Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 261. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 422  —  261. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um bifreiðahlunnindi starfsmanna hjá ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækjum.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Hve margir bankastarfsmenn voru á bifreiðum í eigu nýju og gömlu ríkisbankanna 1. desember sl., sundurliðað eftir bönkum?
     2.      Hve margir fyrrverandi starfsmenn ríkisbankanna voru á slíkum bílum 1. desember sl., sundurliðað eftir bönkum?
     3.      Hvert er skattalegt hlunnindamat á hverja bifreið á mánuði?
     4.      Hver tekur ákvörðun um hver fái slík bifreiðahlunnindi?
     5.      Tíðkast slík hlunnindi almennt í öðrum ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækjum, t.d. hjá Ríkisútvarpinu, Landsvirkjun, Veðurstofunni, Byggðastofnun o.s.frv.?


Skriflegt svar óskast.