Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 205. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 278  —  205. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um EES-samninginn.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Hver er áætlaður samanlagður ávinningur þjóðarbúsins af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið mældur í fjárhæðum og sem hlutfall af landsframleiðslu?
     2.      Hver hafa áætluð áhrif samningsins verið á atvinnustig, kaupmáttarþróun og tekjur hins opinbera?
     3.      Hver hefur sérstaklega verið áætlaður ávinningur af samningnum vegna ákvæða hans um frjálsa fjármagnsflutninga?


Skriflegt svar óskast.