Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 211. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 373  —  211. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og skattanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingva Má Pálsson frá fjármálaráðuneyti, Jón Guðmundsson og Bjarna Amby Lárusson frá ríkisskattstjóra og Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins. Þá hafa nefndinni borist umsagnir frá Félagi íslenskra stórkaupmanna, Seðlabanka Íslands, Viðskiptaráði Íslands, ríkisskattstjóra og Alþýðusambandi Íslands.
    Í frumvarpinu eru lagðar til tvær breytingar sem varða uppgjör á virðisaukaskatti. Er annarri ætlað að tryggja fullan innskattsrétt þeirra sem kosið hafa að fresta greiðslu virðisaukaskatts í samræmi við lög nr. 130/2008, um breyting á tollalögum. Hinni er ætlað að gefa fyrirtækjum kost á að nota hvern almanaksmánuð sem uppgjörstímabil ef útskattur er að jafnaði lægri en innskattur.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Ellert B. Schram, Bjarni Benediktsson, Gunnar Svavarsson og Birkir J. Jónsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. des. 2008.



Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Ögmundur Jónasson.


Lúðvík Bergvinsson.



Katrín Jakobsdóttir.


Árni Páll Árnason.