Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 302. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 531  —  302. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um sameiginlega sjúkraskrá fyrir landið allt.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.



    Hvernig hyggst ráðherra fylgja eftir tillögum stýrihóps um upplýsingatækni í nýlegri áfangaskýrslu um uppbyggingu og rekstur rafrænnar sjúkraskrár og varða:
     a.      uppbyggingu rafrænnar sjúkraskrár og sameiningu sjúkraskráa heilbrigðisumdæma,
     b.      rafrænt sjúkraskrárkerfi sem uppfylli kröfulýsingu heilbrigðisráðuneytis,
     c.      nýja miðstöð sjúkraskrár,
     d.      rafrænt fyrirmælakerfi,
     e.      aðgengi sjúklinga að eigin upplýsingum á netinu?
    Óskað er eftir svari fyrir hvern lið.


Skriflegt svar óskast.