Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 84. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 89  —  84. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um greiðslur úr lífeyrissjóðum og skattlagningu þeirra.

Frá Ellerti B. Schram.



     1.      Hversu margir einstaklingar fá greiðslur úr lífeyrissjóðum, hversu margir fá lægri greiðslur en 100 þús. kr. á mánuði og hverjar eru mánaðarlegar meðalgreiðslur á einstakling?
     2.      Hverjar eru heildarskatttekjur af greiðslum úr lífeyrissjóðum og hverjar yrðu skatttekjurnar ef innheimtur yrði almennur tekjuskattur af þriðjungi hverrar greiðslu og 10% skattur af tveimur þriðju?


Skriflegt svar óskast.