Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 168. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 199  —  168. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um skuldir sjávarútvegsfyrirtækja.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Hve miklar eru skuldir íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja við viðskiptabankana þrjá, Nýja Glitni hf., NBI hf. og Nýja Kaupþing banka hf., sem ríkið hefur stofnað til þess að yfirtaka hluta af eignum og skuldum eldri banka, sundurliðað eftir bönkum?
     2.      Hve mikið af skuldunum er tilkomið vegna kaupa á fiskveiðiheimildum og hvað eru þær skuldir til langs tíma?
     3.      Hver eru helstu veð til tryggingar skuldunum og hvernig er veðstaðan í ljósi verulegrar lækkunar á verði þorskveiðiheimilda undanfarna mánuði?


Skriflegt svar óskast.