Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 71. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 71  —  71. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um þróun efnahagsmála í nokkrum ríkjum.

Frá Árna Þór Sigurðssyni.



     1.      Hver er þróun atvinnuleysis, hagvaxtar, verðbólgu, viðskiptahalla, stýrivaxta, gengisvísitölu og afkomu ríkissjóðs í einstökum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, Sviss, Bandaríkjunum og Japan? Óskað er eftir að þróunin undanfarin fjögur ár komi fram og spá fyrir þetta ár og hið næsta og eins hvaða gjaldmiðill er notaður í hverju einstöku landi.
     2.      Hvaða lærdóma telur ráðherra að megi draga af erfiðleikum þeirra hagkerfa á evrusvæðinu sem nú glíma við afleiðingar sterkrar evru og hárra stýrivaxta Seðlabanka Evrópu og birtast m.a. í minnkandi samkeppnishæfni og auknu atvinnuleysi?


Skriflegt svar óskast.