Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 180. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 336  —  180. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða.

Frá allsherjarnefnd.     1.      Við 1. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr töluliður er verði 2. tölul., svohljóðandi: Afla upplýsinga um starfsemi fjármálafyrirtækja sem geta skýrt vanda þeirra, svo sem um fjármögnun og útlánastefnu þeirra, eignarhald, endurskoðun og tengsl þeirra við atvinnulífið.
                  b.      Á eftir orðinu „fjármálamarkaðinn“ í 2. tölul. 1. mgr. komi: og tengda atvinnustarfsemi.
                  c.      Orðin „á fjármálamarkaði“ í 3. mgr. falli brott.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      1. málsl. 1. tölul. 1. mgr. orðist svo: Einn dómara Hæstaréttar Íslands skipaður af forsætisnefnd og skal hann vera formaður nefndarinnar.
                  b.      Í stað orðanna „Hæstiréttur tilnefna annan úr röðum“ í 3. málsl. 1. tölul. 1. mgr. komi: forsætisnefnd skipa annan.
                  c.      Á eftir orðinu „stjórnmálafræði“ í 3. mgr. komi: fjölmiðlafræði.
     3.      Síðari málsliður 4. mgr. 4. gr. orðist svo: Nefndin skal þó því aðeins birta upplýsingar um persónuleg málefni einstaklinga, þ.m.t. fjármál þeirra, að verulegir almannahagsmunir af því að birta upplýsingarnar vegi þyngra en hagsmunir þess einstaklings sem í hlut á.
     4.      Við 6. gr.
                  a.      Við bætist ný málsgrein, 4. mgr., sem orðist svo:
                      Lögmaður, endurskoðandi eða annar aðstoðarmaður verður þó ekki krafinn upplýsinga, sem honum hefur verið trúað fyrir út af rannsókn nefndarinnar, nema með leyfi þess sem í hlut á. Ákvæði a- og b-liðar 2. mgr. ásamt 3. og 4. mgr. 119. gr. laga um meðferð sakamála gilda enn fremur um upplýsingagjöf þeirra sem þar eru tilgreindir. Dómari sker úr um upplýsingaskyldu þeirra og verður mál af því tagi rekið skv. 6. mgr. þessarar greinar.
                  b.      Í stað orðanna „74. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála.“ í 5. mgr. komi: XV. kafla laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála.
     5.      Í stað orðanna „laga nr. 19/1991“ í 1. mgr. 7. gr. komi: laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála.
     6.      Við 11. gr.
                  a.      Orðin „eða gáleysi“ í 1. málsl. 1. mgr. falli brott.
                  b.      Fyrri málsliður 2. mgr. orðist svo: Ákvæði 1. mgr. á þó ekki við ef einstaklingur skorast undan því að svara spurningu af þeirri ástæðu að ætla megi að í svari hans geti falist játning eða bending um að hann hafi framið refsiverðan verknað eða atriði sem valdi honum siðferðislegum hnekki eða tilfinnanlegu fjárhagstjóni.
                  c.      Í stað „1. og 2. mgr. 50. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála“ í síðari málslið 2. mgr. komi: 1. og 2. mgr. 117. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála.
     7.      Við 14. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                     Vakni grunur við rannsókn nefndarinnar um að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað tilkynnir hún ríkissaksóknara um það og tekur hann ákvörðun um hvort rannsaka beri málið í samræmi við lög um meðferð sakamála.
                  b.      Á eftir 3. mgr. komi ný málsgrein sem orðist svo:
                     Um ábyrgð ráðherra fer samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð.
                  c.      Á eftir 4. mgr. komi ný málsgrein er verði 6. mgr. og orðist svo:
                     Ekki er heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum.
     8.      Við 17. gr.
                  a.      Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein sem orðist svo
                     Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. skulu þeir sem rannsókn hefur beinst að njóta réttinda samkvæmt ákvæðum 18..21. gr. laga nr. 77/2000 og 9. gr. upplýsingalaga að rannsókn nefndarinnar lokinni, enda hafi ákæruvaldið ekki tekið mál viðkomandi til meðferðar sem sakamál. Fer þá um rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðum laga um meðferð slíkra mála.
                  b.      Á eftir 3. mgr. komi ný málsgrein er verði 5. mgr. og orðist svo:
                     Að rannsókn nefndarinnar lokinni skulu gögn, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, færð á Þjóðskjalasafn Íslands. Um aðgang að þeim fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.
     9.      Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
             Að því marki sem vísað er til laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, í þessum lögum skulu samsvarandi ákvæði í lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála, gilda til 1. janúar 2009.