Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 438, 136. löggjafarþing 210. mál: kjararáð (launalækkun alþingismanna og ráðherra).
Lög nr. 148 23. desember 2008.

Lög um breytingu á lögum nr. 47/2006, um kjararáð.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 6. gr. laganna:
  1. Við 1. málsl. bætist: og launagreiðendum þeirra sem heyra undir kjararáð.
  2. Í stað orðanna „störfum þeirra“ í 2. málsl. kemur: störfunum.


2. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 8. og 10. gr. skal kjararáð fyrir árslok 2008 kveða upp nýjan úrskurð er feli í sér 5–15% launalækkun alþingismanna og ráðherra er gildi frá 1. janúar 2009. Til ársloka 2009 skal ráðinu óheimilt að endurskoða úrskurð þennan til hækkunar. Jafnframt skal kjararáð endurskoða kjör annarra er undir það heyra, til samræmis. Ákvæði þetta gildir ekki um forseta Íslands.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 2008.