Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 121. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 500  —  121. mál.




Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Kjartans Ólafssonar um íbúðabyggingar.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu mörgum lóðum hafa sveitarfélögin úthlutað undir íbúðir árin 2004–2008?
     2.      Hversu margar íbúðir hafa verið fullgerðar sömu ár?
     3.      Hversu margar af þessum íbúðum eru tilbúnar en ekki í notkun?
    Svar óskast sundurliðað eftir árum og sveitarfélögum.

    Þar sem enginn opinber aðili hefur það hlutverk samkvæmt lögum að safna upplýsingum um fjölda lóðaúthlutana sveitarfélaga var leitað til sveitarfélaganna eftir svörum. Þeim var öllum sent bréf dags. 18. nóvember 2008, þeim kynnt fyrirspurnin og leitað upplýsinga. Við gagnasöfnun og úrvinnslu var lögð áhersla á að afla upplýsinga um fjölda íbúða sem hafa verið byggðar á lóðum sem sveitarfélögin hafa úthlutað á umræddu tímabili. Í bréfi til sveitarfélaganna var lögð áhersla á þetta sjónarmið. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar svör við 1. tölulið fyrirspurnarinnar eru metin.
    Vegna frétta um að einstaklingar og lögaðilar skili inn lóðum sem þeim hefur verið úthlutað ákvað ráðuneytið að nota tækifærið og afla upplýsinga um stöðu mála hvað varðar skil á lóðum og fór fram á að fá einnig upplýsingar um fjölda lóða sem hefur verið skilað frá árinu 2006 til 1. nóvember 2008, sundurliðað eftir árum.
    Sveitarfélögin fengu frest til 28. nóvember 2008, þ.e. tæpar tvær vikur til að taka saman gögnin. Aðeins 37 sveitarfélög af 78 svöruðu erindi ráðuneytisins. Ráðuneytið harmar mjög að viðbrögð sveitarfélaga við fyrirspurninni voru ekki sem skyldi þrátt fyrir ítrekanir, m.a. bárust ekki svör frá einu af stærstu sveitarfélögum landsins. Auk upplýsinga frá sveitarfélögum eru til samanburðar birtar tölur frá Fasteignamati ríkisins.
    Af þessum 37 sveitarfélögum eru átta sem gefa upp að ekki einni einustu lóð hafi verið úthlutað á þessu tímabili. Þetta eru nokkur af fámennustu sveitarfélögum landsins, Árneshreppur, Bæjarhreppur, Skagabyggð, Arnarneshreppur, Tjörneshreppur og Breiðdalshreppur, en einnig stærri sveitarfélög eins og Vesturbyggð og Bolungarvík.
    Þrjú af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Garðabær, Mosfellsbær og Álftanes, taka fram í sínum svörum að sveitarfélögin úthluti ekki lóðum nema í mjög takmörkuðum mæli, framkvæmdir séu á vegum einkaaðila.
          Í svari Garðabæjar kemur fram að bærinn hafi aðeins úthlutað 92 lóðum árið 2007. Aftur á móti er samkvæmt skipulagi gert ráð fyrir um 1.582 íbúðareiningum í hverfum sem eru í uppbyggingu á þessu tímabili, svo sem í Urriðaholti, Akrahverfi og í Sjálandshverfi. Einkaaðilar byggja og ráðstafa íbúðum og lóðum. Byggingarfulltrúi Garðabæjar áætlar að hafnar séu framkvæmdir við 70%–75% íbúðaeininga í Akrahverfi og í Sjálandshverfi (u.þ.b. 870 íbúðareiningar) en í Urriðaholti hafi aðeins fáum lóðum verið úthlutað.
          Í svari Sveitarfélagsins Álftaness er gerð grein fyrir fjölda íbúðareininga samkvæmt deiliskipulagi ársins 2004 eða 32 og aftur 2008 en þar er gert ráð fyrir 307 íbúðareiningum. Ekkert er sagt um úthlutanir.
          Í svari Mosfellsbæjar kemur fram að bærinn hafi síðast úthlutað lóðum undir 240 íbúðir árið 2005. Þá er tekið fram að bærinn sé ekki aðili að lóðaúthlutunum í þeim tveimur bæjarhverfum sem eru í uppbyggingu, þ.e. Leirvogstungum og Helgafelli.
          Í svari bæjarstjóra Seltjarnarness kemur fram að þar sé lóðaúthlutun í höndum einkaaðila. Samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefur hafa 10 íbúðir verið fullgerðar og engri lóð skilað.
    Svör þeirra sveitafélaga sem brugðust við erindi ráðuneytisins koma fram í töflu 1. Í bréfinu var tekið fram að óskað væri upplýsinga um fjölda íbúða ekki lóða. Í einstaka svörum er ekki greint nægjanlega vel þarna á milli.

Tafla 1. Úthlutaðar lóðir/íbúðir, eftir árum.


Ár/Sveitarfélag 2004 2005 2006 2007 2008 Samtals
Reykjavík 428 606 611 856 178 2.679
Hafnarfjarðarbær 1.306 766 443 4 135 2.654
Reykjanesbær 208 307 886 190 85 1.676
Sandgerðisbær 23 23 35 30 13 124
Sveitarfélagið Garður 37 62 32 9 45 185
Akraneskaupstaður 103 29 107 271 0 510
Hvalfjarðarsveit 2 2
Borgarbyggð 65 252 20 68 23 428
Grundarfjarðarbær 11 10 4 25
Snæfellsbær 3 16 28 12 3 62
Stykkishólmsbær 26 21 7 18 2 74
Ísafjarðarbær 7 6 31 44
Reykhólahreppur 3 1 4
Sveitarfélagið Skagafjörður 30 37 23 27 4 121
Akureyrarkaupstaður 446 769 83 107 73 1.478
Norðurþing 5 24 43 21 29 122
Hörgárbyggð 2 14 16
Grýtubakkahreppur 1 1 2
Skútustaðahreppur 4 4
Þingeyjarsveit 5 3 3 11
Fljótsdalshérað 157 63 28 12 2 263
Fjarðabyggð 104 198 24 30 3 359
Grímsnes- og Grafningshreppur 3 22 21 5 1 52
Flóahreppur 2 1 2
Vestmannaeyjar1 24
Samtals 2.997 3.228 2.432 1.662 598 10.920
1 Hér var aðeins gefinn upp heildarfjöldi úthlutana á tímabilinu.

    Leitað var til Fasteignamats ríkisins eftir upplýsingum um hversu mörgum lóðum sveitarfélögin úthlutuðu undir íbúðir árin 2004–2008, þ.e. 1. tölulið fyrirspurnarinnar. Fasteignamat ríkisins safnar saman upplýsingum um fjölda íbúða eftir sveitarfélögum og miðar gagnasöfnun sína við að íbúðir séu fokheldar og að tilkynning hafi borist frá byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.
    Sem svar við spurningunni taldi Fasteignamat ríkisins allar íbúðarlóðir sem ekki voru á fasteignaskrá 31. desember 2003 en skráðar þar 12. desember 2008. Þær reyndust vera alls 8.282. Athygli er vakin á því að hér eru allar lóðir taldar án tillits til þess hvort um er að ræða úthlutun úr nýskipulögðum svæðum eða uppskipti eldra lands. Sundurgreindar upplýsingar eftir sveitarfélögum fengnar úr gögnum Fasteignamats ríkisins eru í fylgiskjali.
    Svör við 2. tölulið fyrirspurnarinnar um hversu margar íbúðir voru fullgerðar á þessum árum eru ófullnægjandi og ekki hægt að draga saman í eina töflu. Ýmist hafa sveitarfélögin ekki yfirlit yfir stöðu framkvæmdanna eða þau svara þessum hluta erindisins ekki.
    Hagstofa Íslands birtir bæði upplýsingar um fjölda fullgerðra íbúða á öllu landinu og hversu margar eru í byggingu 31. desember hvers árs. Tafla hér á eftir er unnin úr upplýsingum Hagstofu Íslands um byggingarstarfsemi á landinu. Skiptingin er sem hér segir eftir árum:

Tafla 2. Fullgerðar íbúðir á landinu öllu.



Ár
Í byggingu 31. desember,
fjöldi íbúða
Fullgert á árinu,
fjöldi íbúða
2004 3.405 2.355
2005 4.692 3.106
2006 5.144 3.294
2007 6.246 3.348
Samtals 19.487 12.103

    Ef þessar tölur eru bornar saman við sambærilegar tölur fyrir tímabilið 2000–2004, sbr. skriflegt svar við sambærilegri fyrirspurn frá 132. löggjafarþingi (þskj. 633, 305. mál), sést að fullgerðum íbúðum hefur fjölgað umtalsvert en þær voru á þessum árum samtals 9.775. Hafa verður í huga að árið 2004 er með í báðum niðurstöðutölunum.
    Fasteignamat ríkisins svaraði þessari spurningu með því að telja íbúðir sem eru skráðar fullgerðar eða teknar í notkun 19. desember 2008 en voru ekki skráðar fullgerðar eða teknar í notkun 31. desember 2003. Aðeins voru teknar með íbúðir þar sem fokheldisár var skráð 2002 eða síðar. Alls reyndust þetta vera 13.404 íbúðir á 3.883 lóðum. Sundurliðuð tafla eftir sveitarfélögum er í fylgiskjali.
    Embætti byggingarfulltrúa í Reykjavík gerir árlegt yfirlit um fullgerðar íbúðir og fjölda íbúða í smíðum.

Tafla 3. Fullgerðar íbúðir og íbúðir í smíðum í Reykjavík 2003–2007.


Ár Hafin smíði Fullgerð Fokheld Ekki fokheld
2007 419 573 338 655
2006 670 700 346 603
2005 1.257 782 268 711
2004 885 671 577 483
2003 735 872 341 515

    Svör við 3. tölulið um hversu margar íbúðir eru tilbúnar eða ekki í notkun eru líka mjög ófullkomin og kemur t.d. fram í svari Reykjavíkurborgar að ekki sé gert ráð fyrir því í reglugerðum eða lögum að slík skráning sé hluti af verkefnum embættis byggingarfulltrúa.
    Nokkur sveitarfélög reyna að áætla fjölda auðra íbúða og gera grein fyrir stöðunni með almennum orðum.
          Hafnarfjarðarbær vísar til í upplýsinga frá fasteignasölum og telur að um 500–600 íbúðir standi auðar í Hafnarfirði.
          Á Álftanesi er ekki vitað til þess að nein íbúð standi auð.
          Reykjanesbær áætlar að um 100 íbúðir standi auðar.
          Í Garðinum standa 15 fullgerðar íbúðir auðar.
          Í Sandgerði stendur ein fullgerð íbúð auð.
          Akraneskaupstaður áætlar að á svæðinu standi auðar 22 fullgerðar íbúðir.
          Í Hvalfjarðarsveit standa fjórar fullgerðar íbúðir auðar.
          Í Borgarbyggð eru 23 auðar fullgerðar íbúðir.
          Í Þingeyjarsveit standa tvær fullbúnar íbúðir auðar.
          Í Grímsnes- og Grafningshreppi standa tvær fullgerðar íbúðir auðar.
    Önnur sveitarfélög annaðhvort svara ekki þessum hluta fyrirspurnarinnar eða upplýsa að ekki sé vitað um neinar fullgerðar tómar íbúðir. Í svari skipulags- og byggingarfulltrúa Norðurþings kemur fram að verktakar hafi hægt á sér og bíði með frekari uppbyggingu fokheldra íbúða (áttaíbúða fjölbýlishús og einbýli).
    Í kjölfar gerbreyttrar stöðu í efnahagsmálum þjóðarinnar hafa sveitarfélög staðið frammi fyrir þeirri staðreynd að umtalsverðum fjölda úthlutaðra lóða hefur verið skilað inn og óskað endurgreiðslu gatnagerðargjalda. Hversu umfangsmikil þessi skil eru er ekki vitað en á þeim svörum sem bárust samgönguráðuneytinu má sjá að þetta kemur við sveitarfélög alls staðar á landinu. Umfangið er að sjálfsögðu mismikið.

Tafla 4. Lóðum skilað .


Sveitarfélag 2004 2005 2006 2007 2008 Samtals
Reykjavík 69 16 304 389
Hafnarfjörður 3 16 42 140 201
Garðabær 14 14
Sandgerðisbær 10 10
Sveitarfélagið Garður 40 40
Akraneskaupstaður 2 14 183 199
Hvalfjarðarsveit 2 2
Borgarbyggð 5 6 7 31 23 72
Grundarfjarðarbær 4 4
Snæfellsbær 2 2
Stykkishólmsbær 2 5 4 4 15
Ísafjarðarbær 1 1
Sveitarfélagið Skagafjörður 5 5
Akureyrarbær 123 155 28 48 4 358
Norðurþing 3 8 32 4 1 48
Grímsnes- og Grafningshreppur 10 8 18
Vestmannaeyjar1 13
Samtals 134 187 197 129 743 1.403
1 Aðeins gefin upp skil á lóðum allt tímabilið .



Fylgiskjal.

Upplýsingar frá Fasteignamati ríkisins.


    Hversu mörgum lóðum hafa sveitarfélögin úthlutað undir íbúðir árin 2004–2008?
    Til að leita svara við þessari spurningu eru allar íbúðarlóðir taldar, sem ekki voru í fasteignaskrá 31. desember 2003. Þær reyndust vera alls 8.282 hinn 19. desember 2008. Athygli er vakin á því að hér eru allar lóðir taldar án tillits til þess hvort um er að ræða úthlutun úr nýskipulögðum svæðum eða uppskipti eldra lands.
    
Sveitarfélag Fjöldi lóða
Reykjavík 478
1000 Kópavogur 619
1100 Seltjarnarnes 4
1300 Garðabær 294
1400 Hafnarfjörður 795
1603 Álftanes 118
1604 Mosfellsbær 804
1606 Kjósarhreppur 40
2000 Reykjanesbær 764
2300 Grindavík 211
2503 Sandgerði 161
2504 Garður 264
2506 Vogar 48
3000 Akranes 274
3506 Skorradalshreppur 4
3511 Hvalfjarðarsveit 58
3609 Borgarbyggð 145
3709 Grundarfjarðarbær 19
3710 Helgafellssveit 6
3711 Stykkishólmur 60
3713 Eyja- og Miklaholtshreppur 8
3714 Snæfellsbær 60
3811 Dalabyggð 27
4200 Ísafjarðarbær 44
4502 Reykhólahreppur 21
4604 Tálknafjarðarhreppur 3
4607 Vesturbyggð 7
4803 Súðavíkurhreppur 1
4901 Árneshreppur 1
4902 Kaldrananeshreppur 2
4908 Bæjarhreppur 4
4911 Strandabyggð 15
5200 Skagafjörður 94
5508 Húnaþing vestra 43
5604 Blönduós 4
5611 Skagabyggð 5
5612 Húnavatnshreppur 4
5706 Akrahreppur 11
6000 Akureyri 207
6100 Norðurþing 42
6250 Fjallabyggð 5
6400 Dalvíkurbyggð 71
6501 Grímseyjarhreppur 5
6506 Arnarneshreppur 3
6513 Eyjafjarðarsveit 107
6514 Hörgárbyggð 23
6601 Svalbarðsstrandarhreppur 43
6602 Grýtubakkahreppur 8
6607 Skútustaðahreppur 19
6609 Aðaldælahreppur 13
6611 Tjörneshreppur 4
6612 Þingeyjarsveit 37
6709 Langanesbyggð 3
7000 Seyðisfjörður 4
7300 Fjarðabyggð 282
7502 Vopnafjarðarhreppur 5
7505 Fljótsdalshreppur 1
7509 Borgarfjarðarhreppur 2
7613 Breiðdalshreppur 5
7617 Djúpavogshreppur 3
7620 Fljótsdalshérað 273
7708 Hornafjörður 17
8000 Vestmannaeyjar 13
8200 Sveitarfélagið Árborg 716
8508 Mýrdalshreppur 19
8509 Skaftárhreppur 8
8610 Ásahreppur 27
8613 Rangárþing eystra 64
8614 Rangárþing ytra 110
8710 Hrunamannahreppur 52
8716 Hveragerði 125
8717 Ölfus 165
8719 Grímsnes- og Grafningshreppur 91
8720 Skeiða- og Gnúpverjahreppur 41
8721 Bláskógabyggð 91
8722 Flóahreppur 58
Samtals 8.282

    Hversu margar íbúðir hafa verið fullgerðar sömu ár?
    Til að leita svara við þessari spurningu voru taldar íbúðir sem eru skráðar fullgerðar eða teknar í notkun 19. desember 2008, en voru ekki skráðar fullgerðar eða teknar í notkun 31. desember 2003. Aðeins voru valdar íbúðir þar sem fokheldisár var skráð 2002 eða síðar. Íbúðirnar reyndust vera 13.404 á 3.883 lóðum.

Fullgerðar íbúðir 2004–2008, flokkaðar niður á sveitarfélög.


Sveitarfélag Fjöldi íbúða
000 Reykjavík 3.145
1000 Kópavogur 1.851
1100 Seltjarnarnes 1
1300 Garðabær 810
1400 Hafnarfjörður 1.784
1603 Álftanes 179
1604 Mosfellsbær 496
1606 Kjósarhreppur 14
2000 Reykjanesbær 803
2300 Grindavík 167
2503 Sandgerði 101
2504 Garður 128
2506 Vogar 113
3000 Akranes 362
3506 Skorradalshreppur 4
3511 Hvalfjarðarsveit 28
3609 Borgarbyggð 285
3709 Grundarfjarðarbær 18
3710 Helgafellssveit 5
3711 Stykkishólmur 43
3713 Eyja- og Miklaholtshreppur 1
3714 Snæfellsbær 40
3811 Dalabyggð 19
4100 Bolungarvík 1
4200 Ísafjarðarbær 15
4502 Reykhólahreppur 5
4803 Súðavíkurhreppur 2
4911 Strandabyggð 3
5200 Skagafjörður 141
5508 Húnaþing vestra 9
5604 Blönduós 5
5609 Skagaströnd 1
5611 Skagabyggð 2
5612 Húnavatnshreppur 2
5706 Akrahreppur 2
6000 Akureyri 882
6100 Norðurþing 10
6250 Fjallabyggð 3
6400 Dalvíkurbyggð 24
6501 Grímseyjarhreppur 2
6506 Arnarneshreppur 1
6513 Eyjafjarðarsveit 35
6514 Hörgárbyggð 11
6601 Svalbarðsstrandarhreppur 14
6602 Grýtubakkahreppur 2
6607 Skútustaðahreppur 7
6609 Aðaldælahreppur 3
6612 Þingeyjarsveit 16
6709 Langanesbyggð 1
7000 Seyðisfjörður 1
7300 Fjarðabyggð 318
7505 Fljótsdalshreppur 2
7617 Djúpavogshreppur 1
7620 Fljótsdalshérað 309
7708 Hornafjörður 8
8000 Vestmannaeyjar 7
8200 Sveitarfélagið Árborg 547
8508 Mýrdalshreppur 11
8509 Skaftárhreppur 5
8610 Ásahreppur 11
8613 Rangárþing eystra 56
8614 Rangárþing ytra 78
8710 Hrunamannahreppur 28
8716 Hveragerði 190
8717 Ölfus 82
8719 Grímsnes- og Grafningshreppur 32
8720 Skeiða- og Gnúpverjahreppur 26
8721 Bláskógabyggð 64
8722 Flóahreppur 32
Samtals 13.404