Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 206. máls.

Þskj. 279  —  206. mál.Frumvarp til laga

um breyting á lögum nr. 84/1997, um búnaðargjald.

(Lagt fyrir Alþingi á 136. löggjafarþingi 2008–2009.)
1. gr.

    Í stað orðanna „sbr. ÍSAT 95, þó ekki starfsemi í undirflokkum 01.4, 01.5 og 02.02“ í 2. gr. laganna kemur: sbr. ÍSAT2008, þó ekki starfsemi í undirflokkum 01.61, 01.62, 01.63, 01.64, 01.70 og 02.40.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpi þessu er brugðist við setningu nýs staðals um atvinnugreinaflokkun, ÍSAT2008 í stað ÍSAT95. Með frumvarpinu verða á hinn bóginn engar efnisbreytingar á álagningu búnaðargjalds.Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 84/1997, um búnaðargjald.

    Markmið þessa frumvarps er að innleiða nýjan staðal um atvinnuvegaflokkun fyrir álagningu búnaðargjalds þannig að í stað IST95 staðalsins komi IST 2008. Ekki eru gerðar efnisbreytingar á álagningunni að öðru leyti.
    Verði frumvarpið óbreytt að lögum verður ekki séð að það muni hafa í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð.