Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 445  —  1. mál.




Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2009.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (GSv, KÞJ, ÁKÓ, GuðbH, JónG, SVÓ, BjörkG, IllG).



     1.      Við 6. gr. Liðir 2.10 og 2.15 falli brott.
     2.      Við 6. gr. Liður 3.5 orðist svo: Að selja eignarhlut ríkisins í Hraunbæ 102d–102e.
     3.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        3.14     Að selja eignarhlut ríkisins í fasteigninni Mýrarbraut 13, Mýrdalshreppi.
        3.15     Að selja eignarhlut ríkisins í Suðurgötu 40, Hafnarfirði.
        3.16    Að selja sendiherrabústað í New York og verja hluta söluverðs til að kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði.
        3.17    Að selja sendiherrabústað í Washington og verja hluta söluverðs til að kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði.
        3.18    Að selja sendiherrabústað í Osló og verja hluta söluverðs til að kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði.
        3.19    Að selja sendiherrabústað í London og verja hluta söluverðs til að kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði.
     4.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        4.32    Að selja Sorpstöð Suðurlands 30 ha af útskiptu landi sem áður tilheyrði jörðinni Kirkjuferjuhjáleigu 3.
        4.33    Að selja jörðina Geldingalæk, Rangárþingi ytra.
        4.34    Að selja jörðina Gervidal í Ísafirði, Strandabyggð.
        4.35    Að selja hluta jarðarinnar Undirhrauns I, Skaftárhreppi.
        4.36    Að selja Nýbýlaland VI, Fljótsdalshéraði.
        4.37    Að selja eignarhlut ríkisins í Strandvegi 50, Vestmannaeyjum, og kaupa eða leigja hentugra húsnæði.
     5.      Við 6. gr. Liðir 6.14 og 6.17 falli brott.
     6.      Við 6. gr. Nýir liðir:
        6.31    Að kaupa hesthús í landi Mógilsár í Kollafirði.
        6.32    Að leigja viðbótarhúsnæði fyrir landlæknisembættið.
        6.33     Að leigja viðbótarhúsnæði fyrir Lyfjastofnun.
        6.34     Að leigja húsnæði fyrir Fjölsmiðjuna.
        6.35     Að kaupa flugskýli við Vestmannaeyjaflugvöll.
        6.36     Að kaupa fasteign RÚV ohf. við Efstaleiti.
     7.      Við 6. gr. Nýir liðir:
         7.12    Að endurgreiða sveitarfélögum, eða opinberum félögum á þeirra vegum, virðisaukaskatt vegna kaupa á nýjum slökkvibifreiðum og búnaði slökkviliða.
        7.13    Að heimila að endurgreiða virðisaukaskatt af sérhæfðum íþróttabúnaði fyrir fatlaða íþróttamenn.
        7.14    Að veita fjárhagslega fyrirgreiðslu til að standa undir kostnaði vegna málshöfðunar fyrir erlendum dómstólum um lögmæti íþyngjandi stjórnvaldsákvörðunar erlends stjórnvalds sem beint var að íslenskum lögaðila, eða lögaðilum, á tímabilinu 1. október til 1. desember 2008, ef ætla má að með málshöfðuninni fáist niðurstaða sem sé mikilvæg fyrir íslenska almannahagsmuni og til þess fallin að styrkja hagsmuni Íslands á erlendri grundu.
        7.15    Að ganga til samninga við hafnarsjóð Seyðisfjarðar um viðbótartollaðstöðu á Seyðisfirði.
        7.16    Að ganga til endanlegra samninga við Landsvirkjun um endurgjald fyrir vatnsréttindi ríkisins við Kárahnjúka á grundvelli úrskurðar matsnefndar um ákvörðun bóta vegna réttindanna.
        7.17    Að verja, ef á þarf að halda, frekari fjárhæðum til greiðslu bóta til þeirra er sætt hafa misgjörðum á vistheimilum fyrir börn en heimilað er í fjáraukalögum fyrir árið 2008.
        7.18    Að leggja þremur nýjum fjármálafyrirtækjum sem stofnuð hafa verið á grundvelli 1. mgr. 1. gr. laga nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., samtals allt að 385 milljarða kr. í eigið fé.
        7.19    Að leggja sparisjóðum til allt að 14 milljarða kr. stofnfé eða hlutafé á grundvelli 1. mgr. 2. gr. laga nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.
        7.20    Að kaupa af Seðlabanka Íslands þau viðskiptabréf sem bankanum hafa verið afhent til tryggingar veðlánum bankans og annast uppgjör þeirra krafna eins og hagkvæmast þykir.