Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 89. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 95  —  89. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um skuldir sjávarútvegsfyrirtækja.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Hve miklar eru skuldir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í bönkunum þremur sem ríkið hefur nú yfirtekið, Glitni, Landsbankanum og Kaupþingi, eða fyrirtækjum sem ríkið hefur stofnað til þess að yfirtaka eignir og skuldir þeirra, sundurliðað eftir bönkum?
     2.      Hve mikið af skuldum sjávarútvegsfyrirtækjanna er tilkomið vegna kaupa á fiskveiðiheimildum og hvað eru þær skuldir til langs tíma?
     3.      Hver eru helstu veð fyrir skuldum sjávarútvegsfyrirtækjanna og sérstaklega hver eru veðin fyrir skuldum vegna kaupa á fiskveiðiheimildum og hvernig er veðstaðan í ljósi verulegrar lækkunar síðastliðið ár á verði þorskveiðiheimilda?
     4.      Hvað þarf að afskrifa mikið af skuldum sjávarútvegsfyrirtækjanna ef núverandi úthlutun fiskveiðiheimilda verður felld niður við upphaf næsta fiskveiðiárs og hvað þyrfti að afskrifa mikið af skuldum vegna kaupa á fiskveiðiheimildum? Hver verður afskriftaþörfin á hverju ári ef niðurfellingu heimildanna verður dreift á a) 10 ár, b) 20 ár?
     5.      Hvað er talið að skuldir sjávarútvegsfyrirtækjanna hafi verið miklar í þeirri starfsemi bankanna þriggja sem ríkið yfirtók ekki?


Skriflegt svar óskast.