Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 131. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 333  —  131. mál.
Svarviðskiptaráðherra við fyrirspurn Atla Gíslasonar um launakjör stjórnenda Fjármálaeftirlitsins.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver eru launakjör forstjóra, aðstoðarforstjóra og yfirmanna hinna fjögurra verkefnasviða Fjármálaeftirlitsins?
     2.      Hver eru launakjör aðalmanna og varamanna í stjórn Fjármálaeftirlitsins?


    Ráðherra ákveður þóknun stjórnarmanna Fjármálaeftirlitsins, sbr. 4. gr. laga nr. 87/1998. Frá 1. júlí sl. er mánaðarleg þóknun stjórnarformanns 260.000 kr., þóknun almennra stjórnarmanna 130.000 kr. og þóknun varastjórnarmanna 90.000 kr. Þess ber að geta að frá stofnun Fjármálaeftirlitsins hefur varamönnum í stjórn verið gert að sitja alla stjórnarfundi og taka þátt í afgreiðslu mála.
    Vegna þess mikla álags sem hefur fylgt fjármálakreppunni og nýjum verkefnum, m.a. við framkvæmd laga nr. 125/2008, hefur fundatíðni margfaldast, sem m.a. hefur leitt til þess að stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur þurft að funda um helgar, á kvöldin og nóttunni. Ráðherra ákvað þess vegna að tvöfalda þóknun stjórnarmanna fyrir tímabilið 1. október til ársloka. Í ljósi aukins álags á formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins sem hófst þegar í sumar ákvað ráðherra að tvöfalda þóknun hans frá 1. júlí sl. Engin ákvörðun hefur verið tekin um frekari álagsgreiðslur.
    Stjórn Fjármálaeftirlitsins ræður forstjóra og ákveður launakjör hans, sbr. 5. gr. laga nr. 87/1998. Ráðuneytið óskaði eftir því að stofnunin gæfi upplýsingar um launakjör forstjóra, aðstoðarforstjóra og sviðsstjóra Fjármálaeftirlitsins og kemur eftirfarandi fram í svari stofnunarinnar:
    Forstjóri    1.700.000 kr.
    Aðstoðarforstjóri     1.250.280 kr.
    Föst mánaðarlaun sviðsstjóra hinna fjögurra sviða eru á bilinu 855.675– 968.327 kr. Einn sviðsstjóra starfar nú í skertu starfshlutfalli í kjölfar veikinda og eru föst mánaðarlaun hans 254.389 kr. Forstjóri nýtur sérstaks viðbótarframlags í lífeyrissjóð umfram almenn framlög, samtals 6,5% af föstum mánaðarlaunum. Þess má geta að ráðherra hefur farið þess á leit við stjórnir Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins að þær endurskoði starfskjör forstjóra eftirlitanna, í ljósi fram komins frumvarps um breytingu á lögum um kjararáð.