Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 246. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 426  —  246. mál.
Breytingartillagavið frv. til l. um breyt. á l. nr. 141/2003, um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

Frá Pétri H. Blöndal.    Á eftir 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
    Á eftir 1. gr. laganna kemur ný grein, er verður 1. gr. a, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir 1. gr. skal þeim sem undir lögin heyra heimilt að greiða í lífeyrissjóð að eigin vali enda fari starfsemin eftir lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Um iðgjaldagreiðslu, lífeyrisrétt, skerðingu lífeyris, rétt maka og barna og önnur réttindi fer eftir reglum þess lífeyrissjóðs sem valinn er. Þó skulu þegar áunnin réttindi samkvæmt lögum þessum haldast við skiptin.
    Kjararáð skal meta verðmæti lífeyrisréttinda, sbr. 9. gr. laga, nr.47/2006, um kjararáð. Séu verðmæti réttinda í þeim sjóði sem valinn hefur verið á grundvelli 1. mgr. minni en verðmæti réttinda skv. 1. gr. skal kjararáð ákveða sérstakt álag á laun viðkomandi sem nemur mismuni á verðmæti réttinda að teknu tilliti til iðgjalds.