Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 239. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 384  —  239. mál.
Nefndarálitum frv. til fjáraukalaga fyrir árið 2008.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.    Nefndin hefur haft frumvarpið til athugunar og í því skyni leitað skýringa hjá fjármálaráðuneyti og fagráðuneytum varðandi beiðnir um auknar fjárheimildir. Fjármálaráðherra upplýsti nefndina á fundi 12. nóvember sl. að í samræmi við 33. gr. laga um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, hefði verið tekin ákvörðum í ríkisstjórninni um að veita heimild til að leggja 385 milljarða kr. í nýju bankana og leggja sparisjóðunum til stofnfé. Ráðherra greindi jafnframt frá því að lagt hefði verið til 2,3 milljarða kr. hlutafé við stofnun nýju bankanna. Þetta mál verður skoðað frekar á milli 2. og 3. umræðu.
    Meiri hlutinn hefur enn fremur farið yfir þau erindi sem hafa borist nefndinni og gerir tíu breytingartillögur við frumvarpið sem samtals nema 120,5 m.kr. til hækkunar. Einstakar tillögur eru skýrðar í álitinu auk þess sem fjallað verður nánar um þær í framsögu.
    Nefndin mun á milli 2. og 3. umræðu kalla eftir frekari upplýsingum um einstaka málaflokka, svo sem varðandi breytingar á 5. og 6. gr. fjárlaga fyrir árið 2008.

SKÝRINGAR VIÐ EINSTAKAR BREYTINGARTILLÖGUR


00 Æðsta stjórn ríkisins

        Lagt er til að fjárheimild æðstu stjórnar ríkisins verði aukin um 40 m.kr.
201     Alþingi.
        1.01
Alþingiskostnaður. Lögð er til 10 m.kr. hækkun á liðnum til að styrkja rekstrargrunn. Forsætisnefnd breytti greiðslum ferðakostnaðar í kjördæmi frá og með árinu 2008 þannig að hann er nú sá sami fyrir alla alþingismenn og öll kjördæmi.
207 Rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008.
         1.01 Rannsóknarnefnd. Gerð er tillaga um 30 m.kr. framlag til að standa straum af kostnaði við rannsóknarnefnd sem ætlað er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna á árinu 2008, en samþykkt voru lög þar að lútandi 12. desember sl. Framlagið er til þess að undirbúa rannsóknina og felst m.a. í leigu á vinnuaðstöðu og búnaði, þóknun til sérfræðinga, bæði innlendra og erlendra, o.fl.

02 Menntamálaráðuneyti

    Lagt er til að fjárheimild menntamálaráðuneytis verði aukin um 55 m.kr.
318    Framhaldsskólar, stofnkostnaður.
         6.63 Framhaldsskólinn á Laugum. Gerð er tillaga um 15 m.kr. stofnkostnaðarframlag til Framhaldsskólans á Laugum.
919 Söfn, ýmis framlög.
         6.90 Söfn, ýmis stofnkostnaður. Gerð er tillaga um 4 m.kr. framlag til bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum sem upphaflega var ætlað Byggðasafni Snæfellinga til sama verkefnis.
974    Sinfóníuhljómsveit Íslands.
         1.01 Sinfóníuhljómsveit Íslands. Gerð er tillaga um 16 m.kr. framlag til að styrkja rekstrargrunn hljómsveitarinnar.
999    Ýmislegt.
         6.90 Ýmis stofnkostnaðarframlög. Gerð er tillaga um 20 m.kr. framlag sem ætlað er til stækkunar íþróttahúss Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík.
                  Þá er lagt til að 5 m.kr. framlag sem veitt var til fjölnota menningarhúss í Grímsey í fjárlögum fyrir árið 2008 á þessum lið verði notað til að endurbæta sundlaug í Grímsey.

08 Heilbrigðisráðuneyti

    Lagt er til að fjárheimild heilbrigðisráðuneytis verði aukin um 5 m.kr.
399    Heilbrigðismál, ýmis starfsemi.
         1.90 Ýmis framlög. Gerð er tillaga um 5 m.kr. framlag sem ætlað er Félagi áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma en fjárveiting til félagsins féll niður við afgreiðslu fjárlaga ársins.

10 Samgönguráðuneyti

    Lagt er til að fjárheimild til samgönguráðuneytis verði aukin um 7,5 m.kr.
336    Hafnarframkvæmdir.
         6.70 Hafnabótasjóður. Gerð er tillaga um sérstakt 6 m.kr. framlag til dýpkunar hafskipabryggju á Þórshöfn.
         6.74 Lendingarbætur. Gerð er tillaga um 1,5 m.kr. framlag til lendingarbóta við Selsvör.

14 Umhverfisráðuneyti

    Lagt er til að fjárheimild umhverfisráðuneytis verði aukin um 13 m.kr.
190    Ýmis verkefni.
         1.90 Ýmis verkefni. Gerð er tillaga um 6 m.kr. framlag til Framkvæmdaráðs Snæfellinga vegna Green Globe verkefnisins en fjárveiting til þess féll niður við afgreiðslu fjárlaga ársins.
231    Landgræðsla ríkisins.
         1.90 Fyrirhleðslur. Gerð er tillaga um 7 m.kr. framlag til að breyta ósi Skjálfandafljóts og koma honum í eldri farveg.

    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum þeim sem skýrðar hafa verið og gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 18. des. 2008.Gunnar Svavarsson,


form., frsm.


Kristján Þór Júlíusson.


Guðbjartur Hannesson.


    

Illugi Gunnarsson.


Ásta Möller.


Steinunn Valdís Óskarsdóttir.Ármann Kr. Ólafsson.


Björk Guðjónsdóttir.