Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 228. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 435  —  228. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 20. des.)



1. gr.


    Í stað orðsins „Skattaðila“ í 3. mgr. 15. gr. laganna kemur: Mönnum utan atvinnurekstrar.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
     a.      5. málsl. 1. mgr. fellur brott.
     b.      Á eftir orðinu „íbúðarhúsnæðis“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: hér á landi eða í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.
     c.      Við 8. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ákvæði þessarar greinar gilda einnig um hagnað af sölu búseturéttar.

3. gr.

    Við 28. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Styrkir úr Endurhæfingarsjóði Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem ganga til greiðslu kostnaðar vegna endurhæfingar, heilbrigðisþjónustu og tiltekinnar þjónustu fagaðila. Fjármálaráðherra setur reglugerð um nánari framkvæmd þessa ákvæðis.

4. gr.

    4. málsl. 4. mgr. 55. gr. laganna fellur brott.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 68. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðinu „ákveðnar“ í 1. málsl. 8. mgr. A-liðar kemur: á grundvelli skattframtals.
     b.      Í stað orðanna „eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð skv. 76. gr. laga nr. 97/1993“ í 1. mgr. B-liðar kemur: búseturétti samkvæmt lögum nr. 66/2003 og kaup á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð samkvæmt eldri lögum.

6. gr.

    Við 90. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Hafi framtalsskyldur maður ekki sinnt skyldu sinni skv. 1. málsl. 1. mgr. er skattstjóra heimilt að útbúa skattframtal á viðkomandi með fyrirliggjandi framtalsupplýsingum, enda telji skattstjóri þær fullnægjandi. Þannig gert skattframtal skal auðkennt sérstaklega og réttaráhrif þess eru þau sömu og áætlunar skv. 2. mgr. 95. gr. Um tilkynningu og kærufresti fer skv. 2. málsl. 1. mgr. 98. gr. og 99. gr.

7. gr.

    Á eftir 2. mgr. 92. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Bankar, sparisjóðir, önnur fjármálafyrirtæki og aðrir þeir aðilar skv. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 94/1996, sem taka við fjármunum til ávöxtunar, skulu ótilkvaddir veita skattyfirvöldum ókeypis og í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður upplýsingar um greidda eða greiðslukræfa vexti á árinu skv. 8. gr. laga þessara og afdregna staðgreiðslu og innstæður eða inneignir á bankareikningum í árslok.

8. gr.

     Ákvæði 1., 2., 3., 4. og 9. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2009.
    Ákvæði 5., 6. og 7. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda árið 2009 vegna tekna ársins 2008 og eigna og skulda í lok þess árs.

9. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða II í lögum nr. 38/2008 orðast svo:
    Ákvæði 5. mgr. 18. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, skulu halda gildi sínu um hagnað lögaðila skv. 1. mgr. 2. gr. sömu laga og einstaklinga í atvinnurekstri af sölu hlutabréfa sem féll til fyrir gildistöku laga þessara.