Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 152. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 387  —  152. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á ýmsum lögum vegna kolvetnisstarfsemi.

Frá meiri hluta iðnaðarnefndar (KaJúl, KÞJ, EMS, EyH, HerdÞ, RGuðb, BjörkG, GMJ).


     1.      Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Við 2. mgr. 4. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá skal Orkustofnun leita umsagnar viðeigandi sveitarfélaga ef sótt er um leyfi á svæði sem er innan 1 sjómílu frá netlögum.
     2.      Við 7. gr.
                  a.      Við bætist nýr liður er verði a-liður, svohljóðandi: Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá skal Orkustofnun leita umsagnar viðeigandi sveitarfélaga ef sótt er um leyfi á svæði sem er innan 1 sjómílu frá netlögum.
                  b.      B-liður orðist svo: Við bætast fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Skilyrði leyfisveitingar er að stofnað sé sérstakt félag hér á landi um þessa starfsemi umsækjanda. Leyfishafi skal hafa skipulag sem tryggir sjálfstæða stjórnun og umsjón framkvæmda frá Íslandi á öllum þáttum tengdum kolvetnisstarfsemi sinni hér á landi. Í þessum tilgangi er Orkustofnun heimilt að setja sérstök skilyrði er lúta að skipulagi og eiginfjárgrunni leyfishafa. Tilgangur og starfsemi leyfishafa skal vera bundin við leit, rannsóknir og/eða vinnslu kolvetnis samkvæmt ákvæðum laga þessara.
                           Kolvetnisstarfsemi og tengd starfsemi skal rekin frá stöð á Íslandi. Ráðherra er heimilt að kveða nánar á um starfsemi slíkra stöðva í reglugerð, svo sem varðandi fjarlægð frá rannsóknar- og vinnslusvæði.
                      Leyfishafi rannsóknar- og vinnsluleyfis skal á gildistíma leyfis greiða árlegt framlag til sérstaks menntunar- og rannsóknarsjóðs. Í rannsóknar- og vinnsluleyfi skal nánar kveðið á um stofnframlag sem og árlegt gjald í framangreindan sjóð. Nánar skal kveðið á um markmið og hlutverk menntunar- og rannsóknarsjóðs í reglugerð sem iðnaðarráðherra setur. Stjórn sjóðsins skal skipuð fulltrúum leyfishafa auk fulltrúa ríkisins sem iðnaðarráðherra skipar og hefur neitunarvald séu ákvarðanir stjórnarinnar ekki í samræmi við hlutverk og markmið sjóðsins eins og þau eru skilgreind í reglugerð. Orkusjóður undir umsjón Orkustofnunar annast daglega umsýslu sjóðsins.
                     Hver umsækjandi getur eingöngu fengið úthlutað einu leyfi skv. IV. kafla.
     3.      8. gr. orðist svo:
                      9. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo: Stofnframlag sem og árlegt gjald leyfishafa rannsóknar- og vinnsluleyfis í sérstakan menntunar- og rannsóknarsjóð.
     4.      10. gr. orðist svo:
                      Í stað 2. mgr. 24. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                 Orkustofnun skal gefa iðnaðarráðherra árlega skýrslu um framkvæmd leitar, rannsókna og vinnslu.
                      Orkustofnun skal starfrækja og leiða starf samráðshóps eftirlitsaðila vegna leitar, rannsókna og vinnslu kolvetnis við Ísland. Í samráðshópnum skulu sitja 11 fulltrúar skipaðir af Brunamálastofnun, Flugmálastjórn Íslands, Geislavörnum ríkisins, Hafrannsóknastofnuninni, Landhelgisgæslu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orkustofnun, Siglingastofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Vinnueftirliti ríkisins. Hlutverk samráðshópsins skal m.a. vera að tryggja upplýsingaskipti og samræma opinbert eftirlit vegna leitar, rannsókna og vinnslu kolvetnis við Ísland. Nánar skal kveðið á um samráðshópinn í reglugerð.
     5.      Við 12. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi:
                      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Fyrir 1. janúar 2010 skulu iðnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti hafa lokið skoðun á því hvort þörf sé breytinga á ákvæðum 14.–18. gr. laganna og ákvæðum skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997, varðandi efni, gerð og málsmeðferð skipulagsáætlana og leyfisveitinga vegna einstakra framkvæmda á grundvelli leyfa til rannsóknar og vinnslu kolvetnis sem gefin eru út af Orkustofnun.
     6.      13.–17. gr. falli brott.
     7.      Orðið „leitar“ í 18., 19. og 25.–27. gr. falli brott.
     8.      Inngangsmálsliður 19. gr. orðist svo: Á eftir 6. gr. laganna kemur ný grein, 6. gr. a, svohljóðandi.
     9.      Á eftir 19. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                      Í stað „6. gr. a“ í 7. gr. a laganna kemur: 6. gr. b.
     10.      20. gr. falli brott.
     11.      Í stað „6. gr. b“ í 21. gr. komi: 6. gr. a.
     12.      Á eftir 21. gr., er verði 17. gr., komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (18. gr.)
                      Við fylgiskjal I við lögin bætist nýr töluliður er verður 25. tölul. og orðast svo: Rannsóknir og vinnsla kolvetnis.
                  b.      (19. gr.)
                      Við fylgiskjal II við lögin bætist nýr töluliður er verður töluliður 1.5 og orðast svo: Kolvetnisvinnsla.
     13.      23. gr. orðist svo:
                      Við b-lið 7. tölul. 3. gr. laganna bætist: nema um sé að ræða efni frá kolvetnisvinnslu eða borunum tengdum henni.
     14.      Við 24. gr.     Í stað orðsins „efnahagslögsögunnar“ komi: mengunarlögsögunnar.
     15.      25. gr. orðist svo:
                      Við 1. málsl. 2. gr. laganna bætist: nema kveðið sé á um annað í lögum þessum.