Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 231. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 423  —  231. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á tollalögum, nr. 88/2005, lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og skattanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Maríönnu Jónasdóttur og Ögmund Hrafn Magnússon.
    Með frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á tollalögum, lögum um virðisaukaskatt og lögum um gjald af áfengi og tóbaki að teknu tilliti til athugasemda frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), umboðsmanni Alþingis og Ríkisendurskoðun.
    Lagt er til að ákvæði um afmörkun heimilda til innflutnings á varningi, þ.m.t. áfengi og tóbaki, verði færð í lög. Í öðru lagi er lagt til að heimild til tímabundins innflutnings bifreiða skv. a-lið 4. tölul. 1. mgr. 7. gr. tollalaga nái jafnframt til nýrra og óskráðra bifreiða sem fluttar eru inn frá öðru EES-ríki. Lagt er til að fyrirtækjum, sem eru staðsett í sömu ríkjum, verði heimilt að flytja tímabundið inn bifreiðar fyrir starfsfólk sitt hér á landi, óháð búsetu þess, vegna sérstakra verkefna. Í þriðja lagi er lagt til að ferðamenn og farmenn skuli ótilkvaddir gera grein fyrir hærri fjárhæðum en nemur 10.000 evrum í stað 15.000 evra í núgildandi lögum. Einnig er lagt til að tekinn verði af vafi um að skyldan taki jafnframt til handhafabréfa, þ.m.t. ferðatékka. Í fjórða lagi er lagt til að kveðið verði á um það í lögum að farmenn geri skriflega grein fyrir öllum þeim varningi sem þeir hafa meðferðis til landsins. Loks er lagt til að heimilt verði að fresta gjalddaga á greiðslufresti í tolli vegna virðisaukaskatts fram að uppgjöri almennra virðisaukaskattsskila þegar aðilinn sem um ræðir er að jafnaði með hærri innskatt en útskatt.
    Nefndin gerir athugasemd við orðalag í lokamálslið b-liðar 1. gr. frumvarpsins en þar er rætt um börn yngri en 12 ára. Nefndin bendir á að lög ganga almennt út frá því að einstaklingur sé barn fram til 18 ára aldurs. Skilningur nefndarinnar er því sá að með umræddu orðalagi sé átt við þau börn sem eru undir 12 ára aldri.
    Loks leggur nefndin til þá breytingu að tiltekið orðalag í lokamálslið a-liðar 2. gr. verði fellt brott en nefndin telur það óþarft.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Orðin „innan mánaðar frá því að viðkomandi kom til landsins til tímabundinnar dvalar“ í lokamálslið a-liðar 2. gr. falli brott.

    
    Gunnar Svavarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 16. des. 2008.Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Ellert B. Schram.


Bjarni Benediktsson.Birkir J. Jónsson.


Lúðvík Bergvinsson.


Katrín Jakobsdóttir.Árni Þór Sigurðsson.


Ólöf Nordal.