Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 153. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 178  —  153. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um kaup á verðbréfum úr peningamarkaðssjóðum Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings.

Frá Álfheiði Ingadóttur.



     1.      Hversu margir einstaklingar og lögaðilar, þ.e. einkahlutafélög og önnur félög, áttu innstæður í peningamarkaðssjóðum Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings, þegar Fjármálaeftirlitið f.h. ríkissjóðs tók yfir rekstur þeirra í byrjun október sl.?
     2.      Hver var samanlögð innstæða í hverjum banka og sjóði og hver var hæsta innstæða í hverjum banka og sjóði?
     3.      Hver var dreifing innstæðna í peningamarkaðssjóðunum, sundurliðað eftir fjölda þeirra sem áttu innstæður í peningamarkaðssjóðum í hverjum banka fyrir sig sem og upplýsingum um fjölda þeirra sem áttu innstæður á bilinu 0–5 millj. kr., 5–10 millj. kr., 10–20 millj. kr., 20–50 millj. kr., 50–100 millj. kr., 100–300 millj. kr., 300–500 millj. kr., meira en 1.000 millj. kr.?
     4.      Hversu hátt hlutfall var greitt úr hverjum sjóði og hver var hæsta greiðsla sem greidd var til einstaklings eða lögaðila?
     5.      Á hverju byggðist verðmat á verðbréfum sjóðanna, hver verðmat og hver tók ákvörðun um að nýju bankarnir keyptu bréfin því verði?
     6.      Hvernig voru greiðslur til kaupa á verðbréfum sjóðanna fjármagnaðar?
     7.      Byggðust kaupin á ákvörðun eða fyrirmælum frá Fjármálaeftirliti, viðkomandi skilanefnd, viðkomandi bankaráði til bráðabirgða eða bankastjórn?
     8.      Hver var aðkoma ráðuneytisins og ráðherra í þessari atburðarás?
     9.      Telur ráðherra að framkvæmdin standist jafnræðisreglu gagnvart eigendum verðbréfa í öðrum sjóðum í þessum þremur bönkum eða öðrum bönkum og sparisjóðum og ákvæði stjórnarskrár um fjárheimildir?
     10.      Eru fyrir hendi minnisblöð, tölvupóstar, fyrirmæli eða aðrar skriflegar heimildir um endurfjármögnun peningamarkaðssjóðanna og ef svo er, hvert er efnislegt inntak þeirra?


Skriflegt svar óskast.