Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 188. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Prentað upp.

Þskj. 231  —  188. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um aðgerðir til stuðnings sparisjóðum.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hver er staða sparisjóðanna nú og hvað hefur ríkisstjórnin gert eða hyggst gera til að tryggja stöðu þeirra og framtíð?
     2.      Hver er staða Sparisjóðabankans og til hvaða aðgerða hyggst ráðherra grípa, m.a. varðandi framtíðarstöðu og hlutverk hans fyrir sparisjóðina?
     3.      Hvernig hyggst ríkisstjórnin taka á skuldbindingum sparisjóðanna, t.d. hvað snertir peningamarkaðssjóði og afskriftir útlána, þannig að jafnræðis sé gætt milli fjármálastofnana?
     4.      Hvernig ber með hliðsjón af stöðu sparisjóðanna að túlka þá yfirlýsingu að hið opinbera muni ekki taka á sig frekari skuldbindingar vegna bankakreppunnar, sbr. 16. lið viljayfirlýsingar um áform íslenskra stjórnvalda vegna fjárhagslegrar fyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum?
     5.      Hvernig hyggst ríkisstjórnin beita heimild til að leggja sparisjóðum til fjárhæð sem nemur allt að 20% af bókfærðu eigin fé, sbr. lög nr. 125/2008?
     6.      Mun ráðherra beita sér fyrir breytingum á samkeppnislögum þannig að minni sparisjóðum verði heimilt að hafa með sér nánara samstarf en nú er, en starfa þó áfram sem sjálfstæðir sparisjóðir?


Skriflegt svar óskast.