Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 440  —  1. mál.
Framhaldsnefndarálitum frv. til fjárlaga fyrir árið 2009.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.    Nefndin hefur haft fjárlagafrumvarpið til athugunar frá því að 2. umræða fór fram 15. desember sl. Til viðræðna við nefndina komu forsvarsmenn ráðuneyta.
    Formaður efnahags- og skattanefndar, Pétur H. Blöndal, kom á fund nefndarinnar og kynnti álit meiri hluta efnahags- og skattanefndar er varðar tekjuhlið frumvarpsins og Ögmundur Jónasson kynnti álit minni hluta nefndarinnar.
    Í nefndarálitinu er fyrst gerð grein fyrir meginbreytingum sem varða tekjuhlið frumvarpsins. Þá er gerð grein fyrir þeim breytingum sem lagt er til að verði á 2. gr. og 5. gr. Að lokum er gerð grein fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til á sundurliðun 2.
    Fram kom í fjárlagafrumvarpinu að skiptingu og útfærslu fjárheimilda til rekstrar öldrunarþjónustu milli ráðuneyta væri ekki lokið og var fyrirhugað að tillögur um það kæmu fram við 2. umræðu. Við breytingar á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, sem tóku gildi 1. janúar 2008 fluttist yfirstjórn öldrunarmála frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytis. Í samræmi við reglugerð um Stjórnarráð Íslands nr. 177/2007 fer félags- og tryggingamálaráðuneytið m.a. með mál er varða málefni aldraðra og uppbyggingu öldrunarþjónustu á hjúkrunarheimilum. Heilbrigðisráðuneytið fer hins vegar með mál er m.a. varða heilbrigðisþjónustu almennt og þar á meðal alla heilbrigðisþjónustu á hjúkrunarheimilum.
    Við 2. umræðu frumvarpsins kom fram að enn væri verið að vinna að skiptingunni og það kynni að hafa í för með sér flutning á milli fjárlagaliða. Þeirri vinnu er ekki enn lokið. Því er það niðurstaða meiri hlutans að skipuð verði sameiginleg verkefnisstjórn félags- og tryggingamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis sem hafi það hlutverk að tryggja samhæfða og skilvirka ákvarðanatöku á sviði öldrunarmála og annast framkvæmd verkefna sem henni eru falin.
    Verkefnisstjórnin skal skipuð fimm sérfræðingum og skipi heilbrigðisráðuneytið tvo, fjármálaráðuneytið einn og félags- og tryggingamálaráðuneytið tvo. Allar ákvarðanir og tillögur til ráðuneytanna skulu samþykktar samhljóða. Ráðuneytin setja verkefnisstjórninni erindisbréf þar sem verkefnum hennar er lýst og henni settar starfsreglur. Verkefnisstjórnin skal njóta aðstoðar starfsmanna ráðuneytanna á sviði öldrunarmála og fjármála. Einnig getur hún aflað sér sérþekkingar annarra aðila.
    Verkefnisstjórnin skal skila fjárlaganefnd Alþingis fyrir lok janúar 2009 tillögum að skiptingu fjárlagaliða sem lúta að öldrunarmálum í samræmi við reglugerð um Stjórnarráð Íslands nr. 177/2007.
    Í samræmi við 43. gr. laga um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, mun meiri hlutinn leggja fram frumvarp um fjáraukalög í febrúar nk. þar sem leitað verður eftir heimildum Alþingis til fjárráðstafana um millifærslu milli fjárlagaliða í samræmi við framangreint.
    Í endurskoðaðri tekjuáætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis var gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs yrðu rúmir 395,8 milljarðar kr., 65,3 milljörðum kr. minna en á árinu 2008. Samdrátturinn nemur 14,2% að nafnvirði en 24,6% umfram verðbólgu sem spáð er að verði 13,8% á næsta ári. Gert er ráð fyrir að tekjur hækki um 6.676 m.kr. en gert er ráð fyrir að tekjuskattur einstaklinga hækki um 2,2 milljarða kr., þar af eru um 1,5 milljarðar kr. ætlaðir til að fjármagna auknar greiðslur ríkisins til sveitarfélaga. Einskiptis tekjur að fjárhæð 3 milljarðar kr. eru af áformaðri sölu sendiherrabústaða en á móti koma áætluð 2 milljarða kr. útgjöld við kaup á ódýrari húseignum. Þá er gert ráð fyrir 3.830 m.kr. tekjum af nýjum skatti vegna Ríkisútvarpsins ohf. en niður falla 2.945 m.kr. tekjur af afnotagjöldum. Loks er dregið um 589 m.kr. úr fyrri áætlunum um lækkun tekna af fjármagnstekjuskatti sem ríkissjóður gerir auk smærri breytinga.
    Með breytingum á 2. gr. er í fyrsta lagi gerð grein fyrir tryggingabréfum, alls að fjárhæð 385.000 m.kr., sem ríkissjóður yfirtekur frá Seðlabanka Íslands á árinu 2008 og áformað er að verja á árinu 2009 til greiðslu á eiginfjárframlagi ríkissjóðs í nýju bönkunum þremur. Í öðru lagi eru innheimtar afborganir af veittum lánum ríkissjóðs hækkaðar um 900 m.kr. í samræmi við endurskoðaða áætlun. Í þriðja lagi eru afborganir ríkissjóðs af teknum lánum hækkaðar um 43.500 m.kr. í samræmi við endurskoðaða lánsfjáráætlun ríkissjóðs.
    Með breytingum á 5. gr. er gerð tillaga um 105.000 m.kr. hækkun á lántökuheimild fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Í öðru lagi er lögð til 1.200 m.kr. hækkun á endurlánaheimildum til Lánasjóðs íslenskra námsmanna í ljósi endurskoðaðra áætlana sjóðsins. Í þriðja lagi er lögð til 5.000 m.kr. hækkun á heimild til veitingar ríkisábyrgðar á lántökum Landsvirkjunar í ljósi endurskoðaðra rekstrar- og fjárfestingaráætlana fyrirtækisins. Þá er í fjóðra lagi lögð til 87.545 m.kr. hækkun á heimild til veitingar ríkisábyrgðar á lántökum Íbúðalánasjóðs vegna almennra íbúðalána. Munar mest um 100.000 m.kr. hækkun til kaupa á fasteignalánum bankanna en á móti kemur að gert er ráð fyrir að nokkuð dragi úr eftirspurn eftir almennum íbúðarlánum. Loks er í fimmta lagi lögð til 743 m.kr. lækkun á heimild til veitingar ríkisábyrgðar á lántökum Íbúðalánasjóðs vegna leiguíbúða í ljósi nýrra áætlana sjóðsins.
    Tillögur meiri hlutans er varða útgjöld A-hluta ríkissjóðs leiða til 67.018 m.kr. hækkunar útgjalda og er því gert ráð fyrir að heildarútgjöld verði 556.103 m.kr. og tekjuafgangur neikvæður um 153.605 m.kr. Skýringar á breytingartillögum meiri hlutans við sundurliðun 2 fylgja með þessu skjali sem viðauki.
    Gert er ráð fyrir að rekstraryfirliti í 1. gr. og viðeigandandi liðum í sjóðstreymi í 2. gr. verði breytt í samræmi við áhrif af þeim breytingum sem gerð er tillaga um.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem gerð er tillaga um í sérstökum þingskjölum.

Alþingi, 19. des. 2008.Gunnar Svavarsson,


form., frsm.


Kristján Þór Júlíusson.


Ármann Kr. Ólafsson.Guðbjartur Hannesson.


Jón Gunnarsson.


Steinunn Valdís Óskarsdóttir.Björk Guðjónsdóttir.


Illugi Gunnarsson.


Fylgiskjal I.


Álitum frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2009.

Frá meiri hluta efnahags- og skattanefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þorstein Þorgeirsson og Elínu Guðjónsdóttur frá fjármálaráðuneyti, Markús Möller frá Seðlabanka Íslands, Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins og Eddu Rós Karlsdóttur frá Nýja Landsbankanum.
    Í frumvarpi til fjárlaga sem lagt var fram í byrjun október sl. var gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs mundu nema 450.470 millj. kr. á rekstrargrunni, en 438.530 millj. kr. á greiðslugrunni. Hér á eftir verður fjallað um tekjur á rekstrargrunni. Þeim má skipta í eftirfarandi flokka: Skatttekjur að fjárhæð 399.763 millj. kr., aðrar rekstrartekjur 45.921 millj. kr., sölu eigna að fjárhæð 3.300 millj. kr. og fjárframlög að fjárhæð 1.486 millj. kr. Í tillögum til breytinga á tekjuáætlun við aðra umræðu um fjárlagafrumvarpið er gert ráð fyrir að tekjur ríkisins lækki um 54.648 millj. kr., eða 12,1%, og nemi 395.822 millj. kr. Lækkunin skiptist þannig að skatttekjur lækka um 42.050 millj. kr., eða 10,5%, aðrar rekstrartekjur um 12.565 millj. kr., eða 27,4%, og fjárframlög um 34 millj. kr., eða 2,3%.
    Eftir lækkunina er gert ráð fyrir að tekjur af fyrrgreindum flokkum skiptist á eftirfarandi hátt: Skatttekjur munu nema 357.713 millj. kr., aðrar rekstrartekjur 33.356 millj. kr., sala eigna 3.300 millj. kr. og fjárframlög 1.452 millj. kr.
    Helstu þættir lækkunarinnar greinast þannig að tekjur af fjármagnstekjuskatti einstaklinga lækka um 9.569 millj. kr. (40,7%) og af tekjuskatti lögaðila um 5.100 millj. kr. (18,8%). Tryggingagjöld munu lækka um 2.214 millj. kr. (5,3%), skattar á launagreiðslur og vinnuafl um 21,8 millj. kr. sem eru ábyrgðargjald vegna launa og gjald til jöfnunar og lækkunar á örorkubyrði lífeyrissjóða. Gert er ráð fyrir að tekjur af eignarsköttum lækki um 1.386 millj. kr. (16,4%), einkum vegna lækkunar á stimpilgjöldum, en þau lækka um 1.343 millj. kr. Af sköttum á vöru og þjónustu lækkar virðisaukaskattur um 16.904 millj. kr. (11,6%), vörugjald af innfluttum ökutækjum um 3.427 millj. kr. (62,0%), áfengisgjald af innfluttu áfengi um 798 millj. kr., olíugjald til framkvæmda Vegagerðarinnar um 492 millj. kr., úrvinnslugjald um 220 millj. kr., bifreiðagjald um 227 millj. kr., þungaskattur af dísilbifreiðum um 130 millj. kr. og skráningargjöld ökutækja um 101 millj. kr.
    Lækkun annarra rekstrartekna stafar af lækkun vaxtatekna af endurlánum ríkissjóðs, að fjárhæð 4.740 millj. kr., og lækkun annarra vaxtatekna, að fjárhæð 6.890 millj. kr. Þá lækka tekjur af lendingargjaldi vegna millilandaflugs um 639 millj. kr., öryggisgjaldi um 514 millj. kr., skoðunargjöldum til Vinnueftirlits ríkisins um 41 millj. kr. og tekjur af þinglýsingu um 40 millj. kr.
    Heildartekjur ríkissjóðs munu samkvæmt uppfærðri tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins lækka um 65,3 millj. kr. frá árinu 2008. Samdrátturinn nemur 14,2% að nafnvirði en 24,6% sé gengið út frá spám um 13,8% verðbólgu á næsta ári, en tekjuáætlunin byggist á uppfærðum þjóðhagsforsendum og öðrum forsendum sem fjármálaráðuneytið hefur unnið í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
    Lækkun tekna skýrist af því mikla áfalli sem íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir. Þrír stærstu viðskiptabankar landsins eru komnir í þrot, fjölmörg atvinnufyrirtæki glíma við rekstrarerfiðleika, atvinnuleysi hefur vaxið og vandamál heimilanna aukist. Skuldsetning ríkissjóðs hefur aukist og mun aukast verulega á næsta ári. Hömlur ríkja í viðskiptum með gjaldeyri. Í áætlunum stjórnvalda er gert ráð fyrir að erfiðleikar verði í efnahagslífinu næstu tvö árin.

Alþingi, 18. des. 2008.Pétur H. Blöndal, form.,
Ellert B. Schram,
Bjarni Benediktsson,
Lúðvík Bergvinsson,
Rósa Guðbjartsdóttir.


Fylgiskjal II.


Álitum frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2009.

Frá minni hluta í efnahags- og skattanefnd.    Tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins er háð mikilli óvissu og er vakin athygli á því að það er ekki fyrr en í gær, eftir að 2. umræða um fjárlagafrumvarpið hefur farið fram, að fjármálaráðuneytið leggur fram sundurliðaða áætlun. Augljóst er hins vegar að sú áætlun er skot út í loftið. Tekjur ríkissjóðs er háðar því hvernig efnahagslífinu reiðir af, hverjar skuldir þjóðarbúsins verða, hver vaxtakjör erlendra skuldbindinga koma til með að verða og jafnframt hvernig heimilum og fyrirtækjum reiðir af, ekki síst þeim sem búa við mikla skuldabyrði. Í ljósi þeirrar óvissu sem nú er uppi er fráleitt að ganga frá fjárlögum fyrir komandi ár á jafnhæpnum forsendum og hér er um að ræða. Ráðlegra væri að komast að niðurstöðu til bráðabirgða en fullnusta verkið á fyrstu mánuðum komandi árs og hafa fjárlögin síðan til stöðugrar endurskoðunar.
    Í bréfi sem þingmönnum hefur borist frá prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, Þórólfi Matthíassyni, segir m.a.: „Þrátt fyrir að starfsfólk fjármálaráðuneytis hafi lagt fram mikið vinnuframlag við að breyta frumvarpinu verður ekki hjá því komist að fum og fálm séu fyrstu orðin sem koma í hugann þegar breytingartillögunum er flett.“
    Þetta eru í hnotskurn vinnubrögðin sem hér hafa verið viðhöfð.
    Í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum, sem er fylgifiskur fjárlagafrumvarpsins, kemur berlega í ljós hve vanhugsaðar og félagslega ranglátar tillögur stjórnarmeirihlutans eru. Má þar nefna niðurskurð á almannatryggingum, en í fyrsta skipti sem reynir á varnir öryrkja og aldraðra sem festar voru í lög árið 1998, þar sem segir að sú vísitala skuli gilda sem hærri er, neysluvísitala eða launavísitala, eru þær numdar brott með lögum.
    Þegar þrengir að í þjóðfélaginu eru það einmitt þeir hópar sem hafa lífsviðurværi sitt að öllu leyti eða hluta frá almannatryggingum sem ber að verja. Það er ekki gert í þessu frumvarpi nema að hluta til, því fjórðungur lífeyrisþega er varinn, og er það að sönnu tekjulægsti hópurinn. Þá er grafalvarlegt að í fyrsta skipti er ráðgert að rukka sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús landsins um aðgangseyri. Er þar með brotið blað í sögu heilbrigðismála á Íslandi með afar neikvæðum hætti. Þetta brýtur í bága við loforð og heitstrengingar stjórnvalda um að heilbrigðisþjónustan eigi að vera fjármögnuð með skattfé og byggð á jafnræði. Dregið er úr framlagi til rannsókna á háskólastigi, ráðist á kjör bændastéttarinnar og er umhugsunarvert að búvörusamningurinn skuli tekinn til sérstaks niðurskurðar með það fyrir augum að rýra kjör bænda.
    Minni hlutinn vekur athygli á því að vaxtabætur og barnabætur eru skertar verulega að raungildi með frumvarpinu þar sem þær eiga að hækka á grundvelli forsendna fjárlagafrumvarps næsta árs en ekki með tilliti til verðlagsþróunar. Þetta felur m.a. í sér skerðingu fyrir húsnæðiskaupendur og barnafólk.
    Athygli vekur að skattahækkanir eru flatar og enginn greinarmunur gerður á tekjuháum og tekjulitlum, í stað þess að setja á þrepaskiptan hátekjuskatt og breyta fjármagnstekjuskatti til tekjujöfnunar. Fráleitt er að nýta ekki skattkerfið til þess að jafna byrðunum á landsmenn, ekki síst við þær aðstæður sem nú eru uppi.
    Meðfylgjandi eru álit minni hluta í nefndum þingsins sem efnahags- og skattanefnd fékk frumvarp um ráðstafanir í ríkifjármál í hendur til umsagnar. Í einu tilviki er um að ræða sameiginlegt álit nefndar en þar gerir fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar . græns framboðs engu síður grein fyrir fyrirvara, sbr. álit samgöngunefndar.

Alþingi, 18. des. 2008.Ögmundur Jónasson.
Fskj. 1.

Umsögn minni hluta allsherjarnefndar.    Nefndin hefur að beiðni efnahags- og skattanefndar fjallað um I. kafla frumvarpsins. Á fund nefndarinnar komu Þorvaldur Karl Helgason, Sigríður Dögg Geirsdóttir og Guðmundur Þór Guðmundsson frá Biskupsstofu.
    Með frumvarpinu er framlag til kirkjunnar skert um 300 millj. kr. og framlagið tekið frá kirkjunni og látið renna til ríkissjóðs í staðinn. Gestir undirstrikuðu að afleiðingin verður sú að þjónusta sóknanna skerðist jafnframt því sem þjónustuþörfin eykst vegna hruns bankakerfisins og áfalla sem því tengjast. Töldu hagsmunaaðilar að vegna þessarar skerðingar þyrfti að segja upp starfsmönnum sókna, fresta viðhaldi og stöðva nýframkvæmdir. Fram kom að 2/3 hlutar kirkna í landinu, eða um 205 kirkjur, eru friðaðir, en vegna þess er viðhald þeirra kostnaðarsamara en ella. Afleiðing frumvarpsins er því þjónustuskerðing sókna ásamt því sem dregið er verulega úr mannaflafreku viðhaldi og nýframkvæmdum.
    Minni hlutinn styður ekki frumvarpið.

Alþingi, 17. des. 2008.

Siv Friðleifsdóttir,
Jón Magnússon,
Atli Gíslason.

Fskj. 2.

Umsögn minni hluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar.    Minni hlutinn telur mikilvægt að fjalla um frumvarpið út frá hagsmunum bænda. Þær tillögur sem hér eru kynntar eru til þess fallnar að skerða greiðslur til bænda um allt að 800 millj. kr. á ársgrundvelli. Íslenskur landbúnaður hefur lengi átt erfitt uppdráttar og árið 2008 hefur reynst sérstaklega erfitt. Allur tilkostnaður hefur hækkað verulega, svo sem fóður, áburður og olía. Margir bændur, einkum þeir sem endurnýjað hafa bú sín og tækjakost á síðastliðnum árum, skulda mikið, bæði í verðtryggðum og gengistryggðum lánum, sem hafa hækkað langt umfram afurðaverð. Bændur eru almennt tekjulág starfsstétt. Í kjölfar efnahagshrunsins hefur íslenskur landbúnaður aldrei verið þjóðinni mikilvægari vegna fæðuöryggis og innlends matvælaiðnaðar. Bændur og innlendur matvælaiðnaður skiptir nú sköpum fyrir atvinnuuppbyggingu, verðmæta- og nýsköpun. Auk þess er mikilvægt að standa vörð um sjálfbærni innlends landbúnaðar á þeim umbrotatímum sem nú eru. Minni hlutinn telur því fráleitt að þjarma enn frekar að landbúnaði og matvælaiðnaði á Íslandi með þeirri miklu skerðingu sem frumvarpið mælir fyrir um.
    Vekur minni hlutinn athygli á þeim sjónarmiðum sem samtök bænda hafa haldið fram og hefur stjórn Bændasamtaka Íslands ályktað sem svo að aðgerðir ríkisins sem hér eru til umfjöllunar séu klárt samningsrof, enda verði samningum þessum ekki breytt nema með samþykki beggja aðila þar sem búvörusamningar eru skuldbindandi fyrir ríkissjóð, þar á meðal um fjárhæðir og vísitölubindingar, og til þess fallnir að stofna greiðsluskyldu af hendi ríkisins, enda eru þeir gerðir á grundvelli skýrra ákvæða í búvörulögum. Þessi sjónarmið og fleiri koma einnig fram í lögfræðiáliti sem Bændasamtök Íslands hafa lagt fram um heimildir til að breyta búvörusamningum (sjá fylgiskjal). Þar er einnig tiltekið að greiðsluskyldu ríkisins samkvæmt samningunum verður ekki breytt með lækkun framlaga til þeirra á fjárlögum, auk þess sem talið er að ráða megi af ákvæðum samninganna að samþykki Bændasamtakanna sé nauðsynlegt til að hægt sé að endurskoða þá.
    Í ljósi framangreinds leggst minni hlutinn alfarið gegn þeim breytingatillögum sem lagðar eru til í frumvarpinu.

Alþingi, 17. des. 2008.

Atli Gíslason,
Valgerður Sverrisdóttir.


Fskj. 1.

Bréf frá Bændasamtökum Íslands.


(16. des. 2008.)Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fskj. 2.

Minnisblað Karls Axelssonar hrl. og Arnars Þórs Stefánssonar hdl.


til Bændasamtakanna.


(9. des. 2008.)
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Fskj. 3.

Umsögn minni hluta heilbrigðisnefndar.    Að beiðni efnahags- og skattanefndar hefur heilbrigðisnefnd fjallað um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum eða þann hluta þess sem snertir málefnasvið nefndarinnar. Minni hluti nefndarinnar er andvígur þeim breytingum sem þar eru boðaðar á nýsettum lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, og fela í sér upptöku sérstaks gjalds við innlögn á sjúkrahús sem hingað til hefur verið kostuð af sjúkratryggingum.
    Það er álit minni hlutans að breyting þessi komi ekki til með að skila hagræði eða jafnræði í heilbrigðisþjónustunni. Eins og frumvarpið er úr garði gert felur það í raun í sér opna heimild fyrir heilbrigðisráðherra til þess að leggja bæði ný gjöld á sjúklinga og hækka þau sem fyrir eru. Í greinargerð með frumvarpi þessu er í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytis tekið fram að tekjur ríkissjóðs vegna upptöku innlagnargjalda á sjúkrahús séu áætlaðar um 360 millj. kr. á næsta ári.
    Á fundi nefndarinnar kom hins vegar fram að nýtt innlagnargjald mun líklegast verða að svipaðri fjárhæð og komugjöld sem nú eru innheimt á slysa- og bráðadeildum, eða um 4.000 kr. Þannig mun upptaka gjaldsins ekki skila nema um 110 millj. kr. á ársgrundvelli miðað við 32.000 innlagnir á ári. Það er því óútskýrt hvaðan viðbótartekjurnar, þ.e. um 250 millj. kr., muni koma en reikna má með því að það verði með hækkun á öðrum sjúklingasköttum. Minni hlutinn bendir á að til viðbótar við hið nýja innlagnargjald og aðrar hækkanir sem vænta má á gjöldum fyrir sérfræðiþjónustu var við 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins boðuð viðbótarhækkun á lyfjum til sjúklinga sem nemur á milli 700 og 800 millj. kr. Er þar um að ræða hækkun um alls 320 millj. kr. vegna breyttrar greiðsluþátttöku ríkisins í lyfjum og 410 millj. kr. lækkun á þátttöku sjúkratrygginga í lyfjaútgjöldum með því að hækka lágmarksgjald sjúkratryggðra fyrir lyf.
    Fram kom hjá fulltrúum BSRB, Öryrkjabandalagsins og Alþýðusambandsins að samtökin hafi ályktað gegn frekari gjaldtöku á hendur sjúklingum. Fulltrúar Öryrkjabandalagsins töldu gjaldtökuna verulega íþyngjandi fyrir skjólstæðinga sína til viðbótar við launalækkun, atvinnumissi og annan niðurskurð í velferðarþjónustunni.
    Það er því mat minni hluta nefndarinnar að með þessari nýju gjaldtöku sé stigið varasamt skref og að mögulegt sé að ná þeim tekjum sem innlagnargjaldinu er ætlað að skapa með hagræðingu og endurskipulagningu innan sjúkrastofnananna enda virðist ljóst að gjaldið muni aðeins skila um 110 millj. kr. til ríkissjóðs á ársgrundvelli. Fyrirsjáanlegar virðast því vera ýmsar óútskýrðar og frjálsar hækkanir til þess að ná fram þeim 360 millj. kr. tekjum sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Telur minni hluti umræddar breytingar á lögum um sjúkratryggingar óásættanlegar með vísan til þess sem hér kemur fram.

Alþingi 17. des. 2008.

Álfheiður Ingadóttir,
Þuríður Backman,
Eygló Harðadóttir.Fskj. 4.

Umsögn minni hluta heilbrigðisnefndar.    Að beiðni efnahags- og skattanefndar hefur heilbrigðisnefnd fjallað um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum eða þann hluta þess sem snertir málefnasvið nefndarinnar. Minni hluti nefndarinnar er andvígur þeim breytingum sem þar eru boðaðar á nýsettum lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, og fela í sér upptöku sérstaks gjalds við innlögn á sjúkrahús sem hingað til hefur verið kostuð af sjúkratryggingum.
    Það er álit minni hlutans að breyting þessi komi ekki til með að skila hagræði eða jafnræði í heilbrigðisþjónustunni. Eins og frumvarpið er úr garði gert felur það í raun í sér opna heimild fyrir heilbrigðisráðherra til þess að leggja bæði ný gjöld á sjúklinga og hækka þau sem fyrir eru. Í greinargerð með frumvarpi þessu er í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytis tekið fram að tekjur ríkissjóðs vegna upptöku innlagnargjalda á sjúkrahús séu áætlaðar um 360 millj. kr. á næsta ári.
    Á fundi nefndarinnar kom hins vegar fram að nýtt innlagnargjald mun líklegast verða að svipaðri fjárhæð og komugjöld sem nú eru innheimt á slysa- og bráðadeildum, eða um 4.000 kr. Þannig mun upptaka gjaldsins ekki skila nema um 110 millj. kr. á ársgrundvelli miðað við 32.000 innlagnir á ári. Það er því óútskýrt hvaðan viðbótartekjurnar, þ.e. um 250 millj. kr., muni koma en reikna má með því að það verði með hækkun á öðrum sjúklingasköttum. Minni hlutinn bendir á að til viðbótar við hið nýja innlagnargjald og aðrar hækkanir sem vænta má á gjöldum fyrir sérfræðiþjónustu var við 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins boðuð viðbótarhækkun á lyfjum til sjúklinga sem nemur á milli 700 og 800 millj. kr. Er þar um að ræða hækkun um alls 320 millj. kr. vegna breyttrar greiðsluþátttöku ríkisins í lyfjum og 410 millj. kr. lækkun á þátttöku sjúkratrygginga í lyfjaútgjöldum með því að hækka lágmarksgjald sjúkratryggðra fyrir lyf.
    Fram kom hjá fulltrúum BSRB, Öryrkjabandalagsins og Alþýðusambandsins að samtökin hafi ályktað gegn frekari gjaldtöku á hendur sjúklingum. Fulltrúar Öryrkjabandalagsins töldu gjaldtökuna verulega íþyngjandi fyrir skjólstæðinga sína til viðbótar við launalækkun, atvinnumissi og annan niðurskurð í velferðarþjónustunni.
    Það er því mat minni hluta nefndarinnar að með þessari nýju gjaldtöku sé stigið varasamt skref og að mögulegt sé að ná þeim tekjum sem innlagnargjaldinu er ætlað að skapa með hagræðingu og endurskipulagningu innan sjúkrastofnananna enda virðist ljóst að gjaldið muni aðeins skila um 110 millj. kr. til ríkissjóðs á ársgrundvelli. Fyrirsjáanlegar virðast því vera ýmsar óútskýrðar og frjálsar hækkanir til þess að ná fram þeim 360 millj. kr. tekjum sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Telur minni hluti umræddar breytingar á lögum um sjúkratryggingar óásættanlegar með vísan til þess sem hér kemur fram.

Alþingi 17. des. 2008.

Álfheiður Ingadóttir,
Þuríður Backman,
Eygló Harðadóttir.Fskj. 5.

Umsögn samgöngunefndar.


    Nefndin hefur að beiðni efnahags- og skattanefndar fjallað um III. kafla frumvarps til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum.
    Í III. kafla frumvarpsins eru lagðar til breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum. Með þessum breytingum er sveitarfélögum heimilað að hækka útsvar um 0,25 prósentustig eða úr 13,03% í 13,28%. Staða sveitarfélaga er misjöfn en telja verður líklegt að meiri hluti þeirra nýti sér þessa nýju heimild. Sveitarfélög ákveða fyrir 31. desember 2008 hver verður álagningarprósenta útsvars árið 2009. Áætlað er að þessi hækkun geti skilað sveitarfélögum allt að 2 milljörðum kr. í útsvarstekjur miðað við það að öll sveitarfélög landsins fullnýti heimildina. Með 4. gr. frumvarpsins er sveitarfélögum sem nú þegar hafa tekið ákvörðun um útsvar á grundvelli gildandi laga gefið svigrúm til að endurmeta þá ákvörðun með hliðsjón af frumvarpi þessu.
    Nefndin telur að frumvarpið geti styrkt rekstur sveitarfélaganna á næstu árum, að óbreyttu hefðu mörg sveitarfélög orðið fyrir mikilli tekjulækkun vegna hinna miklu umskipta sem orðið hafa í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það er brýnt verkefni að tryggja afkomu sveitarfélaganna til framtíðar.
    Nefndin vekur athygli á að aðgerðir þessar eru liður í viðamiklum aðhaldsráðstöfunum sem ríkinu er nauðugt að ráðast í vegna þeirra miklu efnahagsáfalla sem yfir þjóðina hafa dunið.
    Árni Þór Sigurðsson gerir fyrirvara varðandi 8. gr. frumvarpsins þar sem lagt er til að aukaframlagi í Jöfnunasjóð sveitarfélaga og skuldbindingum ríkisins til greiðslu fasteignagjalda sé mætt með 0,25 prósentustiga hækkun á tekjuskatti.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    

Alþingi, 17. des. 2008.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, form.,
Ólöf Nordal,
Herdís Þórðardóttir,
Karl V. Matthíasson,
Árni Þór Sigurðsson, með fyrirvara,
Helga Sigrún Harðardóttir, með fyrirvara,
Guðjón A. Kristjánsson, með fyrirvara.


Fskj. 6.

Umsögn 1. minni hluta félags- og tryggingamálanefndar.    Á fundum félags- og tryggingamálanefndar þar sem farið var yfir þau atriði frumvarps um sérstakar ráðstafanir í ríkisfjármálum sem að verksviði nefndarinnar snúa með gestum, kom fram hörð gagnrýni á niðurskurð til almannatrygginga, bæði niðurskurðinn sem slíkan, en þó ekki síður útfærslu hans. Sérstaklega var varað við þeim neikvæðu afleiðingum sem af þessu hlytust fyrir lífeyrissjóðakerfið með stórauknum jaðaráhrifum og skerðingu greiðslna krónu fyrir krónu.
    Fyrsti minni hluti telur þær breytingar sem frumvarpið gerir ráð fyrir varðandi almannatryggingakerfið vanhugsaðar og illa útfærðar og leggst gegn afgreiðslu þeirra. Ekki er hins vegar lagst gegn breytingum á fyrirkomulagi fæðingarorlofsgreiðslna sé talið óumflýjanlegt að draga þar úr kostnaði þó að rétt hefði verið að huga þar að öðrum mögulegum útfærslum.

Alþingi 17. des. 2008.

Steingrímur J. Sigfússon Viðauki. Skýringar á breytingartillögum við sundurliðun 2.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Endurreikningur vegna launa, verðlags og gengis.


Endurmat á launaforsendum vegna kjarasamninga lækna, prófessora,
lögreglumanna, tollvarða o.fl.

Fjárlagaliður Heiti viðfangs M.kr.
01 401 101 Hagstofa Íslands 0,1
02 201 101 Háskóli Íslands 10,4
02 201 101 Háskóli Íslands 7,4
02 202 101 Tilraunastöð Háskólans að Keldum 0,2
02 203 101 Raunvísindastofnun Háskólans 1,1
02 209 101 Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 1,5
02 210 101 Háskólinn á Akureyri 4,6
02 216 101 Landbúnaðarháskóli Íslands -0,7
02 225 101 Háskólinn á Bifröst 0,7
02 227 101 Háskólinn í Reykjavík 4,4
02 228 101 Listaháskóli Íslands 1,4
02 234 111 Ritlauna- og rannsóknasjóður prófessora -2,9
02 905 101 Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn 2,5
02 974 101 Sinfóníuhljómsveit Íslands 26,2
02 978 101 Listasjóðir skv. lögum nr. 35/1991 3,8
02 983 117 Launasjóður höfunda fræðirita 0,2
02 983 120 Iðnsaga Íslands 0,1
02 983 121 Tónlistarsaga Íslands 0,1
02 989 122 Launasjóður stórmeistara í skák 0,1
02 989 125 Skákskóli Íslands 0,1
03 391 110 Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna 0,5
03 391 115 Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna 0,4
03 401 187 Íslensk friðargæsla 0,7
06 303 101 Ríkislögreglustjóri 22,5
06 303 111 Rekstur lögreglubifreiða -0,3
06 305 101 Lögregluskóli ríkisins 3,9
06 310 101 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 72,7
06 312 101 Yfirstjórn 2,1
06 312 120 Löggæsla 17,4
06 312 120 Löggæsla 14,2
06 312 120 Löggæsla 5,6
06 395 190 Landhelgisgæsla Íslands 48,0
06 412 101 Yfirstjórn 1,3
06 412 120 Löggæsla 1,9
06 413 101 Yfirstjórn 1,1
06 413 120 Löggæsla 1,6
06 414 101 Yfirstjórn 1,0
06 414 120 Löggæsla 1,4
06 418 101 Yfirstjórn 1,5
06 418 120 Löggæsla 4,2
06 418 140 Tollgæsla 0,1
06 420 101 Yfirstjórn 0,6
06 420 105 Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar 0,6
06 420 120 Löggæsla 0,9
06 421 101 Yfirstjórn 0,9
06 421 120 Löggæsla 1,5
06 424 101 Yfirstjórn 3,1
06 424 120 Löggæsla 6,2
06 424 140 Tollgæsla 0,3
06 425 101 Yfirstjórn 1,1
06 425 120 Löggæsla 1,4
06 426 101 Yfirstjórn 1,3
06 426 120 Löggæsla 1,6
06 426 120 Löggæsla 0,4
06 428 101 Yfirstjórn 1,6
06 428 120 Löggæsla 3,3
06 428 120 Löggæsla 0,3
06 431 101 Yfirstjórn 0,8
06 431 120 Löggæsla 1,8
06 432 101 Yfirstjórn 1,1
06 432 120 Löggæsla 1,7
06 432 120 Löggæsla 0,3
06 433 101 Yfirstjórn 2,2
06 433 120 Löggæsla 3,5
06 433 140 Tollgæsla 0,2
07 331 101 Vinnueftirlit ríkisins 0,1
07 700 180 Starfsþjálfun
07 750 101 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins 0,6
07 821 101 Tryggingastofnun ríkisins 0,5
08 301 101 Landlæknir 1,0
08 305 101 Lýðheilsustöð 0,1
08 324 101 Heyrnar- og talmeinastöð Íslands 0,1
08 358 101 Sjúkrahúsið á Akureyri 20,9
08 373 101 Landspítali 162,0
08 384 101 Rjóður, hvíldarheimili fyrir börn 0,1
08 386 110 Vistun ósakhæfra afbrotamanna 0,2
08 388 110 Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið 1,4
08 397 101 Lyfjastofnun 0,2
08 479 110 Hlaðgerðarkot 0,6
08 491 110 Reykjalundur, Mosfellsbæ 3,5
08 492 110 Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands 0,2
08 493 110 Sjálfsbjörg, hjúkrunar- og endurhæfingarstofnun 0,2
08 506 101 Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu 40,5
08 515 101 Heilsugæslustöðin Lágmúla 1,3
08 517 101 Læknavaktin 4,0
08 553 101 Samningur við Akureyrarbæ um heilsugæslu 3,8
08 711 101 Heilsugæslusvið 1,6
08 711 111 Sjúkrasvið 7,4
08 711 121 Hjúkrunarrými 0,9
08 716 101 Heilsugæslusvið 2,9
08 716 101 Heilsugæslusvið 1,4
08 716 101 Heilsugæslusvið 1,4
08 716 101 Heilsugæslusvið 1,4
08 716 101 Heilsugæslusvið 0,5
08 716 111 Sjúkrasvið 1,3
08 716 121 Hjúkrunarrými 0,3
08 721 101 Heilsugæslusvið 0,2
08 721 111 Sjúkrasvið 0,1
08 721 121 Hjúkrunarrými 0,2
08 726 101 Heilsugæslusvið 1,3
08 726 101 Heilsugæslusvið 0,5
08 726 111 Sjúkrasvið 2,7
08 726 121 Hjúkrunarrými 1,1
08 726 121 Hjúkrunarrými 0,4
08 735 101 Heilsugæslusvið 0,3
08 735 121 Hjúkrunarrými 0,3
08 741 101 Heilsugæslusvið 0,2
08 741 111 Sjúkrasvið 0,1
08 741 121 Hjúkrunarrými 0,3
08 746 101 Heilsugæslusvið 0,4
08 746 101 Heilsugæslusvið 0,8
08 746 111 Sjúkrasvið 0,4
08 746 111 Sjúkrasvið 2,1
08 746 121 Hjúkrunarrými 0,6
08 746 121 Hjúkrunarrými 1,8
08 756 101 Heilsugæslusvið 1,1
08 756 101 Heilsugæslusvið 1,8
08 756 101 Heilsugæslusvið 0,4
08 756 111 Sjúkrasvið 0,8
08 756 121 Hjúkrunarrými 0,8
08 761 101 Heilsugæslusvið 1,2
08 761 111 Sjúkrasvið 2,2
08 761 121 Hjúkrunarrými 0,6
08 777 101 Heilsugæslusvið 4,1
08 777 111 Sjúkrasvið 4,1
08 777 121 Hjúkrunarrými 1,8
08 779 101 Heilsugæslusvið 0,2
08 779 111 Sjúkrasvið 0,2
08 781 101 Heilsugæslusvið 1,3
08 781 111 Sjúkrasvið 3,1
08 781 121 Hjúkrunarrými 0,7
08 787 101 Heilsugæslusvið 7,1
08 787 111 Sjúkrasvið 5,7
08 787 121 Hjúkrunarrými 1,3
08 791 101 Heilsugæslusvið 3,6
08 791 111 Sjúkrasvið 5,9
08 791 121 Hjúkrunarrými 1,2
09 262 101 Tollstjórinn 13,4

Endurmat á verðlags- og gengisforsendum fjárl.frv. miðað við breyttar spár.

Fjárlagaliður Heiti viðfangs M.kr.
00 101 101 Almennur rekstur 5,4
00 101 181 Opinberar heimsóknir 1,8
00 201 101 Alþingiskostnaður 17,1
00 201 103 Fastanefndir 1,1
00 201 104 Alþjóðasamstarf 14,0
00 201 106 Almennur rekstur 17,7
00 201 107 Sérverkefni 1,7
00 201 110 Rekstur fasteigna 18,6
00 401 101 Hæstiréttur 0,1
00 610 101 Umboðsmaður Alþingis 2,5
00 620 101 Ríkisendurskoðun 6,0
01 101 101 Forsætisráðuneyti, aðalskrifstofa 8,1
01 190 116 Nefnd um þróun Evrópumála 0,7
01 190 117 Úrskurðarnefnd upplýsingalaga 0,2
01 190 122 Ráðgjöf vegna breytinga í heilbrigðis- og tryggingamálum 1,4
01 190 156 Nefnd til að kanna starfsemi vist- og meðferðaheimila fyrir börn 1,0
01 201 101 Fasteignir forsætisráðuneytis 2,3
01 231 101 Norðurlandaskrifstofa forsætisráðuneytis 1,7
01 231 161 Framlag til norrænu ráðherranefndarinnar 42,0
01 241 101 Umboðsmaður barna 0,7
01 251 101 Þjóðmenningarhúsið 2,0
01 253 101 Vest-norrænt menningarhús í Kaupmannahöfn 2,8
01 255 101 Gljúfrasteinn – Hús skáldsins 0,8
01 261 101 Óbyggðanefnd 3,6
01 271 101 Ríkislögmaður 1,2
01 401 101 Hagstofa Íslands 6,1
01 902 101 Þjóðgarðurinn á Þingvöllum 0,5
01 996 101 Rafræn þjónustuveita hins opinbera 0,8
02 101 101 Menntamálaráðuneyti, aðalskrifstofa 11,8
02 201 101 Háskóli Íslands 238,1
02 201 113 Háskólasjóður 8,8
02 202 101 Tilraunastöð Háskólans að Keldum 5,9
02 203 101 Raunvísindastofnun Háskólans 10,9
02 209 101 Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 1,5
02 210 101 Háskólinn á Akureyri 39,2
02 216 101 Landbúnaðarháskóli Íslands 18,4
02 217 101 Hólaskóli – Háskólinn á Hólum 5,7
02 223 101 Námsmatsstofnun 4,0
02 225 101 Háskólinn á Bifröst 8,7
02 227 101 Háskólinn í Reykjavík 54,4
02 228 101 Listaháskóli Íslands 16,7
02 231 101 Rannsóknamiðstöð Íslands 6,9
02 299 180 Vísindastarfsemi 1,4
02 299 190 Háskólastarfsemi 6,7
02 301 101 Menntaskólinn í Reykjavík 7,0
02 302 101 Menntaskólinn á Akureyri 8,5
02 303 101 Menntaskólinn að Laugarvatni 2,7
02 304 101 Menntaskólinn við Hamrahlíð 10,0
02 305 101 Menntaskólinn við Sund 5,4
02 306 101 Menntaskólinn á Ísafirði 4,0
02 307 101 Menntaskólinn á Egilsstöðum 4,1
02 308 101 Menntaskólinn í Kópavogi 9,8
02 309 101 Kvennaskólinn í Reykjavík 3,6
02 316 105 Fasteignir skóla 4,3
02 319 111 Sameiginleg þjónusta 8,9
02 319 114 Sérkennsla 1,2
02 319 115 Prófkostnaður 6,8
02 319 116 Nýjungar í skólastarfi 0,4
02 319 117 Námsskrárgerð 0,6
02 319 118 Námsefnisgerð 3,3
02 319 121 Nám tannsmiða 0,1
02 319 123 Raungreina- og nýsköpunarkeppnir 0,1
02 319 126 Verkefnasjóður skólasamninga 0,4
02 319 128 Mat á skólastarfi 2,7
02 319 129 Forvarnastarf í skólum 0,1
02 319 130 Endurmenntun 0,6
02 319 138 Menntun á sviði kvikmyndagerðar 0,6
02 319 139 Nám í listdansi 1,0
02 350 101 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti 10,3
02 351 101 Fjölbrautaskólinn Ármúla 7,0
02 352 101 Flensborgarskóli 5,5
02 353 101 Fjölbrautaskóli Suðurnesja 7,8
02 354 101 Fjölbrautaskóli Vesturlands 6,1
02 355 101 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 2,8
02 356 101 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 4,7
02 357 101 Fjölbrautaskóli Suðurlands 7,0
02 358 101 Verkmenntaskóli Austurlands 3,3
02 359 101 Verkmenntaskólinn á Akureyri 15,4
02 360 101 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 5,9
02 361 101 Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu 1,6
02 362 101 Framhaldsskólinn á Húsavík 2,1
02 363 101 Framhaldsskólinn á Laugum 3,7
02 365 101 Borgarholtsskóli 12,3
02 367 101 Fjölbrautaskóli Snæfellinga 5,4
02 368 101 Menntaskóli Borgarfjarðar 1,2
02 369 101 Menntaskólinn Hraðbraut 2,1
02 370 101 Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ 1,4
02 372 101 Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð 0,7
02 430 101 Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra 2,6
02 441 101 Fullorðinsfræðsla fatlaðra 3,2
02 451 110 Fræðslumiðstöð atvinnulífsins 6,9
02 451 111 Símenntun og fjarkennsla 0,4
02 451 112 Námskeið og ráðgjöf 35,6
02 451 113 FS-net, símenntunarstöðvar 1,2
02 451 115 Mímir, símenntun 1,1
02 451 120 Háskólasetur í Vestmannaeyjum 1,9
02 451 121 Símenntunarstöð á Vesturlandi 1,4
02 451 122 Fræðslumiðstöð Vestfjarða 1,4
02 451 123 Farskóli Norðurlands vestra 1,8
02 451 124 Símenntunarstöð Eyjafjarðar 1,4
02 451 125 Þekkingarsetur Þingeyinga 2,5
02 451 126 Þekkingarnet Austurlands 3,3
02 451 127 Fræðslunet Suðurlands 1,4
02 451 128 Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum 1,4
02 451 129 Fræðslu- og símenntunarstöð Vestmannaeyja 1,4
02 451 130 Framvegis, miðstöð um símenntun í Reykjavík 1,1
02 451 131 Fræða- og þekkingarsetur 0,6
02 451 132 Háskólasetur Vestfjarða 3,7
02 451 133 Námsflokkar Hafnarfjarðar, miðstöð símenntunar 0,8
02 451 141 Íslenskukennsla fyrir útlendinga 1,9
02 504 101 Tækniskólinn 43,2
02 516 101 Iðnskólinn í Hafnarfirði 12,8
02 541 101 Hússtjórnarskólinn í Reykjavík 0,9
02 551 101 Hússtjórnarskólinn Hallormsstað 0,6
02 581 101 Verslunarskóli Íslands 23,9
02 720 131 Sérstök fræðsluverkefni 3,2
02 720 134 Sprotasjóður 1,5
02 720 137 Endurmenntun 0,6
02 720 170 Greiðslur til samtaka höfundarréttarhafa fyrir ljósritun á höfundarréttarvernduðu efni 4,1
02 725 101 Námsgagnastofnun 25,3
02 872 101 Lánasjóður íslenskra námsmanna 622,0
02 884 101 Jöfnun á námskostnaði 49,7
02 884 110 Skólaakstur 4,8
02 901 101 Fornleifavernd ríkisins 2,0
02 902 101 Þjóðminjasafn Íslands 8,2
02 902 110 Byggða- og minjasöfn 0,2
02 903 101 Þjóðskjalasafn Íslands 6,9
02 905 101 Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn 18,9
02 906 101 Listasafn Einars Jónssonar 0,5
02 907 101 Listasafn Íslands 5,4
02 907 102 Listasafn Ásgríms Jónssonar 0,1
02 908 101 Kvikmyndasafn Íslands 2,1
02 909 101 Blindrabókasafn Íslands 2,8
02 911 101 Náttúruminjasafn Íslands 1,3
02 918 110 Safnasjóður 7,3
02 919 190 Söfn, ýmis framlög 4,1
02 919 198 Söfn, ýmis framlög menntamálaráðuneytis 7,8
02 972 101 Íslenski dansflokkurinn 4,2
02 973 101 Þjóðleikhúsið 7,4
02 974 101 Sinfóníuhljómsveit Íslands 6,4
02 979 101 Húsafriðunarnefnd -2,2
02 981 101 Kvikmyndamiðstöð Íslands 2,2
02 982 190 Listir 4,8
02 982 191 Menningarstofnanir, óskipt 1,4
02 983 111 Styrkir til útgáfumála 5,3
02 983 121 Tónlistarsaga Íslands 0,1
02 983 152 Skriðuklaustur 0,3
02 983 153 Snorrastofa 1,1
02 985 101 Landsskrifstofa menntaáætlana ESB 1,2
02 985 190 Alþjóðleg samskipti vegna rammaáætlana ESB 3,0
02 985 191 Rammaáætlanir ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun 281,3
02 988 190 Æskulýðsmál 2,1
02 989 125 Skákskóli Íslands 0,1
02 989 190 Ýmis íþróttamál 0,7
02 999 113 Útvarpsréttarnefnd 0,1
02 999 181 Verkefni á vegum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO 0,3
02 999 190 Ýmis framlög 13,0
02 999 198 Ýmis framlög menntamálaráðuneytis 9,4
03 101 101 Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa 30,7
03 111 101 Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytis 2,0
03 190 124 Samningur um eftirlit með tæknilegum viðskiptahindrunum 0,2
03 190 125 Hafréttarstofnun Íslands 0,2
03 190 126 Nám í heimskautarétti 0,5
03 190 131 Nefnd um landgrunnsmörk Íslands 0,3
03 214 101 Varnarmálastofnun 55,6
03 300 101 Sendiráð Íslands 264,8
03 390 101 Almennur rekstur 3,6
03 390 111 Þróunaraðstoð 361,3
03 391 110 Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna 5,8
03 391 111 Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO 2,5
03 391 112 Þróunaraðstoð Sameinuðu þjóðanna, UNDP 11,6
03 391 113 Alþjóðabarnahjálparstofnunin, UNICEF 40,8
03 391 115 Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna 4,6
03 391 121 Hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna fyrir konur í þróunarlöndum, UNIFEM 36,5
03 391 130 Mannúðarmál og neyðaraðstoð 103,4
03 391 190 Þróunarmál og hjálparstarfsemi, óskipt 164,2
03 401 110 Sameinuðu þjóðirnar, UN 27,4
03 401 113 Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO 4,5
03 401 115 Alþjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA 3,7
03 401 116 Alþjóðaviðskiptastofnunin, WTO 1,2
03 401 135 Norðurskautsráðið, Eystrasaltsráðið, Barentsráðið 1,1
03 401 139 Evrópuráðið 11,5
03 401 140 Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunin, OECD 13,9
03 401 141 Atlantshafsbandalagið, NATO 16,8
03 401 170 Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA 15,8
03 401 171 Eftirlitsstofnun EFTA, ESA 25,2
03 401 172 EFTA-dómstóllinn 8,2
03 401 175 Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE 8,7
03 401 181 Samningur um bann við tilraunum með kjarnavopn 0,6
03 401 185 Alþjóðleg friðargæsla 55,2
03 401 187 Íslensk friðargæsla 4,7
04 101 101 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa 13,4
04 190 132 Starfsmenntun, markaðsöflun, kynning og tilraunir 2,6
04 190 133 Kynning erlendis á nýtingu á auðlindum hafsins 5,6
04 190 149 Úrskurðarnefndir -1,2
04 190 151 Norður-Atlantshafslaxveiðinefndin, NASCO 0,9
04 190 152 Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið, NAMMCO 0,9
04 190 153 Alþjóðahafrannsóknir (ICES, NAFO, NEAFC, ICCAT) 7,5
04 190 154 Alþjóðahvalveiðiráðið, IWC 1,7
04 190 190 Ýmis verkefni 6,3
04 190 198 Ýmis framlög sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis 9,3
04 215 101 Fiskistofa 27,3
04 217 101 Verðlagsstofa skiptaverðs 0,2
04 234 101 Matvælastofnun 33,2
04 331 101 Héraðs- og Austurlandsskógar 2,0
04 332 101 Suðurlandsskógar 0,3
04 335 101 Skjólskógar á Vestfjörðum 0,3
04 336 101 Norðurlandsskógar 0,7
04 401 101 Hafrannsóknastofnunin 56,9
04 405 101 Veiðimálastofnun 2,6
04 411 101 Matvælarannsóknir 34,1
04 421 101 Bygging rannsóknastofnana sjávarútvegsins
04 423 101 Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna 0,6
04 481 101 Rannsóknir háskóla í þágu landbúnaðar 5,5
04 483 111 Bændur græða landið 1,0
04 483 115 Rannsóknir í skógrækt í þágu landbúnaðar 0,7
04 487 101 Hagþjónusta landbúnaðarins 0,5
04 811 111 Ráðgjafaþjónusta og búfjárrækt 37,8
06 101 101 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti, aðalskrifstofa 6,8
06 106 101 Þjóðskrá 11,0
06 111 110 Kosningar 0,4
06 190 110 Fastanefndir 0,4
06 190 125 Tilkynningaskylda íslenskra skipa 0,5
06 190 126 Almannavarna- og björgunarskóli á Gufuskálum 0,5
06 190 127 Slysavarnafélagið Landsbjörg 8,0
06 190 140 Alþjóðasamstarf 2,1
06 190 151 Innheimta meðlaga 0,4
06 190 193 Dómsmál, ýmis kostnaður 0,2
06 201 101 Hæstiréttur 3,7
06 210 101 Héraðsdómstólar 12,8
06 231 110 Málskostnaður í opinberum málum 32,0
06 232 110 Opinber réttaraðstoð 14,4
06 251 101 Persónuvernd 2,2
06 301 105 Ríkissaksóknari 2,1
06 303 101 Ríkislögreglustjóri 30,0
06 303 111 Rekstur lögreglubifreiða -10,9
06 303 611 Bifreiðar 11,4
06 305 101 Lögregluskóli ríkisins 6,2
06 310 101 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu 35,0
06 312 101 Yfirstjórn -0,8
06 312 120 Löggæsla -20,7
06 312 130 Löggæsla -6,8
06 312 140 Tollgæsla -18,2
06 325 110 Samræmd neyðarsvörun 1,6
06 341 125 Átak í löggæslu vegna fíkniefnamála 2,1
06 390 110 Ýmis löggæslukostnaður 0,4
06 390 118 Viðbótartryggingar lögreglumanna 2,1
06 395 190 Landhelgisgæsla Íslands 199,1
06 395 541 Viðhald skipa og flugfarkosta 14,0
06 397 101 Schengen-samstarf 4,5
06 398 101 Útlendingastofnun 8,5
06 411 101 Sýslumaðurinn í Reykjavík 5,7
06 412 101 Yfirstjórn 1,1
06 412 120 Löggæsla 0,6
06 413 101 Yfirstjórn 0,9
06 413 120 Löggæsla 1,7
06 414 101 Yfirstjórn 1,5
06 414 120 Löggæsla 1,2
06 415 101 Sýslumaðurinn í Búðardal 0,5
06 416 101 Sýslumaðurinn á Patreksfirði 0,8
06 417 101 Sýslumaðurinn í Bolungarvík 0,4
06 418 101 Yfirstjórn 2,0
06 418 120 Löggæsla 3,4
06 419 101 Sýslumaðurinn á Hólmavík 0,6
06 420 101 Yfirstjórn 1,1
06 420 105 Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar 0,9
06 420 120 Löggæsla 1,3
06 421 101 Yfirstjórn 1,0
06 421 120 Löggæsla 0,6
06 422 101 Sýslumaðurinn á Siglufirði 0,9
06 424 101 Yfirstjórn 3,3
06 424 120 Löggæsla 3,4
06 424 140 Yfirstjórn 0,1
06 425 101 Yfirstjórn 1,6
06 425 120 Löggæsla 1,5
06 426 101 Yfirstjórn 1,1
06 426 120 Löggæsla 1,2
06 426 140 Löggæsla -0,1
06 428 101 Yfirstjórn 1,5
06 428 120 Löggæsla 2,1
06 428 140 Löggæsla -0,1
06 429 101 Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði 0,7
06 430 101 Yfirstjórn 0,3
06 431 101 Yfirstjórn 2,0
06 431 120 Löggæsla 1,7
06 432 101 Yfirstjórn 1,1
06 432 120 Löggæsla 0,5
06 432 140 Löggæsla 0,2
06 433 101 Yfirstjórn 1,8
06 433 120 Löggæsla 3,6
06 433 140 Löggæsla 0,2
06 434 101 Sýslumaðurinn í Reykjanesbæ 2,2
06 436 101 Sýslumaðurinn í Hafnarfirði 4,1
06 437 101 Sýslumaðurinn í Kópavogi 3,9
06 490 110 Ýmis sameiginlegur kostnaður 0,1
06 490 130 Kostnaður skv. lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs 8,9
06 501 101 Fangelsismálastofnun ríkisins 18,0
06 701 101 Biskup Íslands 13,1
06 733 111 Kirkjugarðar 47,9
07 101 101 Félags- og tryggingamálaráðuneyti, aðalskrifstofa 6,3
07 190 110 Fastanefndir 0,9
07 190 123 Framkvæmdaáætlun um jafnréttismál 0,3
07 190 190 Ýmislegt 10,7
07 302 101 Ríkissáttasemjari 2,1
07 313 101 Jafnréttisstofa 0,8
07 331 101 Vinnueftirlit ríkisins 8,5
07 400 101 Almennur rekstur 21,9
07 400 120 Heimili fyrir börn og unglinga 9,5
07 700 101 Stjórnarnefnd málefna fatlaðra 0,6
07 700 180 Starfsþjálfun 0,6
07 700 181 Tölvumiðstöð fatlaðra 0,1
07 700 183 Liðveisla við fólk sem er háð öndunarvélum 1,1
07 700 190 Ýmis verkefni 6,0
07 701 101 Almennur rekstur 26,8
07 701 186 Samningur við Reykjavíkurborg um þjónustu við geðfatlaða 2,8
07 702 101 Almennur rekstur 15,3
07 702 161 Dagvistun Keflavík 0,3
07 702 189 Þjónusta á vegum félagasamtaka 0,2
07 703 101 Almennur rekstur 1,4
07 704 101 Almennur rekstur 2,1
07 705 186 Samningur við samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðra 2,0
07 706 185 Samningur við Norðurþing um þjónustu við fatlaða 0,7
07 706 186 Samningur við Akureyrarbæ um þjónustu við fatlaða 4,8
07 707 101 Almennur rekstur 2,6
07 707 186 Samningur við Sveitarfélagið Hornafjörð um þjónustu við fatlaða 0,2
07 708 101 Almennur rekstur 5,0
07 708 186 Samningur við Vestmannaeyjabæ um þjónustu við fatlaða 0,6
07 711 101 Styrktarfélag vangefinna 9,3
07 720 170 Vistheimilið Skálatúni 4,6
07 722 170 Sólheimar í Grímsnesi 4,5
07 750 101 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins 4,8
07 755 101 Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta 6,0
07 795 101 Almennur rekstur 0,6
07 821 101 Tryggingastofnun ríkisins -9,5
07 980 101 Vinnumálastofnun 4,3
07 981 113 Kjararannsóknarnefnd 1,3
07 981 181 Alþjóðavinnumálastofnunin, ILO 3,2
07 981 190 Ýmislegt 0,5
07 984 115 Umsýslukostnaður Vinnumálastofnunar 9,0
07 985 110 Félagsmálaskóli alþýðu 0,5
07 989 101 Umsýslukostnaður Vinnumálastofnunar 2,3
07 999 110 Kostnaður skv. 15. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga 0,9
07 999 134 Geysir, vinnumiðlun fyrir geðfatlaða 0,9
07 999 140 Kvennaathvarf í Reykjavík 0,7
07 999 141 Stígamót 0,6
07 999 143 Krossgötur, endurhæfingarheimili 0,7
07 999 144 Athvarf fyrir heimilislausa 0,9
07 999 147 Félagsþjónusta við nýbúa 0,1
07 999 149 Innflytjendaráð og móttaka flóttamanna 4,8
07 999 160 Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna -1,6
07 999 190 Ýmis framlög 10,0
07 999 198 Ýmis framlög félags- og tryggingamálaráðuneytis 5,6
08 101 101 Heilbrigðisráðuneyti, aðalskrifstofa 13,7
08 202 101 Sjúkratryggingastofnun 0,9
08 206 115 Lyf 1.524,4
08 206 116 Lyf með S-merkingu 469,0
08 206 121 Hjálpartæki 395,1
08 206 125 Hjúkrun í heimahúsum 10,0
08 206 131 Þjálfun 176,1
08 206 135 Tannlækningar 125,4
08 206 141 Sjúkraflutningar og ferðir innan lands 25,2
08 206 145 Brýn meðferð erlendis 190,4
08 206 151 Sjúkrakostnaður vegna veikinda og slysa erlendis 42,0
08 301 101 Landlæknir 7,3
08 305 101 Lýðheilsustöð 5,7
08 324 101 Heyrnar- og talmeinastöð Íslands 3,3
08 327 101 Geislavarnir ríkisins 3,0
08 340 110 Endurhæfingarstöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 3,7
08 340 115 Samningur um sjúkraþjálfun fyrir fatlaða 1,0
08 340 120 Sjálfsbjörg Akureyri 0,2
08 340 130 Sumardvalarheimili í Reykjadal 0,6
08 340 140 Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga, Reykjavík 0,8
08 340 150 Endurhæfingarstöð Geðverndarfélags Íslands 0,1
08 340 160 Gigtlækningastöð Gigtarfélags Íslands 0,2
08 340 170 Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga, Akureyri 0,2
08 340 180 Gigtarráð 0,1
08 340 190 Ýmis starfsemi 0,1
08 358 101 Sjúkrahúsið á Akureyri 51,3
08 373 101 Landspítali 504,5
08 384 101 Rjóður, hvíldarheimili fyrir börn 2,5
08 386 110 Vistun ósakhæfra afbrotamanna 2,9
08 388 110 Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið 19,1
08 397 101 Lyfjastofnun 2,6
08 399 116 Lyfjagreiðslunefnd 1,0
08 399 117 Vísindasiðanefnd 0,5
08 399 130 Krabbameinsfélag Íslands, krabbameinsskráning 0,8
08 399 135 Hjartavernd, rannsóknarstöð 2,2
08 399 138 Félagið Heyrnarhjálp 0,2
08 399 142 Kostnaður samkvæmt lögum um farsóttir, sóttvarnir og ónæmi 19,9
08 399 155 Niðurgreiðsla hjálpartækja vegna heyrnar- og talmeina 16,3
08 399 158 Krýsuvíkurskóli, vist- og meðferðarheimili 1,7
08 399 171 Norræni lýðheilsuháskólinn 1,2
08 399 173 Bláa lónið, húðmeðferðir 3,8
08 399 181 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO 4,1
08 399 190 Ýmis framlög 7,3
08 399 198 Ýmis framlög heilbrigðisráðuneytis 4,6
08 401 113 Óskipt framlag til minni öldrunarstofnana 30,5
08 405 101 Hjúkrunarrými 34,9
08 405 111 Dvalarrými 7,1
08 406 101 Hjúkrunarrými 24,0
08 406 111 Dvalarrými 6,2
08 406 115 Dagvist 0,9
08 407 101 Hjúkrunarrými 28,1
08 407 111 Dvalarrými 3,8
08 408 101 Hjúkrunarrými 11,3
08 408 115 Dagvist 0,6
08 409 101 Hjúkrunarrými 16,5
08 410 101 Hjúkrunarrými 26,8
08 410 115 Dagvist 2,1
08 411 101 Hjúkrunarrými 6,1
08 412 101 Hjúkrunarrými 10,8
08 412 171 Endurhæfingardeild 2,2
08 413 101 Hjúkrunarrými 12,1
08 414 101 Hjúkrunarrými 4,4
08 414 111 Dvalarrými 0,5
08 415 101 Hjúkrunarrými 2,9
08 415 111 Dvalarrými 0,6
08 415 115 Dagvist 0,2
08 416 101 Hjúkrunarrými 3,0
08 416 111 Dvalarrými 1,0
08 416 115 Dagvist 0,2
08 417 101 Hjúkrunarrými 1,8
08 417 111 Dvalarrými 0,3
08 417 115 Dagvist 0,1
08 418 101 Hjúkrunarrými 3,2
08 421 101 Hjúkrunarrými 5,6
08 423 101 Hjúkrunarrými 7,2
08 423 111 Dvalarrými 2,7
08 423 115 Dagvist 0,7
08 424 101 Hjúkrunarrými 4,5
08 424 111 Dvalarrými 1,9
08 425 101 Hjúkrunarrými 1,4
08 425 111 Dvalarrými 1,0
08 426 101 Hjúkrunarrými 1,4
08 426 111 Dvalarrými 0,4
08 427 101 Hjúkrunarrými 1,5
08 427 111 Dvalarrými 0,4
08 427 115 Dagvist 0,1
08 428 101 Hjúkrunarrými 4,0
08 429 101 Hjúkrunarrými 2,1
08 429 111 Dvalarrými 0,2
08 433 101 Hjúkrunarrými 3,6
08 433 111 Dvalarrými 1,8
08 433 115 Dagvist 0,5
08 434 101 Hjúkrunarrými 25,1
08 434 111 Dvalarrými 3,6
08 434 115 Dagvist 1,8
08 436 101 Hjúkrunarrými 1,9
08 436 111 Dvalarrými 1,1
08 437 101 Hjúkrunarrými 3,9
08 437 111 Dvalarrými 0,5
08 437 115 Dagvist 0,2
08 438 101 Hjúkrunarrými 2,5
08 438 111 Dvalarrými 0,4
08 439 101 Hjúkrunarrými 1,8
08 439 111 Dvalarrými 0,5
08 440 101 Hjúkrunarrými 6,1
08 440 111 Dvalarrými 0,8
08 441 101 Hjúkrunarrými 4,8
08 441 111 Dvalarrými 6,6
08 441 117 Geðrými 6,5
08 442 101 Hjúkrunarrými 4,8
08 442 111 Dvalarrými 0,8
08 442 115 Dagvist 0,4
08 443 101 Hjúkrunarrými 6,5
08 443 115 Dagvist 0,3
08 444 101 Hjúkrunarrými 7,7
08 447 101 Hjúkrunarrými 28,9
08 460 111 Dvalarrými aldraðra, önnur 16,5
08 470 110 Vesturhlíð, Reykjavík 0,4
08 472 110 Hlíðabær, Reykjavík 1,5
08 473 110 Lindargata, Reykjavík 1,4
08 474 110 Dagvist og endurhæfingarstöð MS-sjúklinga 2,8
08 475 110 Múlabær, Reykjavík 2,3
08 476 110 Fríðuhús, Reykjavík 1,1
08 477 110 Dagvistun aldraðra, aðrar 16,0
08 478 110 Vistheimilið Bjarg 1,6
08 479 110 Hlaðgerðarkot 2,5
08 491 110 Reykjalundur, Mosfellsbæ 22,8
08 492 110 Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands 13,9
08 493 110 Sjálfsbjörg, hjúkrunar- og endurhæfingarstofnun 11,5
08 494 110 Hlein 1,8
08 500 113 Afnotagjöld og þjónusta við sjúkraskrárkerfi heilsugæslustöðva 5,1
08 501 112 Útvegun og rekstur sjúkrabifreiða 10,3
08 501 115 Sjúkraflug 9,1
08 506 101 Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu 84,4
08 508 101 Miðstöð heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu 15,1
08 515 101 Heilsugæslustöðin Lágmúla 3,3
08 517 101 Læknavaktin 4,0
08 553 101 Samningur við Akureyrarbæ um heilsugæslu 10,0
08 588 101 Heilsugæslustöðin í Salahverfi í Kópavogi 1,6
08 711 101 Heilsugæslusvið 3,2
08 711 111 Sjúkrasvið 13,7
08 711 121 Hjúkrunarrými 2,7
08 716 101 Heilsugæslusvið 11,3
08 716 111 Sjúkrasvið 3,6
08 716 121 Hjúkrunarrými 1,3
08 721 101 Heilsugæslusvið 3,0
08 721 111 Sjúkrasvið 0,6
08 721 121 Hjúkrunarrými 2,3
08 726 101 Heilsugæslusvið 7,0
08 726 111 Sjúkrasvið 7,6
08 726 121 Hjúkrunarrými 5,5
08 735 101 Heilsugæslusvið 1,3
08 735 111 Sjúkrasvið 0,5
08 735 121 Hjúkrunarrými 1,7
08 741 101 Heilsugæslusvið 1,8
08 741 111 Sjúkrasvið 0,3
08 741 121 Hjúkrunarrými 3,6
08 746 101 Heilsugæslusvið 7,8
08 746 111 Sjúkrasvið 2,1
08 746 121 Hjúkrunarrými 13,0
08 756 101 Heilsugæslusvið 6,7
08 756 111 Sjúkrasvið 0,6
08 756 121 Hjúkrunarrými 4,3
08 761 101 Heilsugæslusvið 8,6
08 761 111 Sjúkrasvið 1,8
08 761 121 Hjúkrunarrými 2,7
08 777 101 Heilsugæslusvið 15,3
08 777 111 Sjúkrasvið 11,7
08 777 121 Hjúkrunarrými 9,8
08 779 101 Heilsugæslusvið 2,6
08 779 111 Sjúkrasvið 1,4
08 781 101 Heilsugæslusvið 4,0
08 781 111 Sjúkrasvið 4,0
08 781 121 Hjúkrunarrými 2,4
08 787 101 Heilsugæslusvið 15,3
08 787 111 Sjúkrasvið 1,6
08 787 121 Hjúkrunarrými 6,1
08 791 101 Heilsugæslusvið 11,5
08 791 111 Sjúkrasvið 12,1
08 791 121 Hjúkrunarrými 4,4
08 795 111 St. Jósefsspítali, Sólvangur 13,6
08 795 121 Hjúkrunarrými 8,0
09 101 101 Fjármálaráðuneyti, aðalskrifstofa 13,9
09 103 101 Almennur rekstur 10,7
09 103 143 Tekjubókhaldskerfi 28,1
09 103 147 Fjárhags- og starfsmannakerfi ríkisins 37,6
09 201 101 Almennur rekstur 9,3
09 201 110 Sameiginleg útgjöld ríkisskattstjóra og skattstofa 14,2
09 201 141 Skattvinnslukerfi 24,7
09 202 101 Skattstofan í Reykjavík 4,4
09 203 101 Skattstofa Vesturlands 1,2
09 204 101 Skattstofa Vestfjarða 0,6
09 205 101 Skattstofa Norðurlands vestra 0,6
09 206 101 Skattstofa Norðurlands eystra 1,6
09 207 101 Skattstofa Austurlands 0,7
09 208 101 Skattstofa Suðurlands 1,0
09 209 101 Skattstofa Vestmannaeyja 0,4
09 211 101 Skattstofa Reykjaness 1,4
09 212 101 Ýmis sameiginleg útgjöld 1,7
09 212 130 Þungaskattur 1,9
09 214 101 Yfirskattanefnd 2,0
09 215 101 Skattrannsóknarstjóri ríkisins 3,1
09 250 110 Ýmis innheimtukostnaður 37,6
09 262 101 Tollstjórinn 14,1
09 262 145 Tollafgreiðslukerfi 16,9
09 901 101 Framkvæmdasýsla ríkisins
09 905 101 Ríkiskaup
09 980 101 Rekstur húsnæðis
09 980 105 Rekstur tölvukerfis -1,1
09 984 101 Yfirstjórn 1,0
09 984 111 Rekstur fasteigna -176,8
09 984 521 Viðhald fasteigna 176,1
09 985 101 Fyrrum varnarsvæði við Keflavíkurflugvöll 93,9
09 994 101 Virðisaukaskattur ríkisstofnana af tölvuvinnslu 6,8
09 999 110 Símakostnaður og burðargjöld fyrir Stjórnarráðið 2,6
09 999 112 Greiðslur til samtaka höfundarréttarhafa fyrir ljósritun á höfundarréttarvernduðu efni 0,7
09 999 113 Kjarasamningar 0,4
09 999 114 Tryggingabætur samkvæmt kjarasamningum 4,1
09 999 115 Kjararannsóknir 0,2
09 999 145 Ýmsar nefndir 0,6
09 999 149 Rekstur fjárlagakerfis ráðuneyta og Alþingis 0,5
09 999 160 Dómkröfur 18,1
09 999 165 Kjararáð 0,3
09 999 167 Þjóðlendumál 1,9
09 999 190 Ýmis verkefni 8,4
10 101 101 Samgönguráðuneyti, aðalskrifstofa 9,1
10 190 111 Fastanefndir 0,1
10 190 123 Slysavarnaskóli sjómanna 1,6
10 190 134 Flugskóli Íslands 2,3
10 190 198 Ýmis framlög samgönguráðuneytis 3,0
10 211 101 Almennur rekstur 32,4
10 211 105 Umdæmi og rekstrardeildir
10 212 107 Þjónusta 287,6
10 212 111 Styrkir til ferja og sérleyfishafa 83,4
10 212 113 Styrkir til innanlandsflugs 26,8
10 212 121 Rannsóknir 11,8
10 212 510 Viðhald 414,9
10 212 610 Framkvæmdir 1.673,0
10 251 101 Umferðarstofa 9,5
10 281 101 Rannsóknanefnd umferðarslysa 0,7
10 335 101 Almennur rekstur 4,3
10 335 111 Vaktstöð siglinga 25,5
10 335 680 Sjóvarnargarðar 4,6
10 336 101 Almennur rekstur 1,1
10 336 670 Hafnabótasjóður 49,3
10 336 674 Lendingabætur 0,7
10 336 676 Ferjubryggjur 1,0
10 381 101 Rannsóknanefnd sjóslysa 1,7
10 471 101 Flugmálastjórn Íslands 20,6
10 475 101 Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta 92,7
10 475 111 Keflavíkurflugvöllur 113,3
10 475 541 Viðhald 5,1
10 475 641 Framkvæmdir 35,7
10 481 101 Rannsóknanefnd flugslysa 1,9
10 512 101 Póst- og fjarskiptastofnunin 7,5
11 101 101 Iðnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa 5,8
11 205 101 Nýsköpunarmiðstöð Íslands 11,9
11 299 110 Fastanefndir 0,2
11 299 130 Alþjóðlegt samstarf 0,8
11 299 198 Nýsköpun og markaðsmál, ýmis framlög iðnaðarráðuneytis 2,0
11 301 101 Orkustofnun 35,1
11 371 101 Rekstur Orkusjóðs 2,9
11 373 111 Niðurgreiðslur á hitun íbúðarhúsnæðis 91,6
11 401 110 Byggðaáætlun 37,2
11 411 110 Byggðastofnun 5,7
11 411 111 Atvinnuráðgjafar á landsbyggðinni 6,7
11 501 101 Ferðamálastofa 1,4
11 501 105 Landkynningarskrifstofur erlendis 18,3
11 501 115 Samstarfssamningar við Grænland og Færeyjar 4,8
11 501 121 Fjölsóttir ferðamannastaðir 5,8
11 599 147 Markaðssetning Íslands í Norður-Ameríku 23,9
11 599 190 Ýmis ferðamál 5,6
11 599 198 Ýmis ferðamál iðnaðarráðuneytis 7,8
12 101 101 Viðskiptaráðuneyti, aðalskrifstofa 6,1
12 190 115 Fastanefndir 0,4
12 411 101 Samkeppniseftirlitið 8,3
12 421 101 Neytendastofa 10,8
12 425 101 Talsmaður neytenda 0,3
12 431 101 Einkaleyfastofan 4,1
14 101 101 Umhverfisráðuneyti, aðalskrifstofa 6,9
14 190 110 Fastanefndir 0,2
14 190 112 Samvinnunefnd um miðhálendið 0,1
14 190 140 Alþjóðastofnanir 7,2
14 190 141 Skrifstofa um vernd gróður- og dýraríkis á norðlægum slóðum, CAFF 0,3
14 190 142 Skrifstofa Norðurskautsráðsins um varnir gegn mengun hafsins, PAME 0,3
14 190 156 Vernd Breiðafjarðar 0,2
14 190 161 Úrskurðarnefnd um skipulags- og byggingarmál 1,1
14 190 190 Ýmis verkefni 2,6
14 190 198 Ýmis framlög umhverfisráðuneytis 5,4
14 202 101 Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn
14 211 101 Umhverfisstofnun 11,4
14 211 111 Endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna veiða á ref og mink 0,9
14 212 101 Vatnajökulsþjóðgarður 0,3
14 231 101 Landgræðsla ríkisins 15,1
14 231 190 Fyrirhleðslur 2,5
14 241 101 Skógrækt ríkisins 5,0
14 301 101 Skipulagsstofnun 2,6
14 310 101 Landmælingar Íslands 6,9
14 321 101 Brunamálastofnun ríkisins 4,3
14 401 101 Náttúrufræðistofnun Íslands 10,8
14 403 110 Náttúrustofa Neskaupstað 0,4
14 403 111 Náttúrustofa Vestmannaeyjum 0,4
14 403 112 Náttúrustofa Bolungarvík 0,8
14 403 113 Náttúrustofa Stykkishólmi 0,4
14 403 114 Náttúrustofa Sauðárkróki 0,4
14 403 115 Náttúrustofa Sandgerði 0,4
14 403 116 Náttúrustofa Húsavík 0,4
14 407 101 Stofnun Vilhjálms Stefánssonar 0,9
14 412 101 Almennur rekstur -7,6
14 412 170 Veðurþjónusta fyrir millilandaflug

Fjárheimild vegna forsendu í fjárlagafrumvarpi um 3% launahækkun 1. mars
færist á launa- og verðlagslið.

Fjárlagaliður Heiti viðfangs M.kr.
00 101 101 Almennur rekstur -2,6
00 201 101 Alþingiskostnaður -15,2
00 201 104 Alþjóðasamstarf -0,1
00 201 106 Almennur rekstur -14,3
00 201 106 Almennur rekstur -2,0
00 201 107 Sérverkefni -0,7
00 201 110 Rekstur fasteigna -0,6
00 301 101 Ríkisstjórn -6,0
00 401 101 Hæstiréttur -3,3
00 610 101 Umboðsmaður Alþingis -2,1
00 620 101 Ríkisendurskoðun -9,1
01 101 101 Forsætisráðuneyti, aðalskrifstofa -3,4
01 190 116 Nefnd um þróun Evrópumála -0,2
01 190 117 Úrskurðarnefnd upplýsingalaga -0,1
01 190 140 Gjöf Jóns Sigurðssonar -0,1
01 190 151 Undirbúningur að hátíðarhöldum vegna tveggja alda afmælis Jóns Sigurðssonar forseta -0,1
01 190 156 Nefnd til að kanna starfsemi vist- og meðferðaheimila fyrir börn -0,4
01 190 190 Ýmis verkefni -0,2
01 201 101 Fasteignir forsætisráðuneytis -0,6
01 231 101 Norðurlandaskrifstofa forsætisráðuneytis -0,6
01 241 101 Umboðsmaður barna -0,7
01 251 101 Þjóðmenningarhúsið -1,8
01 255 101 Gljúfrasteinn – Hús skáldsins -0,5
01 261 101 Óbyggðanefnd -1,2
01 271 101 Ríkislögmaður -1,2
01 401 101 Hagstofa Íslands -15,1
01 902 101 Þjóðgarðurinn á Þingvöllum -1,0
02 101 101 Menntamálaráðuneyti, aðalskrifstofa -11,8
02 201 101 Háskóli Íslands -155,8
02 201 113 Háskólasjóður -0,1
02 202 101 Tilraunastöð Háskólans að Keldum -3,0
02 203 101 Raunvísindastofnun Háskólans -5,8
02 209 101 Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum -5,8
02 210 101 Háskólinn á Akureyri -21,6
02 216 101 Landbúnaðarháskóli Íslands -6,9
02 217 101 Hólaskóli – Háskólinn á Hólum -3,7
02 223 101 Námsmatsstofnun -1,8
02 225 101 Háskólinn á Bifröst -5,7
02 227 101 Háskólinn í Reykjavík -34,9
02 228 101 Listaháskóli Íslands -10,7
02 231 101 Rannsóknamiðstöð Íslands -1,5
02 234 111 Ritlauna- og rannsóknasjóður prófessora -3,5
02 234 112 Launatengd gjöld -0,6
02 299 180 Vísindastarfsemi -0,3
02 299 190 Háskólastarfsemi -1,1
02 299 191 Háskólar, óskipt -0,9
02 301 101 Menntaskólinn í Reykjavík -9,7
02 302 101 Menntaskólinn á Akureyri -9,1
02 303 101 Menntaskólinn að Laugarvatni -2,9
02 304 101 Menntaskólinn við Hamrahlíð -14,0
02 305 101 Menntaskólinn við Sund -8,3
02 306 101 Menntaskólinn á Ísafirði -5,0
02 307 101 Menntaskólinn á Egilsstöðum -4,8
02 308 101 Menntaskólinn í Kópavogi -14,8
02 309 101 Kvennaskólinn í Reykjavík -6,4
02 316 105 Fasteignir skóla -0,5
02 319 111 Sameiginleg þjónusta -0,4
02 319 112 Orlof kennara -3,9
02 319 114 Sérkennsla -1,3
02 319 115 Prófkostnaður -0,4
02 319 116 Nýjungar í skólastarfi -0,5
02 319 117 Námsskrárgerð -0,9
02 319 118 Námsefnisgerð -3,1
02 319 120 Sjálfsmatskerfi framhaldsskóla -4,5
02 319 121 Nám tannsmiða -0,3
02 319 123 Raungreina- og nýsköpunarkeppnir -0,1
02 319 126 Verkefnasjóður skólasamninga -0,4
02 319 128 Mat á skólastarfi -1,2
02 319 129 Forvarnastarf í skólum -0,1
02 319 130 Endurmenntun -0,7
02 319 138 Menntun á sviði kvikmyndagerðar -0,6
02 319 139 Nám í listdansi -2,4
02 319 141 Framkvæmd nýrrar skólastefnu -2,4
02 319 190 Framhaldsskólar, óskipt -5,4
02 350 101 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti -18,2
02 351 101 Fjölbrautaskólinn Ármúla -16,7
02 352 101 Flensborgarskóli -9,6
02 353 101 Fjölbrautaskóli Suðurnesja -13,1
02 354 101 Fjölbrautaskóli Vesturlands -8,8
02 355 101 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum -3,3
02 356 101 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra -5,9
02 357 101 Fjölbrautaskóli Suðurlands -13,0
02 358 101 Verkmenntaskóli Austurlands -3,8
02 359 101 Verkmenntaskólinn á Akureyri -19,2
02 360 101 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ -9,0
02 361 101 Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu -2,4
02 362 101 Framhaldsskólinn á Húsavík -2,5
02 363 101 Framhaldsskólinn á Laugum -2,5
02 365 101 Borgarholtsskóli -16,4
02 367 101 Fjölbrautaskóli Snæfellinga -2,9
02 368 101 Menntaskóli Borgarfjarðar -1,9
02 369 101 Menntaskólinn Hraðbraut -3,3
02 370 101 Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ -0,8
02 372 101 Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð -0,3
02 430 101 Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra -0,9
02 441 101 Fullorðinsfræðsla fatlaðra -4,6
02 451 111 Símenntun og fjarkennsla -0,3
02 451 122 Fræðslumiðstöð Vestfjarða -0,1
02 451 131 Fræða- og þekkingarsetur -0,3
02 451 141 Íslenskukennsla fyrir útlendinga -4,5
02 504 101 Tækniskólinn -26,7
02 516 101 Iðnskólinn í Hafnarfirði -10,4
02 541 101 Hússtjórnarskólinn í Reykjavík -0,4
02 551 101 Hússtjórnarskólinn Hallormsstað -0,4
02 581 101 Verslunarskóli Íslands -14,7
02 720 134 Sprotasjóður -0,9
02 720 137 Endurmenntun -0,3
02 725 101 Námsgagnastofnun -2,6
02 901 101 Fornleifavernd ríkisins -1,4
02 902 101 Þjóðminjasafn Íslands -6,0
02 903 101 Þjóðskjalasafn Íslands -5,2
02 903 111 Héraðsskjalasöfn -0,3
02 905 101 Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn -10,7
02 906 101 Listasafn Einars Jónssonar -0,3
02 907 101 Listasafn Íslands -2,1
02 907 102 Listasafn Ásgríms Jónssonar -0,1
02 908 101 Kvikmyndasafn Íslands -0,6
02 909 101 Blindrabókasafn Íslands -1,2
02 911 101 Náttúruminjasafn Íslands -0,2
02 918 110 Safnasjóður -0,3
02 972 101 Íslenski dansflokkurinn -1,7
02 973 101 Þjóðleikhúsið -14,7
02 974 101 Sinfóníuhljómsveit Íslands -12,9
02 978 101 Listasjóðir skv. lögum nr. 35/1991 -8,2
02 979 101 Húsafriðunarnefnd -1,4
02 981 101 Kvikmyndamiðstöð Íslands -0,8
02 983 117 Launasjóður höfunda fræðirita -0,3
02 983 121 Tónlistarsaga Íslands -0,1
02 983 152 Skriðuklaustur -0,3
02 985 190 Alþjóðleg samskipti vegna rammaáætlana ESB -0,2
02 989 122 Launasjóður stórmeistara í skák -0,4
02 989 125 Skákskóli Íslands -0,2
02 999 113 Útvarpsréttarnefnd -0,2
03 101 101 Utanríkisráðuneyti, aðalskrifstofa -14,5
03 111 101 Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytis -3,2
03 190 124 Samningur um eftirlit með tæknilegum viðskiptahindrunum -0,2
03 190 125 Hafréttarstofnun Íslands -0,1
03 190 131 Nefnd um landgrunnsmörk Íslands -0,2
03 214 101 Varnarmálastofnun -11,0
03 300 101 Sendiráð Íslands -9,3
03 390 101 Almennur rekstur -1,7
03 390 111 Þróunaraðstoð -4,5
03 391 110 Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna -3,9
03 391 115 Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna -3,0
03 401 187 Íslensk friðargæsla -12,6
04 101 101 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa -7,3
04 190 115 Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða -0,1
04 190 136 Matvælasetur -0,2
04 190 149 Úrskurðarnefndir -0,4
04 190 198 Ýmis framlög sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis -0,2
04 215 101 Fiskistofa -10,7
04 217 101 Verðlagsstofa skiptaverðs -0,3
04 234 101 Matvælastofnun -13,0
04 331 101 Héraðs- og Austurlandsskógar -0,8
04 332 101 Suðurlandsskógar -0,9
04 334 101 Vesturlandsskógar -0,5
04 335 101 Skjólskógar á Vestfjörðum -0,4
04 336 101 Norðurlandsskógar -0,9
04 401 101 Hafrannsóknastofnunin -19,0
04 405 101 Veiðimálastofnun -1,6
04 421 101 Bygging rannsóknastofnana sjávarútvegsins
04 423 101 Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna -1,3
04 487 101 Hagþjónusta landbúnaðarins -0,5
06 101 101 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti, aðalskrifstofa -6,4
06 106 101 Þjóðskrá -4,6
06 111 110 Kosningar -0,2
06 190 110 Fastanefndir -0,6
06 190 111 Námsleyfi lögfræðinga -0,1
06 190 125 Tilkynningaskylda íslenskra skipa -0,3
06 190 126 Almannavarna- og björgunarskóli á Gufuskálum -0,2
06 201 101 Hæstiréttur -1,4
06 210 101 Héraðsdómstólar -18,8
06 251 101 Persónuvernd -0,9
06 301 105 Ríkissaksóknari -2,4
06 303 101 Ríkislögreglustjóri -21,8
06 303 111 Rekstur lögreglubifreiða 0,3
06 305 101 Lögregluskóli ríkisins -3,5
06 310 101 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu -63,0
06 312 101 Yfirstjórn -2,0
06 312 120 Löggæsla -16,7
06 312 120 Löggæsla -13,7
06 312 120 Löggæsla -5,4
06 341 125 Átak í löggæslu vegna fíkniefnamála -0,2
06 390 110 Ýmis löggæslukostnaður -0,9
06 395 190 Landhelgisgæsla Íslands -32,6
06 397 101 Schengen-samstarf -0,4
06 398 101 Útlendingastofnun -2,4
06 411 101 Sýslumaðurinn í Reykjavík -6,2
06 412 101 Yfirstjórn -1,5
06 412 120 Löggæsla -2,3
06 413 101 Yfirstjórn -1,2
06 413 120 Löggæsla -1,9
06 414 101 Yfirstjórn -1,5
06 414 120 Löggæsla -1,9
06 415 101 Sýslumaðurinn í Búðardal -0,5
06 416 101 Sýslumaðurinn á Patreksfirði -0,7
06 417 101 Sýslumaðurinn í Bolungarvík -0,5
06 418 101 Yfirstjórn -1,7
06 418 120 Löggæsla -4,2
06 418 140 Tollgæsla -0,1
06 419 101 Sýslumaðurinn á Hólmavík -0,5
06 420 101 Yfirstjórn -1,0
06 420 105 Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar -1,1
06 420 120 Löggæsla -1,4
06 421 101 Yfirstjórn -1,2
06 421 120 Löggæsla -1,8
06 422 101 Sýslumaðurinn á Siglufirði -1,1
06 424 101 Yfirstjórn -3,2
06 424 120 Löggæsla -6,4
06 424 140 Tollgæsla -0,3
06 425 101 Yfirstjórn -1,4
06 425 120 Löggæsla -1,9
06 426 101 Yfirstjórn -1,6
06 426 120 Löggæsla -2,0
06 426 120 Löggæsla -0,5
06 428 101 Yfirstjórn -1,5
06 428 120 Löggæsla -3,3
06 428 120 Löggæsla -0,2
06 429 101 Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði -0,7
06 430 101 Yfirstjórn -0,6
06 430 105 Lögbirtingablað -0,2
06 431 101 Yfirstjórn -1,0
06 431 120 Löggæsla -2,0
06 432 101 Yfirstjórn -1,3
06 432 120 Löggæsla -1,9
06 432 120 Löggæsla -0,4
06 433 101 Yfirstjórn -2,6
06 433 120 Löggæsla -3,9
06 433 140 Tollgæsla -0,2
06 434 101 Sýslumaðurinn í Reykjanesbæ -3,1
06 436 101 Sýslumaðurinn í Hafnarfirði -3,6
06 437 101 Sýslumaðurinn í Kópavogi -3,2
06 490 110 Ýmis sameiginlegur kostnaður -0,4
06 501 101 Fangelsismálastofnun ríkisins -19,8
06 701 101 Biskup Íslands -37,0
06 707 110 Kristnisjóður -2,2
06 733 111 Kirkjugarðar -8,0
07 101 101 Félags- og tryggingamálaráðuneyti, aðalskrifstofa -5,8
07 190 110 Fastanefndir -1,1
07 190 123 Framkvæmdaáætlun um jafnréttismál -0,1
07 302 101 Ríkissáttasemjari -0,8
07 313 101 Jafnréttisstofa -1,3
07 331 101 Vinnueftirlit ríkisins -9,2
07 400 101 Almennur rekstur -5,3
07 400 120 Heimili fyrir börn og unglinga -7,4
07 700 101 Stjórnarnefnd málefna fatlaðra -0,1
07 700 150 Laun vegna forfalla, orlofs o.fl. -0,4
07 700 180 Starfsþjálfun -0,6
07 700 181 Tölvumiðstöð fatlaðra -0,2
07 700 183 Liðveisla við fólk sem er háð öndunarvélum -1,6
07 700 190 Ýmis verkefni -3,3
07 701 101 Almennur rekstur -56,5
07 701 130 Verndaðir vinnustaðir -1,4
07 701 186 Samningur við Reykjavíkurborg um þjónustu við geðfatlaða -3,0
07 702 101 Almennur rekstur -38,9
07 702 161 Dagvistun Keflavík -0,5
07 702 189 Þjónusta á vegum félagasamtaka -0,2
07 703 101 Almennur rekstur -7,2
07 704 101 Almennur rekstur -4,4
07 705 186 Samningur við samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðra -8,2
07 706 185 Samningur við Norðurþing um þjónustu við fatlaða -2,8
07 706 186 Samningur við Akureyrarbæ um þjónustu við fatlaða -19,9
07 707 101 Almennur rekstur -6,5
07 707 186 Samningur við Sveitarfélagið Hornafjörð um þjónustu við fatlaða -0,7
07 708 101 Almennur rekstur -8,3
07 708 172 Skaftholt -1,2
07 708 186 Samningur við Vestmannaeyjabæ um þjónustu við fatlaða -2,3
07 711 101 Styrktarfélag vangefinna -13,7
07 720 170 Vistheimilið Skálatúni -6,9
07 722 170 Sólheimar í Grímsnesi -4,9
07 750 101 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins -8,0
07 755 101 Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta -0,3
07 755 101 Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta -2,9
07 795 101 Almennur rekstur -0,1
07 821 101 Tryggingastofnun ríkisins -24,1
07 980 101 Vinnumálastofnun -3,4
07 981 110 Félagsdómur -0,2
07 981 113 Kjararannsóknarnefnd -0,8
07 981 190 Ýmislegt -0,3
07 983 111 Bætur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna -3,7
07 984 115 Umsýslukostnaður Vinnumálastofnunar -5,4
07 999 110 Kostnaður skv. 15. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga -0,6
07 999 134 Geysir, vinnumiðlun fyrir geðfatlaða -0,6
07 999 140 Kvennaathvarf í Reykjavík -0,7
07 999 141 Stígamót -0,6
07 999 143 Krossgötur, endurhæfingarheimili -0,4
07 999 144 Athvarf fyrir heimilislausa -0,5
07 999 147 Félagsþjónusta við nýbúa -0,1
07 999 148 Fjölmenningarsetur á Ísafirði -0,7
07 999 149 Innflytjendaráð og móttaka flóttamanna -0,2
07 999 160 Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna -0,9
08 101 101 Heilbrigðisráðuneyti, aðalskrifstofa -8,8
08 202 101 Sjúkratryggingastofnun -11,8
08 301 101 Landlæknir -5,3
08 305 101 Lýðheilsustöð -3,3
08 324 101 Heyrnar- og talmeinastöð Íslands -2,3
08 327 101 Geislavarnir ríkisins -1,4
08 340 110 Endurhæfingarstöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra -2,9
08 340 115 Samningur um sjúkraþjálfun fyrir fatlaða -0,9
08 340 120 Sjálfsbjörg Akureyri -0,1
08 340 130 Sumardvalarheimili í Reykjadal -0,3
08 340 140 Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga, Reykjavík -0,5
08 340 160 Gigtlækningastöð Gigtarfélags Íslands -0,1
08 340 170 Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga, Akureyri -0,2
08 340 180 Gigtarráð -0,1
08 358 101 Sjúkrahúsið á Akureyri -79,6
08 373 101 Landspítali -627,0
08 384 101 Rjóður, hvíldarheimili fyrir börn -2,1
08 386 110 Vistun ósakhæfra afbrotamanna -4,1
08 388 110 Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið -9,6
08 397 101 Lyfjastofnun -3,5
08 399 116 Lyfjagreiðslunefnd -0,5
08 399 117 Vísindasiðanefnd -0,5
08 399 130 Krabbameinsfélag Íslands, krabbameinsskráning -0,2
08 399 135 Hjartavernd, rannsóknarstöð -0,8
08 399 138 Félagið Heyrnarhjálp -0,1
08 399 140 Kostnaður skv. lögum nr. 25/1975 -0,1
08 399 158 Krýsuvíkurskóli, vist- og meðferðarheimili -1,0
08 399 198 Ýmis framlög heilbrigðisráðuneytis -0,8
08 401 113 Óskipt framlag til minni öldrunarstofnana -11,7
08 405 101 Hjúkrunarrými -30,5
08 405 111 Dvalarrými -3,6
08 406 101 Hjúkrunarrými -19,5
08 406 111 Dvalarrými -2,9
08 406 115 Dagvist -0,3
08 407 101 Hjúkrunarrými -22,4
08 407 111 Dvalarrými -2,0
08 408 101 Hjúkrunarrými -9,1
08 408 115 Dagvist -0,2
08 409 101 Hjúkrunarrými -13,3
08 410 101 Hjúkrunarrými -21,3
08 410 115 Dagvist -0,8
08 411 101 Hjúkrunarrými -4,8
08 412 101 Hjúkrunarrými -8,7
08 412 171 Endurhæfingardeild -1,8
08 413 101 Hjúkrunarrými -10,3
08 414 101 Hjúkrunarrými -3,7
08 414 111 Dvalarrými -0,3
08 415 101 Hjúkrunarrými -2,2
08 415 111 Dvalarrými -0,3
08 416 101 Hjúkrunarrými -2,5
08 416 111 Dvalarrými -0,4
08 416 115 Dagvist -0,1
08 417 101 Hjúkrunarrými -1,4
08 417 111 Dvalarrými -0,3
08 418 101 Hjúkrunarrými -3,4
08 421 101 Hjúkrunarrými -4,5
08 423 101 Hjúkrunarrými -5,7
08 423 111 Dvalarrými -1,2
08 423 115 Dagvist -0,3
08 424 101 Hjúkrunarrými -2,8
08 424 111 Dvalarrými -1,2
08 425 101 Hjúkrunarrými -1,1
08 425 111 Dvalarrými -0,5
08 426 101 Hjúkrunarrými -1,1
08 426 111 Dvalarrými -0,3
08 427 101 Hjúkrunarrými -1,0
08 427 111 Dvalarrými -0,2
08 428 101 Hjúkrunarrými -3,2
08 429 101 Hjúkrunarrými -1,5
08 429 111 Dvalarrými -0,1
08 433 101 Hjúkrunarrými -2,7
08 433 111 Dvalarrými -0,8
08 433 115 Dagvist -0,2
08 434 101 Hjúkrunarrými -20,2
08 434 111 Dvalarrými -2,7
08 434 115 Dagvist -0,5
08 436 101 Hjúkrunarrými -1,6
08 436 111 Dvalarrými -0,6
08 437 101 Hjúkrunarrými -3,2
08 437 111 Dvalarrými -0,6
08 437 115 Dagvist -0,1
08 438 101 Hjúkrunarrými -2,1
08 438 111 Dvalarrými -0,2
08 438 115 Dagvist -0,1
08 439 101 Hjúkrunarrými -1,3
08 439 111 Dvalarrými -0,3
08 440 101 Hjúkrunarrými -5,0
08 440 111 Dvalarrými -0,5
08 441 101 Hjúkrunarrými -3,1
08 441 111 Dvalarrými -3,4
08 441 117 Geðrými -3,2
08 442 101 Hjúkrunarrými -3,7
08 442 111 Dvalarrými -0,5
08 442 115 Dagvist -0,1
08 443 101 Hjúkrunarrými -5,0
08 443 115 Dagvist -0,1
08 444 101 Hjúkrunarrými -6,2
08 447 101 Hjúkrunarrými -14,1
08 460 111 Dvalarrými aldraðra, önnur -8,9
08 470 110 Vesturhlíð, Reykjavík -0,3
08 472 110 Hlíðabær, Reykjavík -0,7
08 473 110 Lindargata, Reykjavík -0,6
08 474 110 Dagvist og endurhæfingarstöð MS-sjúklinga -1,3
08 475 110 Múlabær, Reykjavík -0,9
08 476 110 Fríðuhús, Reykjavík -0,5
08 477 110 Dagvistun aldraðra, aðrar -4,4
08 478 110 Vistheimilið Bjarg -0,8
08 479 110 Hlaðgerðarkot -1,2
08 491 110 Reykjalundur, Mosfellsbæ -24,3
08 492 110 Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands -8,6
08 493 110 Sjálfsbjörg, hjúkrunar- og endurhæfingarstofnun -7,0
08 494 110 Hlein -2,0
08 506 101 Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu -86,4
08 515 101 Heilsugæslustöðin Lágmúla -2,6
08 517 101 Læknavaktin -5,1
08 553 101 Samningur við Akureyrarbæ um heilsugæslu -8,2
08 588 101 Heilsugæslustöðin í Salahverfi í Kópavogi -5,8
08 711 101 Heilsugæslusvið -4,8
08 711 111 Sjúkrasvið -22,7
08 711 121 Hjúkrunarrými -2,7
08 716 101 Heilsugæslusvið -9,0
08 716 111 Sjúkrasvið -4,7
08 716 121 Hjúkrunarrými -1,0
08 721 101 Heilsugæslusvið -1,9
08 721 111 Sjúkrasvið -1,2
08 721 121 Hjúkrunarrými -1,8
08 726 101 Heilsugæslusvið -5,8
08 726 111 Sjúkrasvið -8,6
08 726 121 Hjúkrunarrými -4,6
08 735 101 Heilsugæslusvið -1,2
08 735 111 Sjúkrasvið -0,2
08 735 121 Hjúkrunarrými -1,3
08 741 101 Heilsugæslusvið -1,7
08 741 111 Sjúkrasvið -1,0
08 741 121 Hjúkrunarrými -2,6
08 746 101 Heilsugæslusvið -5,0
08 746 111 Sjúkrasvið -9,7
08 746 121 Hjúkrunarrými -10,1
08 756 101 Heilsugæslusvið -4,5
08 756 111 Sjúkrasvið -2,6
08 756 121 Hjúkrunarrými -3,2
08 761 101 Heilsugæslusvið -5,7
08 761 111 Sjúkrasvið -9,7
08 761 121 Hjúkrunarrými -2,7
08 777 101 Heilsugæslusvið -14,6
08 777 111 Sjúkrasvið -15,1
08 777 121 Hjúkrunarrými -6,5
08 779 101 Heilsugæslusvið -2,1
08 779 111 Sjúkrasvið -1,1
08 781 101 Heilsugæslusvið -3,3
08 781 111 Sjúkrasvið -8,0
08 781 121 Hjúkrunarrými -1,9
08 787 101 Heilsugæslusvið -18,2
08 787 111 Sjúkrasvið -16,7
08 787 121 Hjúkrunarrými -5,2
08 791 101 Heilsugæslusvið -10,1
08 791 111 Sjúkrasvið -18,3
08 791 121 Hjúkrunarrými -3,4
08 795 111 St. Jósefsspítali, Sólvangur -17,8
08 795 121 Hjúkrunarrými -8,1
09 101 101 Fjármálaráðuneyti, aðalskrifstofa -11,8
09 103 101 Almennur rekstur -9,3
09 201 101 Almennur rekstur -12,0
09 201 141 Skattvinnslukerfi -1,1
09 202 101 Skattstofan í Reykjavík -9,0
09 203 101 Skattstofa Vesturlands -1,8
09 204 101 Skattstofa Vestfjarða -0,8
09 205 101 Skattstofa Norðurlands vestra -1,0
09 206 101 Skattstofa Norðurlands eystra -2,7
09 207 101 Skattstofa Austurlands -1,2
09 208 101 Skattstofa Suðurlands -1,3
09 209 101 Skattstofa Vestmannaeyja -0,6
09 211 101 Skattstofa Reykjaness -6,4
09 212 101 Ýmis sameiginleg útgjöld -1,3
09 214 101 Yfirskattanefnd -2,2
09 215 101 Skattrannsóknarstjóri ríkisins -3,2
09 250 110 Ýmis innheimtukostnaður -0,3
09 262 101 Tollstjórinn -23,1
09 381 101 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins -89,2
09 381 104 Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga -8,4
09 381 106 Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka Íslands -4,8
09 381 107 Eftirlaun fyrrum bankastjóra Útvegsbanka Íslands -1,0
09 381 109 Lífeyrissjóðir sveitarfélaga vegna samrekstrarstofnana -3,4
09 381 110 Eftirlaun ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara -8,2
09 381 191 Aðrar lífeyrisskuldbindingar og eftirlaun -3,1
09 901 101 Framkvæmdasýsla ríkisins
09 905 101 Ríkiskaup
09 980 101 Rekstur húsnæðis
09 980 105 Rekstur tölvukerfis -0,6
09 984 101 Yfirstjórn -1,9
09 984 111 Rekstur fasteigna 1,8
09 999 110 Símakostnaður og burðargjöld fyrir Stjórnarráðið -0,2
09 999 113 Kjarasamningar -0,4
09 999 115 Kjararannsóknir -0,2
09 999 145 Ýmsar nefndir -0,6
09 999 165 Kjararáð -0,7
09 999 166 Yfirfasteignamatsnefnd -0,4
09 999 190 Ýmis verkefni -0,8
10 101 101 Samgönguráðuneyti, aðalskrifstofa -5,6
10 190 111 Fastanefndir -0,2
10 190 123 Slysavarnaskóli sjómanna -1,0
10 281 101 Rannsóknanefnd umferðarslysa -0,6
10 335 101 Almennur rekstur -11,4
10 381 101 Rannsóknanefnd sjóslysa -0,5
10 471 101 Flugmálastjórn Íslands -5,0
10 481 101 Rannsóknanefnd flugslysa -0,5
10 512 101 Póst- og fjarskiptastofnunin -4,0
11 101 101 Iðnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa -3,7
11 205 101 Nýsköpunarmiðstöð Íslands -15,1
11 299 110 Fastanefndir -0,1
11 299 115 Fjárfestingarstofan -0,4
11 299 130 Alþjóðlegt samstarf -0,2
11 299 198 Nýsköpun og markaðsmál, ýmis framlög iðnaðarráðuneytis -0,7
11 301 101 Orkustofnun -4,3
11 399 112 Jarðhitaleit -0,8
11 399 122 Vistvænir orkugjafar -0,3
11 399 198 Ýmis verkefni iðnaðarráðuneytis -0,1
11 411 110 Byggðastofnun -3,7
11 411 111 Atvinnuráðgjafar á landsbyggðinni -4,3
11 501 101 Ferðamálastofa -1,6
11 501 105 Landkynningarskrifstofur erlendis -1,9
12 101 101 Viðskiptaráðuneyti, aðalskrifstofa -3,2
12 190 115 Fastanefndir -0,2
12 190 190 Ýmis viðskipta- og bankamál -0,1
12 411 101 Samkeppniseftirlitið -4,6
12 421 101 Neytendastofa -3,7
12 425 101 Talsmaður neytenda -0,3
12 431 101 Einkaleyfastofan -3,0
14 101 101 Umhverfisráðuneyti, aðalskrifstofa -5,1
14 190 110 Fastanefndir -0,1
14 190 112 Samvinnunefnd um miðhálendið -0,2
14 190 129 Rannsóknir á botndýrum á Íslandsmiðum -0,1
14 190 141 Skrifstofa um vernd gróður- og dýraríkis á norðlægum slóðum, CAFF -0,1
14 190 142 Skrifstofa Norðurskautsráðsins um varnir gegn mengun hafsins, PAME -0,1
14 190 156 Vernd Breiðafjarðar -0,1
14 190 161 Úrskurðarnefnd um skipulags- og byggingarmál -0,5
14 190 198 Ýmis framlög umhverfisráðuneytis -0,5
14 202 101 Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn -0,5
14 211 101 Umhverfisstofnun -10,3
14 211 111 Endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna veiða á ref og mink -0,5
14 212 101 Vatnajökulsþjóðgarður -2,1
14 231 101 Landgræðsla ríkisins -5,7
14 241 101 Skógrækt ríkisins -3,8
14 301 101 Skipulagsstofnun -3,2
14 310 101 Landmælingar Íslands -3,4
14 321 101 Brunamálastofnun ríkisins -1,9
14 401 101 Náttúrufræðistofnun Íslands -4,7
14 403 110 Náttúrustofa Neskaupstað -0,1
14 403 111 Náttúrustofa Vestmannaeyjum -0,1
14 403 112 Náttúrustofa Bolungarvík -0,2
14 403 113 Náttúrustofa Stykkishólmi -0,1
14 403 114 Náttúrustofa Sauðárkróki -0,1
14 403 115 Náttúrustofa Sandgerði -0,1
14 403 116 Náttúrustofa Húsavík -0,2
14 407 101 Stofnun Vilhjálms Stefánssonar -0,5
14 412 101 Almennur rekstur -17,6
14 412 170 Veðurþjónusta fyrir millilandaflug
09 989 190 Launa- og verðlagsmál 3.356,4
Alls vegna launa, verðlags og gengis 13.145,4