Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 74. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 74  —  74. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um tóbakssölu í fríhöfnum.

Frá Ástu Möller.



     1.      Hvað mikið magn tóbaks er flutt tollfrjálst inn í landið gegnum fríhafnarverslun og hvað er það stór hluti af heildarsölu tóbaks í landinu?
     2.      Hvert er verð á vindlingapakka í fríhöfn í samanburði við verð út úr búð og í hverju felst verðmunurinn?
     3.      Hvert áætlað árlegt tekjutap ríkisins af verslun með tóbak í fríhöfnum landsins miðað við sölutölur.
     4.      Hvaða rök eru fyrir því að selja tóbak í fríhafnarverslun hér á landi?
     5.      Eru einhverjar hindranir fyrir því að hætta sölu tóbaks í fríhafnarverslun?


Skriflegt svar óskast.