Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 219. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 477  —  219. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 22. des.)



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 9. gr. laganna:
     a.      4. málsl. orðast svo: Heimilt er að segja upp samningi með tveggja mánaða fyrirvara.
     b.      Við 5. málsl. bætist: enda varðar samningur ráðstöfun á lágmarksiðgjaldi skv. 2. gr.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um heimild til endurgreiðslu lífeyrissparnaðar í séreign til erlendra ríkisborgara gilda ákvæði 4. mgr. 19. gr.
     b.      2. mgr. orðast svo:
                   Þegar rétthafi er orðinn 60 ára er heimilt að greiða út lífeyrissparnað ásamt vöxtum.
     c.      2.–4. málsl. 4. mgr. falla brott.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
     a.      2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Lífeyrissjóði er heimilt að gefa sjóðfélögum kost á að fresta eða flýta töku lífeyris enda hefjist taka lífeyris ekki fyrr en sjóðfélagi verður 60 ára.
     b.      Í stað orðanna „Í síðasta lagi sjö árum áður en taka ellilífeyris getur fyrst hafist“ í 2. tölul. 3. mgr. kemur: Áður en taka lífeyris hefst en þó eigi síðar en fyrir 65 ára aldur.

4. gr.

    Við 18. gr. laganna bætist ný málsgrein, 4. mgr., svohljóðandi:
    Lífeyrissjóðum er heimilt að skila yfirlitum sem um getur í 2. og 3. mgr. með rafrænum hætti til sjóðfélaga óski sjóðfélagi eftir því.

5. gr.

    2. málsl. 28. gr. laganna fellur brott.

6. gr.

    Við 3. mgr. 29. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: að móta innra eftirlit lífeyrissjóðsins og skjalfesta eftirlitsferla.

7. gr.

    Á eftir 2. mgr. 31. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Til viðbótar framangreindum skilyrðum skulu stjórnarmenn búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að geta gegnt stöðu sinni á tilhlýðilegan hátt.

8. gr.

    Við 4. mgr. 34. gr. laganna bætist: og skal hann hafa staðist próf í verðbréfaviðskiptum í samræmi við 53. gr. laga um verðbréfaviðskipti.

9. gr.

    Í stað orðanna „skipulagningu innra eftirlits“ í 3. tölul. 1. mgr. 35. gr. laganna kemur: skipulagningu innri endurskoðunar.

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
     a.      2. tölul. 1. mgr. orðast svo: Í skuldabréfum og víxlum sveitarfélaga og Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. og skuldabréfum og víxlum sem tryggð eru með ábyrgð þessara aðila.
     b.      Á eftir orðunum „lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði“ í 7. tölul. 1. mgr. kemur: eða tilskipun 85/611/EBE um sameiginlega fjárfestingu í framseljanlegum verðbréfum (UCITS-tilskipuninni).
     c.      Í stað orðsins „Liechtenstein“ í 2. og 3. málsl. 2. mgr. og 1. málsl. 3. mgr. kemur: ríkja Evrópska efnahagssvæðisins.
     d.      Í stað hlutfallstölunnar „10%“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: 20%.
     e.      1. málsl. 5. mgr. orðast svo: Samanlögð eign sjóðsins í verðbréfum skv. 2.–9. tölul. 1. mgr. útgefnum af sama aðila, tengdum aðilum, sbr. lög um fjármálafyrirtæki, eða aðilum sem tilheyra sömu samstæðunni skal ekki vera meira en 10% af hreinni eign sjóðsins.
     f.      Á eftir 4. málsl. 5. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Eigi er lífeyrissjóði eða einstakri deild hans heimilt að hafa meira en 25% af hreinni eign sinni í verðbréfasjóðum innan sama rekstrarfélags.
     g.      Við bætist ný málsgrein er orðast svo:
                   Ákvæði þessarar greinar eiga einungis við um samtryggingardeildir lífeyrissjóða.

11. gr.

    Á eftir 36. gr. laganna kemur ný grein, 36. gr. a, er orðast svo:
    Vörsluaðilar séreignarsparnaðar, skv. II. kafla, skulu móta fjárfestingarstefnu fyrir hverja fjárfestingarleið þar sem fjárfestingar, aðrar en innlánsreikningar, eru sundurliðaðar með hliðsjón af 1. mgr. 36. gr. Fjárfestingarstefna vörsluaðila séreignarsparnaðar skal að öðru leyti háð eftirfarandi takmörkunum:
     a.      Ekki er heimilt að fjárfesta fyrir meira en 20% af hreinni eign hverrar fjárfestingarleiðar í verðbréfum sem ekki eru skráð á skipulegum markaði.
     b.      Samanlögð eign hverrar fjárfestingarleiðar í fjármálagerningum útgefnum af sama aðila, tengdum aðilum, sbr. lög um fjármálafyrirtæki, eða aðilum sem tilheyra sömu samstæðunni skal ekki vera meira en 20% af hreinni eign sjóðsins. Verðbréf skv. 1. tölul. 1. mgr. 36. gr. falla ekki undir ákvæði þetta.
     c.      Samanlögð eign hverrar fjárfestingarleiðar má ekki vera meira en 30% af hlutdeildarskírteinum eða hlutum útgefnum af sama verðbréfasjóði eða fjárfestingarsjóði eða einstakri deild hans eða í verðbréfasjóðum innan sama rekstrarfélags.
     d.      Vörsluaðilum séreignarsparnaðar er ekki heimilt að fjárfesta eða eiga í fjárfestingarsjóðum skv. 7. tölul. 1. mgr. 36. gr. sem fjármagna sig með lántöku eða skortsölu.
     e.      Hlutabréf fyrirtækja mega ekki vera meira en 70% af samanlagðri eign hverrar fjárfestingarleiðar.
     f.      Afleiðusamningar mega ekki vera meira en 10% af hreinni eign hverrar fjárfestingarleiðar.
    Vörsluaðilar séreignarsparnaðar skulu senda upplýsingar um fjárfestingarstefnu sína fyrir komandi ár til Fjármálaeftirlitsins eigi síðar en 1. desember ár hvert.

12. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 44. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „starfsemi lífeyrissjóða“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: og vörsluaðila lífeyrissparnaðar.
     b.      Á eftir orðunum „upplýsingum lífeyrissjóða“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: og vörsluaðila lífeyrissparnaðar.
     c.      Í stað orðanna „rekstri lífeyrissjóðs og fjárhagsstöðu“ í 3. mgr. kemur: rekstri og fjárhagsstöðu lífeyrissjóðs eða vörsluaðila lífeyrissparnaðar.
     d.      Á eftir orðunum „starfsemi lífeyrissjóðs“ í 4. mgr. kemur: og vörsluaðila lífeyrissparnaðar.
     e.      Á eftir orðunum „hlutdeildarfyrirtækjum lífeyrissjóða“ í 5. mgr. kemur: og vörsluaðila lífeyrissparnaðar.

13. gr.

    Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    a. (I.)
    Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 2. mgr. 39. gr. skal lífeyrissjóði vera heimilt að hafa allt að 15% mun á milli eignarliða og framtíðarskuldbindinga vegna lífeyris miðað við tryggingafræðilega athugun fyrir árið 2008, án þess að honum sé skylt að gera breytingar á samþykktum sjóðsins. Ákvæði 1. mgr. 39. gr. um að hrein eign lífeyrissjóðs til greiðslu lífeyris ásamt núvirði framtíðariðgjalda skuli vera jafnhá núvirði væntanlegs lífeyris vegna þegar greiddra iðgjalda og framtíðariðgjalda á ekki við um tryggingafræðilega athugun fyrir árið 2008.
    Þegar metið er hvort lífeyrissjóður falli undir 2. málsl. 2. mgr. 39. gr. skal miða við 10% mun á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga árið 2008.

    b. (II.)
    Þrátt fyrir ákvæði 4. málsl. 5. mgr. 36. gr. er lífeyrissjóði heimilt að eiga allt að 20% af hlutafé í samlagshlutafélögum til 31. desember 2013.

14. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi nema ákvæði 8. gr. sem öðlast gildi 1. janúar 2011 og ákvæði 11. gr. sem öðlast gildi 1. janúar 2010.