en fá auk þess framlög úr öðrum áttum. Þessar stofnanir eru einkum ætlaðar fullorðnum.
    Í skýrslu Sigurðar Valgeirssonar sem unnin var fyrir Samtök um barnamenningarstofnun kemur fram að árið 2003 voru starfandi 19 barnamenningarhús í Svíþjóð, 15 í Danmörku, eitt í Noregi og átta í Finnlandi. Þessi hús eru mjög ólík innbyrðis, með ólíkar áherslur og þar er ýmist unnið með börnum, barnamenning rannsökuð eða menning kynnt fyrir börnum. Segja má að tvenns konar áherslur séu áberandi í barnamenningarhúsum. Annars vegar er lögð mikil áhersla á upplifunina í sjálfu húsinu og listsköpun og starf innan fjögurra veggja. Hins vegar er annaðhvort eingöngu eða að minnsta kosti jafnmikil áhersla lögð á að örva hvers konar barnamenningu á því svæði sem starfið nær til. Þessi hús geta jafnvel verið litlar skrifstofur sem breiða samstarf um barnamenningu yfir stórt svæði.
    Barnamenningarhús gæti orðið miðstöð fyrir það góða barnamenningarstarf sem unnið er í landinu. Ekki er ólíklegt að kjarnastarfsemi hússins snerist um bókmenntir en ekki er vanþörf á að hvetja börn og unglinga til að lesa. Þarna væri hægt að sjá fyrir sér öfluga miðstöð fyrir fræðimenn á þessu sviði, kynningarstarfsemi fyrir börn og unglinga sem gætu komið og kynnt sér einstaka höfunda og verk þeirra, uppákomur tengdar ólíkum tegundum barnamenningar og miðstöð fyrir alla þá sem vinna að menningu með börnum og fyrir börn.Fylgiskjal.


Sigurður G. Valgeirsson:


Á að stofna barnamenningarhús á Íslandi?

Skýrsla unnin fyrir Samtök um barnamenningarstofnun.
(Reykjavík, 2004.)Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.