Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 271. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 488  —  271. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um gjaldþrot einstaklinga að kröfu hins opinbera.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Hversu margir einstaklingar hafa verið lýstir gjaldþrota árlega síðustu 10 árin vegna skulda við opinbera aðila?
     2.      Hvernig skiptast mál þessara einstaklinga eftir fjárhæð krafna (innan við 100 þús. kr., á bilinu 100–200 þús. kr., 200–300 þús. kr., 300–400 þús. kr., 400–500 þús. kr., 500– 600 þús. kr., 600–700 þús. kr., 700–800 þús. kr., 800–900 þús. kr., 900–1.000 þús. kr., hærri en 1 millj. kr.) og hver er skiptingin eftir kjördæmum?
     3.      Hver hefur verið árlegur innheimtukostnaður vegna þessara einstaklinga?
     4.      Hversu mörg dæmi eru um að einstaklingar hafi verið lýstir gjaldþrota oftar en einu sinni vegna sömu kröfunnar?


Skriflegt svar óskast.