Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 212. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 392  —  212. mál.
Frumvarp til lagaum breyting á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 18. des.)1. gr.


    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. laganna geta félög sótt um heimild ársreikningaskrár fyrir 30. desember 2008 til færslu bókhalds og samningar ársreiknings í erlendum gjaldmiðli annars vegar vegna reikningsárs sem hefst 1. janúar 2008 eða síðar á því ári og hins vegar vegna reikningsársins sem hefst 1. janúar 2009.
    

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.