Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 132. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 145  —  132. mál.




Fyrirspurn



til félags- og tryggingamálaráðherra um launakjör á vinnustöðum fatlaðra.

Frá Atla Gíslasyni.



     1.      Hvað hafa margir vinnustaðir fatlaðra gert kjarasamninga í samræmi við samkomulag Alþýðusambands Íslands og Hlutverks – samtaka um vinnu og verkþjálfun frá maí 2006 um laun og réttindi fatlaðra starfsmanna?
     2.      Hvaða vinnustaðir hafa gert slíka kjarasamninga og greiða starfsmönnum laun í samræmi við ákvæði þeirra?
     3.      Hvaða vinnustaðir hafa ekki enn lokið slíkum samningum?
     4.      Hvernig er launum og réttindum fatlaðra starfsmanna fyrirkomið á þeim stöðum sem ekki hafa gert kjarasamninga?


Skriflegt svar óskast.