Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 288. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 514  —  288. mál.




Fyrirspurn



til félags- og tryggingamálaráðherra um fjölþáttameðferð utan höfuðborgarsvæðisins.

Frá Kristjáni Þór Júlíussyni.



     1.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja að komið sé til móts við þarfir stórra þéttbýliskjarna utan höfuðborgarsvæðisins, svo sem á Norðurlandi, þannig að tryggt sé að íbúum þar verði boðið upp á fjölþáttameðferð (MST)?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að Barnaverndarstofa geri þjónustusamning, t.d. við barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, um að koma upp fjölþáttameðferðarteymi fyrir íbúa á Norðurlandi?
     3.      Hefur farið fram mat á meðferðarheimilum, faglegu starfi þeirra og árangri, og því hvaða áhrif breytingar á meðferðarúrræðum hafa haft á þjónustu við íbúa á landsbyggðinni?


Skriflegt svar óskast.